Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 34
Náttúrufræðingurinn 34 Ritrýnd grein / Peer reviewed og nágrenni. Við skoðun á þessu yfirliti kemur vel í ljós frumkvæði erlendra manna að mörgum hálendisferðum hér- lendis framan af þessu tímabili, ekki síst á Vatnajökul. Segja má að undir lok 18. aldar hafi erlendir landmælingamenn riðið á vaðið í ferðum um ótroðnar slóðir hérlendis. Ber þar að nefna Norðmanninn Hans Frisak (1773–1834) sem hér starfaði í tólf ár samfellt, 1803–1814, að strand- mælingum, þar á meðal við sunnan- verðan Vatnajökul. Hann gekk ásamt fylgdarmanni á Hnapp vestari (1851 m) í Öræfajökli 19. júlí 1813. Frisak hélt dag- bók um ferðir sínar.35 Framhald á því starfi var síðan kortlagning Björns Gunn- laugssonar fyrir miðja 19. öld uns við tók um aldamótin 1900 vinna á vegum danska herforingjaráðsins og Geodætisk Institut (16. mynd). Henni lauk farsæl- lega árið 1943 með heildarkortlagningu alls landsins. Því verðmæta framlagi verða ekki gerð hér frekari skil en á hinn bóginn stiklað á ferðum útlendra fjallgöngumanna og jarðfræðinga inn á Vatnajökul frá árinu 1875 að telja fram um miðja 20. öld og rannsóknum þeirra á jaðarsvæðum hans, að Öræfajökli með- töldum (17. mynd). Upphafið markast af alkunnri ferð Englendingsins Williams Lords Watts (1851–1920) norður yfir Vatnajökul í fylgd vaskra Íslendinga undir forystu Páls jökuls Pálssonar árið 1875 og Páls- fjall er nefnt eftir.36 Í formála að riti sínu segist Watts tala um sína fimm íslensku félaga eins og sjálfan sig. – „Því bið ég alla að gæta þess, að hvernig svo sem þeir meta för vora, ber mér ekki meiri orðstír en þeim, hinum hraustu drengjum, sem fylgdu mér og reyndu með mér háska og mannraunir.“ Það sama á eflaust við um flesta fylgdar- menn útlendinga í slíkum ferðum. Hinn 17. ágúst 1891 náði breskur ferðalangur, Frederick Howell (1857– 1901), að komast upp á Hvannadals- hnjúk, fyrstur manna svo vitað sé. Fyrr í sömu ferð klifraði Howell upp á vest- ari Hnapp og sá þaðan að Hvannadals- hnjúkur myndi vera hærri.37 Howell var flinkur teiknari og ljósmyndari og eftir hann kom út ritið Icelandic pict- ures drawn with pen and pencil.38 Hann drukknaði í Héraðsvötnum 1901 og er jarðsettur að Miklabæ. Þeim fjölg- 14. mynd. Papafjörður, Brunnhorn og Kamphorn sunnan Lóns. Til hægri skarðið Kex, leið yfir í Hornsvík þar sem var mikið útræði. – Papafjörður with picturesque peaks south of Lón. The pass Kex to the right leads to Hornsvík, an old fishing place. Ljósmynd/ Photo: Hjörleifur Guttormsson, 29. ágúst 1989. 15. mynd. Skinneyjarhöfði á Mýrum með útræði frá Höfðasandi í Skinneyjarvík. Bæir á Mörk í Suðursveit og fjallgarðurinn vest- an Staðardals. – Skinneyjarhöfði with small boats rowing from Höfðasandur east of the cape. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson, 29. ágúst 1989.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.