Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 37 Ritrýnd grein / Peer reviewed Þetta sama sumar, 1935, fóru þrír Austurríkismenn, Rudolf Jonas, Franz Nusser og Franz Stefan suður um vest- anverðan Vatnajökul, frá Holuhrauni við jaðar Dyngjujökuls að Grímsvötnum og þaðan að Kerlingum og Pálsfjalli og suður Síðujökul austan Háganga. Voru góðar ljósmyndir hluti af upp- skeru þeirra.53 Um austasta hluta Vatnajökuls ferð- uðust 1935 tveir fyrrnefndra Þjóðverja ásamt með Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Voru það Rudolf Leutelt og Karl Schmid og fylgdu heimamenn frá Hof- felli þeim inn Hoffellsdal og Vesturdal að Goðaborg. Þaðan fóru þremenningarnir um Goðahnjúka, gengu á Grendil, fóru síðan suðvestur um Breiðubungu og til baka niður með Hoffellsjökli að austan, þar sem Guðmundur lýsir vel uppistöðu- lónum.54 Ásamt alkunnri listiðkun sinni var Guðmundur í fremstu röð íslenskra fjallgöngumanna, stórhuga og hvetjandi og stofnaði meðal annars félagsskapinn Fjallamenn 1939. Á árunum 1936–1938 stundaði sænsk- íslenskur hópur rannsóknir á Vatnajökli undir forystu landfræðingsins Hans Ahlmanns og veðurfræðingsins Jóns Eyþórssonar, frumkvöðuls að stofnun Jöklarannsóknafélags Íslands árið 1950. Leiðangurinn hófst með för upp Hof- fellsjökul með sleðahunda sem drátt- ardýr og á eftir fylgdi sögulegur ótíðar- kafli í Djöflaskarði. Með í för var meðal annars Sigurður Þórarinsson, þá ungur jarðfræðinemi við Stokkhólmsháskóla.55 Í mars 1951 fóru leiðangurs-menn í Fransk-íslenska Vatnajökulsleið- angrinum svonefnda upp Breiða- merkurjökul til að rannsaka dýpt Vatna- jökuls með jarðsveiflumælingum. Jón Eyþórsson veðurfræðingur og Frakkinn Alain Joset jarðeðlisfræðingur stjórn- uðu leiðangrinum sem fór vítt um jökul- inn á tveimur snjóbílum í mánaðartíma. Var hér um sögulega nýung að ræða og markaði tímamót.56 Loks er að geta breskra stúdenta frá Nottingham undir forystu Jacks D. Ives, síðar heimsþekkts fjallasérfræðings. Hópurinn stundaði jöklarannsóknir í Öræfum á árunum 1952–1954. Dvöldu þátttakendur meðal annars í jökla- búðum við Miðfellstind. Tveir úr hópnum fórust síðsumars 1953. Búnaður þeirra fannst á Skaftafellsjökli 2006.2,57 Við staðnæmumst hér á sjötta áratug liðinnar aldar. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti bættust forvitnir og fjöl- menntaðir útlendingar við fámennan hóp Íslendinga sem á 19. öld létu sig varða hálendið og jökla landsins. Smám saman fjölgaði í síðarnefnda hópnum og á seinni hluta 20. aldar er hægt að tala um vakningu þegar hálendi og jöklar landsins eru annars vegar. Verkefnið er að vernda þessa gersemi, einnig fyrir áníðslu af völdum okkar sjálfra. FYRSTA ALÍSLENSKA JÖKLAFERÐIN Í SEINNI TÍÐ Eðlilega voru það Skaftfellingar sem öðrum fremur varðveittu minni um kynni forfeðranna af Vatnajökli og gerðu sjálfir tilraunir til að rifja þau upp á 19. öld, auk þess að gerast fylgdarmenn aðkomumanna. Í Hornafirði höfðu lengi lifað sagnir um að fjallvegur hafi fyrr á öldum legið frá Hoffelli norður yfir jökul og verið notaður fram á 17. öld. Leið þessi hafi aðallega verið farin til Fljótsdals og verið talin rösk dagleið bæja milli. Þá á sauðfé að hafa gengið saman milli Möðrudals og Hoffells og menn þekktu dæmi þess að kindur hefðu runnið suður yfir jökulinn. Um miðjan júlí 1926 fóru þrír ungir bændasynir úr Hornafirði í óvana- lega ferð norðvestur yfir Vatnajökul (20. og 21. mynd).34 Þetta voru Helgi Guðmundsson í Hoffelli, Sigurbergur Árnason í Svínafelli og Unnar Bene- diktson í Einholti. Þeir lögðu upp frá Svínafelli í Nesjum inn eftir Hálsaheiði á jökul, stigu þar á skíðin, með léttan búnað sinn á sleða, og héldu norðvestur um hájökulinn. Til öryggis höfðu þeir fengið að láni vasakompás, ferðaprímus, landabréf og vöðlur, einnig mannbrodda og snjógleraugu, en sólarvörn gleymd- ist. Sváfu þeir í þrjár nætur í engja- tjaldi og notuðu göngustafi sína sem tjaldsúlur. Voru þeir saman í hvílupoka úr seglstriga klæddum loðskinni. Þeir náðu niður af Dyngjujökli vestur undir Kistufelli eftir þriggja daga göngu yfir 80 km á jökli í misjöfnu veðri og færð. Sleðann, skíðin og þyngsta búnaðinn skildu þeir eftir nærri jökulrönd og vitj- uðu þessa þar í bakaleið. Frá jökli héldu þeir yfir Ódáðahraun að Svartárkoti í Bárðardal en gengu síðan sömu leið til baka og varð ekki misdægurt þrátt fyrir rysjótt veður, þoku og rigningu. Ferðin 21. mynd. Hornfirðingarnir sem ungir fóru norðvestur yfir Vatnajökul 1926: Helgi Guð- mundsson (1904–1981) í Hoffelli, Sigurbergur Árnason (1899–1983) í Svínafelli og Unnar Benediktson (1894–1973) í Einholti. – The 3 young men from Hornafjöður crossing Vatna- jökull in 1926. – Ljósm./Photos: Jökull 1984. 20. mynd. Leið þriggja ungra Hornfirðinga yfir Vatnajökul 1926. – The route of 3 young men from Hornafjörður across Vatnajökull in 1926. – Uppdráttur/Map: Guðmundur Ó. Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.