Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
67
Í Eyjafjarðará var einnig „allnokkuð af
Ulothrix zonata á flestum steinum“. Í
tegundaskrá úr þessari rannsókn skráir
Kristín: Ulothrix zonata í 5 lækjum og
ám, U. tenuissima í þremur, U. subti-
lissima, U. moniliformis og U. varia-
bilis í einni. Þær eru allar með vafa-
merki („cf.“), nema U. zonata, sem þó er
óvenjuleg. Hér virðast því hafa fundist
allar sömu tegundir og getið var hjá
frönsku þörungafræðingunum.
Gunnar Steinn Jónsson kannaði þör-
ungagróður í Þingvallavatni 1974–1978,
og samdi prófritgerð um það efni við
Hafnarháskóla.15 Hann greindi tvær
tegundir af ullþræði í vatninu, og lýsir
þeim svo:
Ulothrix tenuissima Kützing: Þver-
mál þráða 10,5–24 µm, lengd frumna
9–12 µm. Þunnveggja, með 1–2
pírenoíðum, oftast einum. Nálgast U.
aequalis Kützing, en skilst frá henni
vegna styttri frumna. Í miklu magni
við yfirborð snemma sumars og sést
allt sumarið.
Ulothrix zonata (Weber & Mohr)
Kützing: Þvermál þráða 14–24 µm,
lengd frumna 26–35,5 µm, veggja-
þykkt 2–3 µm, margir pírenoíðar. Sést
við yfirborð, blönduð við U. tenu-
issima Kützing, snemma sumars.
Í ritgerð Gunnars Steins í Þing-
vallavatnsbókinni frá 19925 skráir hann
þessar sömu tvær Ulothrix-tegundir. Þar
kemur skýrt fram hversu stóran hlut ull-
þræði á í lífríki vatnsins með ströndum
fram. Höfundur skiptir strandgróðr-
inum („epilithic algal communites“)
í þrjú belti eftir magni sýnilegra þör-
unga, þ.e. Ulothrix-belti á 0–0,4 m dýpi,
Nostoc-belti á 0,4–2 m dýpi og Cladopho-
ra-belti þar fyrir neðan. Á 10–20 m dýpi
er kransþörungurinn Nitella opaca víða
ríkjandi og telst því vera botngróður.
Ullþræði byrjar að vaxa í maí, við aðeins
3–4° vatnshita, og nær mestum þroska í
júní og september. Kísilþörungar skipa
stóran sess í öllum þessum gróður-
beltum. (Á bls. 410 í bókinni eru myndir
af Ulothrix-beltinu í Þingvallavatni.
Önnur þeirra er af U. tenuissima á steini
í fjöruborði, rétt eftir ísabrot).
Enginn vafi leikur á því að Ulothrix
zonata og U. tenuissima eru algengar
tegundir í vötnum, lækjum og ám um
land allt. Þeirra var einnig getið í jarð-
hitavatni hjá Starmühlner 1969.16 Ulo-
thrix moniliformis og U. tenerrima eru
að líkindum einnig tíðar í margskonar
stöðuvatni. Vafi leikur hins vegar á um
tegundina U. aequalis og afbrigði hennar.
EIGIN ATHUGANIR
Laxá og Mývatn: Árin 1970 og 1971 kann-
aði ég lífríki Mývatns og Laxár í Suður-
Þingeyjarsýslu, aðallega svif í Mývatni
og rek í ánni, en botn- og strandgróður
var einnig skoðaður og sýnum safnað.
Niðurstöður birtust í riti frá Nátt-
úrugripasafninu á Akureyri 1973.17
Í Laxá var mikill þörungagróður allt
sumarið. Þráðlaga grænþörungar vaxa á
háplöntum við bakka og á hraunnibbum
í ánni. Síðsumars mynda þeir flóka sem
geta orðið nokkrir metrar á lengd, en
slitna þá oft upp eða skiptast í parta
og rekur niður ána. Það er hið alkunna
slý sem veldur veiðimönnum erfið-
leikum þegar það festist á öngla og
snúrur. Algengustu tegundir taldi ég
vera: Rhizoclonium hieroglyphicum
(rótþræði), Ulothrix zonata, Schizogon-
ium (Prasiola) sp., Microspora sp. og
Cladophora sp. Mest var af þeirri fyrst-
nefndu, og víða myndaði hún ein slýið.
Í hægum straumi er allvíða mikið af
Tetraspora sp., (lækjagörn) sem myndar
langa, garnalaga þræði, og Spirogyra
(gormsilki) myndar oft slý í vikum.
í jökulvatni. Á klöppunum í Ljósafossi
neðan við stífluna fannst í maímánuði
mikið af Ulothrix. Um sama leyti
fannst einnig mikið af þessum þör-
ungum í botni Elliðaánna. Af öðrum
ám, þar sem mikið hefur borið á Ulo-
thrix, má nefna: Fagradalsá í Mýrdal
(ágúst), Korpúlfsstaðaá í Mosfellssveit
(maí-september) og Vesturá í Vopna-
firði (september). Auk þess hefur
Ulothrix fundist í Gvendarbrunnum
(júní), við Mývatn (júlí), við Tjörnina í
Reykjavík (júlí) og í smálæk hjá Holti
undir Eyjafjöllum (júlí).
Kristín Aðalsteinsdóttir kannaði lífríki í
ám og lækjum á Akureyri sumarið 1981,
á vegum Náttúrugripasafnsins þar, með
tilliti til mengunar.14 Í Glerá fannst Ulot-
hrix zonata og tvær aðrar tegundir af
sömu kvísl.
Geta má þess að þessi U. zonata var
allsérkennilegur, veggir þráða mjög
þykkir og víða einskonar hné eða liðir
á þráðunum, oftast með 4 frumna
millibili. Þörungur þessarar gerðar
fannst í fleiri vatnsföllum, til dæmis
í Brunná, og var allstaðar skráður
sem U. zonata. Helgi Hallgrímsson
(1973) hefur lýst samskonar afbrigði
úr Laxá.17
Ulothrix úr Þingvallavatni 2019. Líklega tvær tegundir. Um 100-föld stækkun.
Ljósm. Gunnar Steinn Jónsson.