Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn
6
Ritrýnd grein / Peer reviewed
norðan og austan land. Að hrygningu
lokinni leitar þorskur á fæðusvæði.
Lífsferill margra fisktegunda ein-
kennist af árstíðabundnu fari milli
svæða (göngum) – að einstaklingar
eða hópar færa sig reglubundið frá
einu svæði yfir á annað. Með fari koma
saman mismunandi hópar og blöndun
erfðaefnis getur átt sér stað. Lífssögu-
legt hlutverk fars er misjafnt en oft-
ast er um að ræða mislangar ferðir frá
uppeldissvæði til hrygningarsvæðis
eða af hrygningarsvæði á fæðuslóð.
Göngumynstrið veldur breytilegum
þéttleika tegundarinnar eftir svæðum
og árstímum.
Hér við land hafa merkingar verið
notaðar til að rannsaka far fiska í meira
en öld. Fyrsti merkti fiskurinn var skar-
koli, Pleuronectes platessa L., merktur
á Skjálfanda árið 1903. Ári seinna var
fyrsti þorskurinn merktur við Ísland.
Það var í Loðmundarfirði í þeim til-
gangi að kanna hvort þorskur á bilinu
40–60 cm héldi sig fyrir austan land árið
um kring.4 Síðan hefur þorskur verið
merktur reglulega en með mislöngum
hléum.
Á árunum 1953 til 2010 merkti Haf-
rannsóknastofnun mikið af þorski. Eftir
níu ára hlé hófust merkingar aftur í
mars 2019 þegar um 1.800 þorskar voru
merktir á Vestfjarðamiðum og úti af
Norðurlandi. Merkingunum var haldið
áfram árin 2019 og 2020 og voru þá
merktir þorskar í Arnarfirði, Ísafjarðar-
djúpi, fyrir austan land og á hrygningar-
slóð fyrir sunnan og vestan. Á þessum
tveimur árum voru merktir tæplega
7.000 þorskar. Í þessum merkingum voru
eingöngu notuð slöngumerki (2. mynd).
Með þessum merkingum er meðal
annars verið að kanna í hvaða mæli
þorskar endurheimtast utan íslenskrar
lögsögu, en einnig eru athugaðar ferðir
ungfisks frá uppeldissvæðum.
Allt frá því að merkingar hófust við
Ísland hafa niðurstöður þeirra verið
birtar í ýmsum greinum, bæði í inn-
lendum og erlendum ritum. Síðasta
yfirlit um merkingar á þorski kom út
árið 1996 þegar Jón Jónsson tók saman
greinargott yfirlit um merkingar á
árunum 1948–1986.5 Ýmsar greinar
um afmörkuð efni eða niðurstöður
einstakra eða fárra merkingaleiðangra
hafa þó verið birtar síðan. Nauðsynlegt
er að líta reglulega yfir farinn veg og
meta stöðu þekkingar til að stuðla að
frekari þróun viðfangsefnisins, bæði
hvað varðar aðferðir og ekki síður til að
meta hvar göt eru í þekkingu og hvað
skynsamlegast er að leggja áherslu á í
komandi rannsóknum. Því er tímabært
að taka saman helstu upplýsingar sem
merkingar hafa veitt okkur á síðustu
öld. Af ýmsu er að taka en í þessari
grein fjöllum við um það hvaða merki
hafa verið notuð, hvers konar gögn fást
með merkingum og hvaða upplýsingar
merkingar við Ísland hafa veitt um far,
atferli og stofngerð íslenska þorsksins.
MERKI
Fyrir ríflega 100 árum voru fiskmerki
tvær hringlaga númeraðar plötur
tengdar saman með silfurvír og festar
á tálknlok (kjálkabarð) fisksins. Síðan
hafa merki þróast og algengustu merkin
sem nú eru notuð við merkingar á
þorski eru utanáliggjandi slöngumerki
(T-merki). Þau eru mun fyrirferðar-
minni og eiga ekki að hafa mikil áhrif á
fiskinn. Slöngumerkin eru ílöng plast-
merki með haki á öðrum endanum og
hér við land hafa yfirleitt verið notuð
gul eða appelsínugul merki (2. mynd). Á
hverju merki er raðnúmer til auðkenn-
ingar. Merkin eru fest með merkjabyssu
við rót bakugga þar sem þau festast milli
uggageislanna. Slík slöngumerki voru
fyrst notuð við merkingar á þorski hér
við land árið 1991.6
Tap slöngumerkja er talið minna en
plötumerkjanna sem notuð voru áður.6
Við merkingar árin 2019 og 2020 voru
þorskarnir tvímerktir þannig að merki
var sett sitt hvorum megin við bakugg-
ana (3. mynd), og var þá byggt á reynslu
fyrri rannsókna.7 Með þessu er auð-
veldara að sjá merktan fisk í afla en
einnig eru líkur á endurheimtu meiri
þar sem gagn er í merkingunni þótt
annað merkið glatist. Þar sem skila ber
báðum merkjunum, ef þau eru til staðar,
og greitt er fyrir bæði merkin, þá gefur
tvímerking einnig tækifæri á að meta
merkjatap (sjá rammagrein á bls. 12).
Slöngumerking gefur upplýsingar
um hvar fiskurinn er merktur og hvar
hann endurheimtist. Merkið gefur hins
vegar ekki upplýsingar um hvað gerist á
milli þessara tveggja tímapunkta. Merk-
ingar með slöngumerkjum eru tiltölu-
lega fljótlegar og merkin ódýr, og er því
hægt að merkja marga fiska á stuttum
tíma. Endurheimtur eiga því að geta
2. mynd. Rafeindamerki (hvítt merki) og slöngumerki (appelsínugult merki) sem hafa verið notuð
reglulega hér við land til að merkja fiska. – Data storage tag (DST, white tag) and a conventional
tag (orange tag) that have been used regularly in tagging research in Icelandic waters. Ljósm./
Photo: Svanhildur Egilsdóttir, Hafrannsóknastofnun.