Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5 Ritrýnd grein / Peer reviewed INNGANGUR Þorskur, Gadus morhua L., (1. mynd) er mikilvægasta tegund botnfiska á Íslandsmiðum, bæði í efnahagslegu og vistfræðilegu tilliti. Þorskveiðar hafa verið stundaðar við Ísland frá upphafi búsetu. Mestur var þorskaflinn árið 1954 þegar hann fór í tæp 550 þúsund tonn en á síðustu árum hefur hann verið um 260 þúsund tonn.1 Þorskur finnst allt í kringum landið á allt að 600–700 m dýpi2 en þéttleiki hans er mismunandi eftir svæðum og árstímum. Aðalhrygningarsvæði þorsks eru fyrir sunnan og suðvestan landið3 en hann hrygnir einnig á öðrum svæðum. Egg og lirfur berast með straumum á uppeldissvæði sem eru fyrir vestan, Göngur og atferli þorsks: Þorskmerkingar við Ísland í rúma öld Ingibjörg G. Jónsdóttir, Jón Sólmundsson, Einar Hjörleifsson, Magnús Thorlacius og Hjalti Karlsson ÞORSKUR finnst allt í kringum Ísland og getur hann synt töluverða vegalengd á milli svæða, svo sem frá hrygningarsvæði yfir á fæðusvæði eða frá uppeldis- svæði að hrygningarsvæði. Merkingar hafa verið notaðar til að skoða göngur fiska og var fyrsti þorskurinn merktur við Ísland árið 1904. Merkingar hafa sýnt að eftir hrygningu við suðurströndina leitar þorskur aðallega á fæðusvæði norð- vestur og austur af landinu. Með niðurstöðum úr rafeindamerkjum hefur verið greint á milli tveggja atferlisgerða þorsks, annars vegar er grunnfarsþorskur, hins vegar djúpfarsþorskur. Grunnfarsþorskar halda sig á minna en 200 m dýpi allt árið en djúpfarsþorskar halda sig í hitaskilunum á fæðutíma þar sem töluverður breytileiki er í dýpi og hitastigi. Almennt sýnir þorskur tryggð við hrygningarsvæðin og heimasvæði þorsks sem hrygnir á mismunandi svæðum skarast oft lítið. Þorskur sem merktur er við Ísland endurheimtist sjaldan fyrir utan íslenska landhelgi en þorskar merktir við Grænland endurheimtast reglu- lega við Ísland. Egg og lirfur rekur með straumum frá hrygningarsvæðum við Ísland til Grænlands og þegar kynþroska er náð kemur þorskurinn til Íslands til að hrygna. Í þessari grein er fjallað um merkingar á þorski við Ísland og hvaða upplýsingar þær hafa veitt um far, atferli og stofngerð íslenska þorsksins á síðustu 100 árum. 1. mynd. Þorskur, Gadus morhua. – Atlantic Cod Gadus morhua. Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir, Hafrannsóknastofnun. Náttúrufræðingurinn 91 (1–2) bls. 5–15, 2021

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.