Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn
20
Ritrýnd grein / Peer reviewed
6. mynd. Súluhraukur á Langakambi á Hornströndum sumurin 2017–2020. – A nest of Northern Gannet at Langikambur in the Hornstrandir
Nature Reserve (NW-Iceland) in summers 2017–2020. Ljósm./Photo: Cristian Gallo.
skaga. Þar hefur súlubyggðin lítið
breyst, að minnsta kosti eftir 1983.1,4,5
Í ljósi stofnaukningar er ekki óvænt
að nýjar byggðir myndist. Undanfarna
áratugi hafa súlur verið að nema nýjar
varpstöðvar norðar við austanvert
Atlantshaf, svo sem norður með Noregs-
ströndum og allt til Kólaskaga í Rúss-
landi. Þar hafa myndast nýjar byggðir
síðustu áratugi, sumar þó lagst af aftur.23
Vel kann að vera að þetta gerist á Horn-
ströndum þegar fram líða stundir. Væri
ánægjulegt ef ný fuglategund hreiðraði
um sig í friðlandinu til frambúðar.
Nýjar tilraunir til súlu-
varps á Hornströndum
Langikambur er um 280 km frá næstu
súluvarpstöð á Norðurlandi, í Rauða-
núpi á Melrakkasléttu, og 370 km frá
þeirri næstu sunnan við, í Eldey (sbr. 1.
og 2. mynd). Súlur sjást allt í kringum
land á sumrin. Á Hornströndum má
helst búast við geldfuglum sem enn eru
óbundnir ákveðnum varpbyggðum en
súlur verpa ekki fyrr en þær eru 4–5
ára.24 Varpfuglar fljúga á annað hund-
rað kílómetra frá varpstöð í leit að æti.25
Fjarlægðir frá núverandi súluvarp-
stöðvum til Hornstranda eru mun meiri
en því nemur.
Súluhraukur fannst á Langakambi
2014, og á sama stað öll árin frá 2016
til 2020. Nokkuð ljóst má vera að milli
sumra hafi hreiðurefni fokið eða skolast
burt í vetrarveðrum. Nýju hreiðri virðist
því hafa verið hróflað upp á hverju ári.
Algengast er að notaðir súluhraukar séu
30–40 cm á hæð. Hreiðurgerð er hins
vegar óásjálegri hjá fuglum sem verpa
í fyrsta sinn og sama virðist hafa verið
tilfellið á Langakambi. Varp hefur enn
ekki tekist þar. Ef svo væri hefðu ungar
verið komnir þegar flestar athuganir
fóru fram, í ljósi þess að aðalvarptími
súlna við Ísland er í apríl.20 Hugsan-
legt er að þarna sé of mikil truflun. Fólk
getur gengið fast að hreiðurstaðnum,
að ekki sé talað um refi sem eru einkar
algengir á þessum slóðum.17–18 Refir
eða önnur landspendýr (að mannfólki
undanskildu) komast ekki að öðrum
súluvarpstöðum við Ísland til að ræna
eggjum eða ungum. Súlur eru reyndar
stórir fuglar með beitt nef og gætu hugs-
anlega varið hreiður sitt fyrir slíkum
rándýrum. Fuglar geta á hinn bóginn
tekið súluegg í öllum súlubyggðum.
Eggin eru hvít og því frekar áber-
andi þegar hreiðurfuglarnir eru ekki á
staðnum. Hingað til hafa engin egg sést
í hreiðri á Langakambi.
Súluvarp á Hornströndum
fyrr á öldum
Örnefnið Súlnastapi (einnig er til heitið
Súlustapi) vísar eflaust til fuglanna
og bendir til þess að þarna hafi súlur
orpið fyrrum. Súluvarp er til dæmis í
Súlnaskeri í Vestmannaeyjum og hefur
verið lengi (8.925 hreiður árið 20145).
Þrátt fyrir það er möguleiki að skerið
3.7.2017 28.6.2018
27.6.2019 2.7.2020