Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 Ritrýnd grein / Peer reviewed 8. mynd. Súlan á hreiðrinu á Langakambi sumarið 2020. – Adult Gannet standing on its nest at Langikambur in summer 2020. Ljósm./Photo: Charla J. Basran, 1.6. 2020. 1509.31-33 Stapinn virðist því hafa verið til hlunninda og í eigu kirkjunnar í Vatns- firði í Ísafjarðardjúpi þótt ekki sé nefnt hver hlunnindin hafi verið. Vitað er að þarna verpa núna svartfuglar, en einnig fýll Fulmarus glacialis og rita Rissa tri- dactyla. Freistandi er að álykta að súlur hafi orpið þarna jafnvel svo snemma sem á 14. öld. Aðrir horfnir varpstaðir Nú á tímum verpa súlur á níu stöðum við Ísland.5 Þrjú þessara varpa eru fremur nýleg. Varp myndaðist í Skrúði 1943,34 1944–45 í Rauðanúpi á Melrakkasléttu35 og 1954–55 í Stóra-Karli við Skoruvíkur- bjarg á Langanesi.36 Síðan hefur varpið á síðastnefnda staðnum einnig færst upp í sjálft bjargið við aukningu varppara.3-4 Fyrrum urpu súlur á fleiri stöðum en ofangreindum níu. Auk Súlnastapa er kunnugt um fjóra fyrri varpstaði að minnsta kosti, Geirfuglasker við Reykjanes,37 Kerlingu við Drangey á Skagafirði,38-39 Grímsey undan Norð- urlandi6,40 og Máfadrang við Dyr- hólaey.1,10,12,41 Einhver vafi leikur á því að súlur hafi orpið í Geirfugladrangi undan Reykjanesi eins og Arnþór Garðarsson1 bendir á og vitnar í Faber.37 Síðsumars árið 1971 sigldi þýski fiski- fræðingurinn Reinsch13 meðfram suður- strönd Íslands. Sá hann ungar súlur sitja uppi í Reynisdröngum undan Reynisfjalli (um 50 fugla) og í Dyrhólaey (um 20). Taldi hann hugsanlegt að þarna væru súluvörp en minnist ekki á hreiður. Þar eð þetta voru allt ungsúlur er líklegast að þær hafi aðeins setið þarna, nýkomnar úr einhverju varpi, svo sem frá Vestmanna- eyjum, enda komið fram í ágúst-septem- ber. Árið 1971 hugði Reinsch einnig að súluvarpi í Máfadrangi og Lundadrangi undan Dyrhólaey.13 Ekki getur hann hreiðra en kveðst oft hafa séð súlur þar á vorin og hefur haft einhvern grun um að súlur yrpu í Dyrhóladröngum.42 Þegar hann var á ferðinni hafði varpið í Máfa- drangi þegar liðið undir lok1,10-11 en ekki er vitað til að súlur hafi nokkurn tímann orpið í Lundadrangi. Þessir staðir hafa margoft verið skoðaðir eftir þetta án nokkurra vísbendinga um varp. Súlusetstaðir Súlur sjást stundum sitjandi á ýmsum stöðum í grennd við þekkta varpstaði, jafnvel langt frá þeim. Setstaðir sem fuglar nota mikið verða gjarnan hvítir af driti og því stundum álitnir varp- staðir. Slíkt á oft við um setstaði skarfa sem margir eru hefðbundnir og hvítna af driti. Slíkir súlusetstaðir eru meðal annars í Ingólfshöfða í Öræfum, Karl- inum við Reykjanes og Svörtuloftum á Snæfellsnesi.1,11 Engar vísbendingar eru um súluvarp á þessum stöðum. Það er þó hugsanlegt þegar fram líða stundir, ekki síst ef súlustofninn heldur áfram að vaxa. Full ástæða er að hafa þann möguleika í huga og skoða þessa staði við og við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.