Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
3
Fyrsti þjóðgarður í heimi var stofnaður í
Yellowstone í Bandaríkjunum árið 1872
með það að markmiði að vernda eins-
taka náttúru og víðerni. Í kjölfarið stofn-
uðu fleiri ríki þjóðgarða, oft á tíðum
til að vernda náttúruna fyrir einhvers
konar nýtingu, svo sem námugrefti eða
orkuframleiðslu. Framan af heimsóttu
fáir hrjóstruga og ógnvekjandi náttúru
þjóðgarðanna en á undanförnum ára-
tugum hafa vinsældir slíkra svæða auk-
ist mjög og eykst gjarnan áhugi ferða-
manna á að heimsækja svæði eftir að
þau hafa verið gerð að þjóðgarði.1
Þjóðgarðar gegna tvenns konar hlut-
verki: Annars vegar að vernda náttúr-
una og menningarminjar sem þar er að
finna og hins vegar að gefa fólki kost á að
kynnast svæðinu og njóta þess að vera
þar. Sums staðar hefur ferðamönnum
fjölgað það mikið að árekstrar hafa
orðið milli þessa tveggja þátta og hefur
það verið ein megináskorunin við stjórn
þjóðgarða undanfarna áratugi. Til þess
að ná báðum þessum markmiðum, sem
stundum geta verið mótsagnakennd,
eru gerðar skipulags- og verndaráætl-
anir fyrir þjóðgarða þar sem leitast er
við að ná jafnvægi í þessu tvíþætta hlut-
verki garðanna. Þá er gjarnan tekið frá
lítið afmarkað svæði fyrir uppbyggingu
innviða til að taka á móti gestum en
jafnframt ákveðið að stór svæði gegni
fyrst og fremst því hlutverki að vernda
náttúruna fyrir komandi kynslóðir.
Miðhálendi Íslands er um margt
einstakt og þar er að finna eitt víðfeðm-
asta óbyggða svæði í Evrópu. Eldur og ís
hafa mótað sérstakt og fjölbreytt lands-
lag, og hæð yfir sjávarmáli, úrkoma
og norðlæg lega landsins marka þann
gróður og dýralíf sem þar er að finna.
Í hugum ferðalanga felst aðdráttarafl
hálendisins í þessari einstöku náttúru,
en ekki síður í því að þar má hvíla hug-
ann frá amstri hversdagsins í umhverfi
þar sem lítið fer fyrir mannvirkjum og
fáir eru á ferð.
Rúmlega þriðjungur Íslands telst til
víðerna,2 þ.e. svæða sem eru ósnortin af
umsvifum mannsins. Í stefnumörkun
stjórnvalda kemur fram að tryggja skuli
að stór samfelld víðerni verði áfram að
finna á Íslandi.3 Samkvæmt Hvítbók um
löggjöf til verndar náttúru Íslands stafar
víðernum á Íslandi fyrst og fremst ógn af
tvennu: Af orkuframleiðslu og af ferða-
mennsku og áhrifum hennar, svo sem
utanvegaakstri og uppbyggingu innviða.
Ferðamönnum á hálendinu hefur
fjölgað mikið á undanförnum árum
og munar mest um gífurlega fjölgun
erlendra ferðamanna sem koma til
landsins. Samkvæmt könnun Ferða-
málastofu fóru rúm 15% erlendra ferða-
manna um Kjöl og tæp 13% heimsóttu
Landmannalaugar árið 2019.4 Auk þess
hafa um 6–12% Íslendinga ferðast um
hálendið á undanförnum áratug.5 Búast
má við miklum ferðavilja á helstu
markaðssvæðum landsins þegar kór-
ónuveirufaraldurinn er yfirstaðinn og
laðar náttúra Íslands og fámenni eflaust
marga að. Því má gera ráð fyrir að
ásókn inn á hálendið aukist enn frekar
á næstu árum. Hálendi Íslands er hins
vegar einstaklega viðkvæmt. Nú þegar
má greina ákveðin hættumerki um að
þolmörkum ferðamennsku á sumum
stöðum hálendisins sé náð. Náttúran
er farin að láta á sjá6 og viðhorf ýmissa
ferðamanna benda til að umfang ferða-
mennsku sé orðið of mikið.7 Menn hafa
jafnframt ólíka sýn á það hvar reisa
skuli innviði á hálendinu og hversu
mikla, hvaða þjónusta skuli standa til
boða og hvort og þá hvernig eigi að stýra
aðgengi. Til að forðast náttúruspjöll og
rýra ekki þá upplifun sem ferðamenn
sækjast eftir er mikilvægt að setja skýrar
leikreglur til framtíðar um verndun og
nýtingu hálendisins. Sé það ekki gert er
hætta á að eiginleikar hálendisins hverfi
smám saman með vaxandi ásókn og að
þetta einstaka svæði missi aðdráttarafl
sitt og sérstöðu.
Nú liggur fyrir Alþingi stjórnar-
frumvarp um þjóðgarð á miðhálendi
Íslands sem nær yfir 30% landsins.8 Þar
Þjóðargersemi á
miðhálendi Íslands
Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 3–4, 2021