Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 51 Ritrýnd grein / Peer reviewed vörpum allt að 2.000 hreiður/ha.39,40 Aukinn þéttleiki í æðarvarpi eykur tengsl og nánd milli einstaklinga.15 Mestar líkur eru því á sjúkdómshrinum í stórum og þéttum æðarvörpum en áhrif þéttleika eru fyrst og fremst þau að auka líkur á smiti og hraða smit- dreifingu, fremur en vistfræðileg áhrif þéttleikaháðra þátta á hegðun, heilsufar og lífslíkur fugla, t.d. sökum þrengsla eða samkeppni og aukinnar streitu af þeim völdum. Í flestum rannsóknum á æðarvörpum er leitast við að svara spurningum um afdrif einstaklinga og líftölur. Því eru eftirtaldir þættir mældir eða metnir: líkamsástand, varpárangur, tengsl næringarástands og varpárangurs, þéttleiki, stofnbreytingar og tímasetn- ing varps.30,35,37 Þessir þættir eru svo oft tengdir við umhverfisþætti, svo sem loftslagsvá, eiturefni eða sjúkdóma. Oft er erfitt að meta kostnað einstaklinga við æxlun og þá sérstaklega hvernig hann breytist með umhverfisþáttum og að auki eru einstaklingarnir mishraustir. Til að meta áhrif sjúkdómshrina þarf að hafa gögn úr varpinu í nokkur ár áður en fuglakóleran stingur sér niður, meðan á sjúkdómshrinu stendur, jafnvel í nokkur ár, og svo í nokkur ár eftir að hrinan er gengin yfir.31 Stærsta æðarvarp í Norðaustur- Kanada, og það varp þar sem helst hafa verið rannsökuð tengsl æðarstofna við fuglakóleru, er á Mitivik-eyju í East Bay við eyjuna Southampton í Nunavút- landi (4. mynd). Rannsóknirnar hófust 1996 og er fjöldi fugla fangaður í net til merkingar, mælinga og sýnatöku áður en varpið hefst.32 Fjöldi hreiðra er talinn ár hvert og síðan gengið um varpið til að leita dauðra varpkollna, og gengið er út frá því sem aðferðafræðilegri forsendu að þær hafi allar drepist af völdum fuglakóleru. Fjöldi hræja er notaður sem vísitala á lágmarks-dánartölu af völdum fuglakóleru, og er þá deilt með heildarfjölda hreiðra í fjölda hræja ár hvert. Þetta hlutfall er notað til að skýra árlegan breytileika í varpárangri og heilsufari æðarkollna. Við eðlilegar eða hagstæðar um- hverfisaðstæður geta æðarkollur lagað eggjafjöldann að líkamsástandi sínu, þannig að hraustustu og feitustu kollurnar geta orpið fleiri eggjum en þær magrari. Segja má að kollur sem leggja meira í varp séu þær sem verpa fleiri eggjum eða verpa fyrstar, líklega vegna þess að þær eru í góðu líkamlegu ásigkomulagi. Sennilega hefur hreysti einstaklinganna eitthvað með þessa getu að gera og umhverfisskilyrði vænt- anlega líka. Í rannsóknum hefur þetta verið tengt við streituþol fuglanna og ónæmissvörun. Í rannsóknunum í East Bay er árleg dánartala æðarkollna af völdum fugla- kóleru notuð sem vísitala til að meta hversu mikla streitu varpfuglarnir eiga á hættu það árið.15,28,29,32 Forsendur byggj- ast meðal annars á eldri rannsóknum sem sýndu að smitsjúkdómar geta haft áhrif á lífssögu einstaklinga, og að æðar- kollur sem verpa fleiri eggjum (5–6) hafa lélegri ónæmissvörun en þær sem verpa færri eggjum (2–4), og ná líklega síðri æxlunarárangri í framtíðinni.37,38 Þá blasir við að varpið gengur illa árin sem fuglakólera geisar, til dæmis minnka lífslíkur æðarunga um 90%,29 auk hins augljósa, að dauðar kollur verpa ekki. Í East Bay-varpinu voru lengst af 4–8.000 hreiður.15,30 Sjúkdómshrinu varð fyrst vart þar 2005 (2% varpkollna fundust dauðar). Fuglakóleran náði hámarki 2006–2008 (36%, 13% og 27% varpkollna dauðar) og var árleg fram til 2009–2010 (5–6% varpkollna dauðar) en virðast hafa rénað að mestu eftir það (minna en 1% varpkollna dauðar 2011–2014).15 Stofnstærð var metin á bilinu 3.000–4.000 hreiður 2004–2006 en um það bil 2.000 hreiður 2007–2014. Þarna drápust 56% varpkollna á átta ára tímabili (6.194 þekkt dauðsföll samtals) en varpstofn rúmlega 4.000 para hélt velli þegar fuglakóleran virtist að mestu gengin yfir. Lífslíkur fullorðinnar æðarkollu við eðlileg skilyrði (og engar veiðar) eru á bilinu 0,83–0,9626,36,41 sem samsvarar 4–17% náttúrulegri dánartölu ár hvert. Fuglakólera minnkaði lífslíkur æðar- kollna í East Bay.30 Í Danmörku komust Tjørnløv o.fl.26 að sömu niðurstöðu. Samkvæmt reiknilíkönum36 geta sjúk- dómshrinur á 5, 10 og 15 ára fresti hægt á vaxtarhraða í æðarvörpum en það fer eftir öðrum þáttum á hverjum stað, svo sem afráni og fæðuframboði, hversu mikið dregur úr vaxtarhraðanum. Í East Bay fundust engin tengsl milli lífslíkna og eggjafjölda í hreiðri þau ár sem fuglakóleru varð ekki vart (2004–2006) og árin eftir stærstu sjúk- dómshrinurnar (2007–2008). Lífslíkur æðarkollna minnkuðu hins vegar með auknum eggjafjölda árin sem sjúkdóms- hrinanna varð fyrst vart (2006–2007). Engin tengsl voru milli líkinda á endur- komu merktra fugla í varp og eggjafjölda í hreiðri árið áður, þannig að kollurnar sneru aftur í varpið óháð eggjafjölda fyrra árs. Þær kollur sem urpu mörgum eggjum dóu frekar en hinar úr fugla- kóleru í East Bay.30,32 Álagið af völdum sjúkdómshrinanna virðist því hafa haft þau áhrif að þegar þær standa yfir geti beinlínis verið varasamt fyrir kollu að verpa mörgum eggjum, sem ekki er raunin við eðlilegar kringumstæður. Það er misjafnt hversu lengi sjúk- dómshrinur standa en ekki er óalgengt að þær gangi yfir á skömmum tíma, einu til þremur árum. Tíðni sjúkdómshrina er mismunandi eftir æðarvörpum þar sem kóleru hefur orðið vart. Sjúkdóms- hrinur komu til dæmis í samtals 7 af 27 árum á Ile Blanche í St. Lawrence-flóa og fjöldi hreiðra minnkaði á sama tíma,31 þannig að sjúkdómurinn getur loðað við varp áratugum saman. Í Danmörku voru kóleruárin 5 talsins á 14 árum en ekki varð vart við nein meiri háttar áföll eftir það.36 Áhrif fuglakóleru á æðarvarp fara eftir því hversu skæðar sjúkdóms- hrinurnar eru, á hversu margra ára fresti þær verða, hvort fuglarnir byggja upp ónæmi eða sleppa varpi árið sem sjúk- dómshrina kemur upp. Þegar sjúkdóms- hrina er gengin yfir virðist koma tímabil stöðugleika í nokkur ár en engin dæmi eru um stofnvöxt fljótlega eftir hrun af völdum fuglakóleru. Ekki er talið að P. multocida hverfi alveg frá varpstað þótt fuglar drepist ekki í nokkur ár eftir sjúkdómshrinu.15,26,32 Árið 2007, tveimur árum eftir að sjúkdómshrinur hófust í East Bay, var farið að taka stroksýni úr nefi og gotrauf merktra fugla (fangaðra fyrir varp) til að prófa fyrir P. multocida, og jafnframt tekin blóðsýni til að meta styrk mótefna gegn bakteríunni.42 Árlegur smitstuðull (Rt) lækkaði í línulegu sambandi við árlegan meðalstyrk mótefnis í blóði gegn bakteríunni og hlutfall sýktra fugla lækk- aði sömuleiðis. Smitstuðullinn var 1,5 til 2,5 árin 2007–2009, í kringum 1,0 árin 2010–2012 en síðan reyndist dánartala of lág til að meta smitstuðul árin 2013– 2014. Mótefnaalgengi reyndist vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.