Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 54
Náttúrufræðingurinn
54
Ritrýnd grein / Peer reviewed
nytjuð og æðarbændur verða fyrstir
varir við sjúkdómshrinur. Því er mikil-
vægt að æðarbændur og landeigendur
þekki einkenni fuglakóleru og annarra
smitsjúkdóma í villtum fuglum.4 Í þessu
sambandi má líka nefna landverði og
starfsmenn rannsóknarstofnana.
Fjöldafellir í villtum fuglum hefur
verið skráður nokkrum sinnum hér-
lendis, en yfirleitt hafa dauðsföllin
stafað af ætisskorti, grútarmengun eða
óþekktum orsökum.49 Það háir okkur
á Íslandi að engir fuglafræðingar hér-
lendis eru sérmenntaðir í sjúkdómum
villtra fugla. Dýralæknar starfa vissu-
lega á Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði á Keldum og á Mat-
vælastofnun (MAST) en þjálfun þeirra
og reynsla miðast einkum við sjúkdóma
í búfé en ekki í villtum dýrum. Lífs-
hættir og lífeðlisfræðileg einkenni fugla
geta verið mismunandi eftir tegundum,
einkum milli alifugla og villtra fugla,
og fjölmargir vistfræðilegir þættir hafa
áhrif á sjúkdóma í villtum dýrum, svo
sem ferðir og stofnþéttleiki. Sérfræði-
þekking á þessum þáttum er nauðsynleg
til að geta gefið ráð, greint sjúkdóma og
metið faraldsfræðilega þætti.
Tilraunir til að meta stofnvistfræði-
leg áhrif fuglakóleru hafa ekki verið
margar, en sumar hafa skilað árangri, og
þá aðallega með rannsóknum í varpi. Þá
hefur 1) verið metin lágmarks dánartala
út frá fjölda hræja sem finnast á varp-
stað, og hún notuð sem vísitala á dánar-
tölu (sem hlutfall af metnum fjölda varp-
fugla sama ár), og síðan 2) lífslíkur úr
rannsóknum á merktum einstaklingum,
þar sem menn bera saman ár „með“ og
„án“ fuglakóleru. Slík áraskipting er þó
háð óvissu, því að ár „með“ fuglakóleru
einkennast af dauðsföllum sem menn
verða greinilega varir og jafnvel er hægt
að kryfja hræ til að staðfesta sjúkdóm-
inn, en erfitt er að vita með vissu hvort
árin „án“ fuglakóleru eru í raun alveg
sjúkdómslaus eða sýking væg þannig að
hennar verður ekki vart.
Samuel o.fl.9 (bls 259–260) fara yfir
helstu vandamál við mat á dánartölu og
áhrifum á stofna. Óvissuþættirnir eru
sagðir margir: Áhrif fuglakóleru eru
breytileg eftir algengi tegunda, fjölda
einstaklinga sem hætt er við sýkingu,
móttæki einstaklinga eða tegundar eða
þá atferli þeirra. Þarna bætast óvissu-
þættir fuglakóleru ofan á óvissuþætti
og áskoranir við stofnmat, talningu og
skekkjur við mat á dánartölu og lífslíkum.
Meðal óvissuþátta sem höfundarnir telja
upp eru breytileiki í smithættu eftir
svæðum, skekkja af völdum þess að nota
fjölda hræja sem vísitölu um dauðs-
föll, hreyfanleiki sýktra fugla áður en
þeir veikjast, breytileiki í smithættu og
dauðsföllum o.fl. Fuglakólera getur haft
staðbundin áhrif á fuglastofn en erfitt er
að meta áhrifin nákvæmlega nema þau
eigi sér stað utan fartíma. Engin þekkt
dæmi um meiri háttar fækkun eða hrun
í fuglastofni (heims- eða heimsálfuút-
breiðslu) hafa verið rakin til fuglakóleru
en mörg dæmi eru um staðbundin áhrif.
