Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5 Ritrýnd grein / Peer reviewed INNGANGUR Þorskur, Gadus morhua L., (1. mynd) er mikilvægasta tegund botnfiska á Íslandsmiðum, bæði í efnahagslegu og vistfræðilegu tilliti. Þorskveiðar hafa verið stundaðar við Ísland frá upphafi búsetu. Mestur var þorskaflinn árið 1954 þegar hann fór í tæp 550 þúsund tonn en á síðustu árum hefur hann verið um 260 þúsund tonn.1 Þorskur finnst allt í kringum landið á allt að 600–700 m dýpi2 en þéttleiki hans er mismunandi eftir svæðum og árstímum. Aðalhrygningarsvæði þorsks eru fyrir sunnan og suðvestan landið3 en hann hrygnir einnig á öðrum svæðum. Egg og lirfur berast með straumum á uppeldissvæði sem eru fyrir vestan, Göngur og atferli þorsks: Þorskmerkingar við Ísland í rúma öld Ingibjörg G. Jónsdóttir, Jón Sólmundsson, Einar Hjörleifsson, Magnús Thorlacius og Hjalti Karlsson ÞORSKUR finnst allt í kringum Ísland og getur hann synt töluverða vegalengd á milli svæða, svo sem frá hrygningarsvæði yfir á fæðusvæði eða frá uppeldis- svæði að hrygningarsvæði. Merkingar hafa verið notaðar til að skoða göngur fiska og var fyrsti þorskurinn merktur við Ísland árið 1904. Merkingar hafa sýnt að eftir hrygningu við suðurströndina leitar þorskur aðallega á fæðusvæði norð- vestur og austur af landinu. Með niðurstöðum úr rafeindamerkjum hefur verið greint á milli tveggja atferlisgerða þorsks, annars vegar er grunnfarsþorskur, hins vegar djúpfarsþorskur. Grunnfarsþorskar halda sig á minna en 200 m dýpi allt árið en djúpfarsþorskar halda sig í hitaskilunum á fæðutíma þar sem töluverður breytileiki er í dýpi og hitastigi. Almennt sýnir þorskur tryggð við hrygningarsvæðin og heimasvæði þorsks sem hrygnir á mismunandi svæðum skarast oft lítið. Þorskur sem merktur er við Ísland endurheimtist sjaldan fyrir utan íslenska landhelgi en þorskar merktir við Grænland endurheimtast reglu- lega við Ísland. Egg og lirfur rekur með straumum frá hrygningarsvæðum við Ísland til Grænlands og þegar kynþroska er náð kemur þorskurinn til Íslands til að hrygna. Í þessari grein er fjallað um merkingar á þorski við Ísland og hvaða upplýsingar þær hafa veitt um far, atferli og stofngerð íslenska þorsksins á síðustu 100 árum. 1. mynd. Þorskur, Gadus morhua. – Atlantic Cod Gadus morhua. Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir, Hafrannsóknastofnun. Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 5–15, 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.