Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 67

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 67 Í Eyjafjarðará var einnig „allnokkuð af Ulothrix zonata á flestum steinum“. Í tegundaskrá úr þessari rannsókn skráir Kristín: Ulothrix zonata í 5 lækjum og ám, U. tenuissima í þremur, U. subti- lissima, U. moniliformis og U. varia- bilis í einni. Þær eru allar með vafa- merki („cf.“), nema U. zonata, sem þó er óvenjuleg. Hér virðast því hafa fundist allar sömu tegundir og getið var hjá frönsku þörungafræðingunum. Gunnar Steinn Jónsson kannaði þör- ungagróður í Þingvallavatni 1974–1978, og samdi prófritgerð um það efni við Hafnarháskóla.15 Hann greindi tvær tegundir af ullþræði í vatninu, og lýsir þeim svo: Ulothrix tenuissima Kützing: Þver- mál þráða 10,5–24 µm, lengd frumna 9–12 µm. Þunnveggja, með 1–2 pírenoíðum, oftast einum. Nálgast U. aequalis Kützing, en skilst frá henni vegna styttri frumna. Í miklu magni við yfirborð snemma sumars og sést allt sumarið. Ulothrix zonata (Weber & Mohr) Kützing: Þvermál þráða 14–24 µm, lengd frumna 26–35,5 µm, veggja- þykkt 2–3 µm, margir pírenoíðar. Sést við yfirborð, blönduð við U. tenu- issima Kützing, snemma sumars. Í ritgerð Gunnars Steins í Þing- vallavatnsbókinni frá 19925 skráir hann þessar sömu tvær Ulothrix-tegundir. Þar kemur skýrt fram hversu stóran hlut ull- þræði á í lífríki vatnsins með ströndum fram. Höfundur skiptir strandgróðr- inum („epilithic algal communites“) í þrjú belti eftir magni sýnilegra þör- unga, þ.e. Ulothrix-belti á 0–0,4 m dýpi, Nostoc-belti á 0,4–2 m dýpi og Cladopho- ra-belti þar fyrir neðan. Á 10–20 m dýpi er kransþörungurinn Nitella opaca víða ríkjandi og telst því vera botngróður. Ullþræði byrjar að vaxa í maí, við aðeins 3–4° vatnshita, og nær mestum þroska í júní og september. Kísilþörungar skipa stóran sess í öllum þessum gróður- beltum. (Á bls. 410 í bókinni eru myndir af Ulothrix-beltinu í Þingvallavatni. Önnur þeirra er af U. tenuissima á steini í fjöruborði, rétt eftir ísabrot). Enginn vafi leikur á því að Ulothrix zonata og U. tenuissima eru algengar tegundir í vötnum, lækjum og ám um land allt. Þeirra var einnig getið í jarð- hitavatni hjá Starmühlner 1969.16 Ulo- thrix moniliformis og U. tenerrima eru að líkindum einnig tíðar í margskonar stöðuvatni. Vafi leikur hins vegar á um tegundina U. aequalis og afbrigði hennar. EIGIN ATHUGANIR Laxá og Mývatn: Árin 1970 og 1971 kann- aði ég lífríki Mývatns og Laxár í Suður- Þingeyjarsýslu, aðallega svif í Mývatni og rek í ánni, en botn- og strandgróður var einnig skoðaður og sýnum safnað. Niðurstöður birtust í riti frá Nátt- úrugripasafninu á Akureyri 1973.17 Í Laxá var mikill þörungagróður allt sumarið. Þráðlaga grænþörungar vaxa á háplöntum við bakka og á hraunnibbum í ánni. Síðsumars mynda þeir flóka sem geta orðið nokkrir metrar á lengd, en slitna þá oft upp eða skiptast í parta og rekur niður ána. Það er hið alkunna slý sem veldur veiðimönnum erfið- leikum þegar það festist á öngla og snúrur. Algengustu tegundir taldi ég vera: Rhizoclonium hieroglyphicum (rótþræði), Ulothrix zonata, Schizogon- ium (Prasiola) sp., Microspora sp. og Cladophora sp. Mest var af þeirri fyrst- nefndu, og víða myndaði hún ein slýið. Í hægum straumi er allvíða mikið af Tetraspora sp., (lækjagörn) sem myndar langa, garnalaga þræði, og Spirogyra (gormsilki) myndar oft slý í vikum. í jökulvatni. Á klöppunum í Ljósafossi neðan við stífluna fannst í maímánuði mikið af Ulothrix. Um sama leyti fannst einnig mikið af þessum þör- ungum í botni Elliðaánna. Af öðrum ám, þar sem mikið hefur borið á Ulo- thrix, má nefna: Fagradalsá í Mýrdal (ágúst), Korpúlfsstaðaá í Mosfellssveit (maí-september) og Vesturá í Vopna- firði (september). Auk þess hefur Ulothrix fundist í Gvendarbrunnum (júní), við Mývatn (júlí), við Tjörnina í Reykjavík (júlí) og í smálæk hjá Holti undir Eyjafjöllum (júlí). Kristín Aðalsteinsdóttir kannaði lífríki í ám og lækjum á Akureyri sumarið 1981, á vegum Náttúrugripasafnsins þar, með tilliti til mengunar.14 Í Glerá fannst Ulot- hrix zonata og tvær aðrar tegundir af sömu kvísl. Geta má þess að þessi U. zonata var allsérkennilegur, veggir þráða mjög þykkir og víða einskonar hné eða liðir á þráðunum, oftast með 4 frumna millibili. Þörungur þessarar gerðar fannst í fleiri vatnsföllum, til dæmis í Brunná, og var allstaðar skráður sem U. zonata. Helgi Hallgrímsson (1973) hefur lýst samskonar afbrigði úr Laxá.17 Ulothrix úr Þingvallavatni 2019. Líklega tvær tegundir. Um 100-föld stækkun. Ljósm. Gunnar Steinn Jónsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.