SUMMARY
Avian cholera in wild birds and
its effects on eider colonies
The first avian cholera outbreaks in wild
birds in Iceland occurred at the eider col-
ony Hraun, North Iceland, in the springs
2018 and 2019. Avian cholera is caused
by the bacteria Pasteurella multocida and
is one of the most fatal diseases in wild
birds. Outbreaks can kill large numbers
of birds within days, often without any
visible signs of illness.
Living infected birds carry avian chol-
era and it also is widely held that con-
tamination of the environment causes
the enzootic nature of the disease,
explaining its persistent re-occurrence
in the same locations year after year. In
eider colonies, 30–90% of breeding birds
can be killed within a breeding season.
Research on avian cholera has shown
effects on survival and annual varia-
tion in breeding success and health of
individuals. The disease seems to abate
within a few years, as exampled by eider
colonies in Canada (2005–2014) and
Denmark (1996–2008).
There are only limited mitigation
efforts possible. A primary concern is to
limit further spread of the disease and to
avoid escalating the spread of infected
birds. People should employ general pro-
tective measures (antisepsis) and if avian
cholera is suspected, bring carcasses
to a necropsy lab for analysis with help
from veterinarians. Weakened and dead
birds are the primary source of further
infections, and thus, prompt collection
of carcasses in the wake of an outbreak
remains the primary mitigation measure.
Grant Gilchrist, Michael D. Samuel, Merete Rabølle og Rune Tjørnløv svöruðu
greiðlega spurningum í tölvupósti um fuglakóleru í Kanada, Bandaríkjunum, á
Hrauni og í Danmörku. Brigitte Brugger, Gunnsteinn Haraldsson, Höskuldur
Þráinsson, Sigríður Magnúsdóttir og Tómas Grétar Gunnarsson lásu yfir handrit
og komu með gagnlegar ábendingar. Auður L. Arnþórsdóttir og Hrefna Sigurjóns-
dóttir ráðlögðu um þýðingar á enskum hugtökum í faraldsfræði og atferlisfræði.
Grant Gilchrist, Holly Hennin, Stephane Lair og Catherine Soos útveguðu myndir
frá Kanada. Ábúendum á Hrauni þakka ég sérstaklega fyrir veittar upplýsingar og
lán á ljósmyndum.
ÞAKKIR
1. Feykir 2018, 20.6. Æðarfugladauði á Hrauni á Skaga. Vefsetur Feykis. Slóð:
https://www.feykir.is/is/frettir/aedarfugladaudi-a-hrauni-a-skaga
2. Matvælastofnun 2018, 20.6. Æðarfugladauði. Vefsetur Matvælastofnunar. Slóð:
https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/aearfugladaui
3. Bjarni Rúnarsson 2019, 1.10. Fuglakólera hefur drepið 900 æðarkollur. Vefsetur
RÚV. Slóð: https://www.ruv.is/frett/fuglakolera-hefur-drepid-900-aedarkollur
4. Æðarræktarfélag Íslands á.á. Fuglakólera og æðarfuglinn. Á vefsetri félagsins.
Slóð (skoðað 2.2. 2021): http://icelandeider.is/?page_id=3476
5. Guðmundur Gíslason & Halldór Vigfússon 1948. Fuglakólera. Freyr 43. 57–59.
HEIMILDIR
Nokkur alþjóðahugtök sem koma við sögu í greininni:
blóðeitrun – e. septicemia;
eitilfruma – e. lymphocyte;
hlutur sem ber smit – e. fomite;
margsæknar hvítfrumur – e. heterophils;
landlægur (um sjúkdóma) – e. enzootic;
lífræn eiturefni – e. biotoxins;
mótefnaalgengi – e. seroprevalence;
ónæmissvörun – e. immune response;
sermisrannsókn – e. serological test;
sjúkdómshrina – e. outbreak;
staðbundnar vefjaskemmdir – e. pinpoint lesions;
streituþol – e. stress tolerance.