Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 48
Náttúrufræðingurinn 48 Ritrýnd grein / Peer reviewed Fuglakólera í villtum fuglum Fyrstu þekktu tilfelli P. multocida í villtum fuglum urðu í Kaliforníu og Texas í Bandaríkjunum upp úr 1940 og er talið að bakterían hafi borist úr ali- fuglahræjum sem í þá daga var fargað ógætilega.8 Á áttunda áratug aldarinnar er talið að bakterían hafi borist með andfuglum frá svæðum þar sem hún var áður landlæg og dreifst þannig víðs vegar um Norður-Ameríku.9 Fuglakólera hefur valdið miklum áhyggjum við verndun og nýtingu villtra fugla í Norður-Ameríku síðan á áttunda áratugnum.7,9 Fuglakólera er einn skæðasti sjúkdómurinn í villtum fuglum ásamt bótulisma (Clostridium botulinum), veirugarnabólgu (e. duck plague eða duck virus enteretis) og blýeitrun.12,13 Alls eru þekktir í villtum fuglum tólf veirusjúkdómar að minnsta kosti, níu bakteríu- eða sveppasjúk- dómar og þrír sjúkdómar af völdum líf- rænna eiturefna.13,14 Upphaflega var talið að fuglakólera tengdist vetrarsvæðum andfugla (Ana- tidae) en nú er vitað að sjúkdómur- inn getur brotist út á vetrar- eða varp- stöðvum hjá fjölda fuglategunda. Í verstu sjúkdómshrinunum í Norður- Ameríku hafa drepist 70 til 100 þús- und fuglar í einu.7 Fuglakólera hefur nú fundist í yfir 180 fuglategundum og hefur valdið dauðsföllum í varpi meðal æðarfugla, albatrosa (Diomedeidae), skarfa (Phalacrocoracidae), svartfugla (Alcidae), kjóa (Stercorariidae), máfa (Laridae), mörgæsa (Spheniscidae) og fleiri tegunda.7,9,10,15 Af þessari upptaln- ingu má ráða að stórir hópar farfugla sem nýta afmörkuð svæði og tegundir sem verpa þétt í byggðum séu útsettir fyrir sýkingu. Líklega geta allar tegundir fugla sýkst af völdum P. multocida við ákveðin skilyrði, þótt sýking hafi hingað til verið algengari í vissum hópum.7,9 Bakterían hefur líka fundist í fjölda spendýra, svo sem í flestum húsdýrum, hjartardýrum, kjötætum, nagdýrum, hreifadýrum og kanínum.7 HVERNIG SMITAST FUGLAKÓLERA? Eitt erfiðasta viðfangsefni þeirra sem rannsaka fuglakóleru er að ákvarða upptök eða uppsprettu P. multocida og finna smitleiðirnar.8 Ein tilgátan er að fuglar smitist beint í nánd við sýkta fugla, jafnvel einkennalausa, sem eru smitberar.8,11,16,17 Afdrif smitbera til lengri tíma eru ekki þekkt og heldur ekki ljóst hvort hraustir einstak- lingar bera smit og þá hve lengi áður en þeir veikjast. Talið er að loftborið smit sé mögulegt og einnig að fuglar geti smitast af vatni sem inniheldur bakteríuna.7,17 Bera villtir fuglar sjúkdóminn? Lengi vel tókst ekki að sýna fram á að villtir fuglar væru uppspretta P. multocida þótt menn grunaði það sterklega.12 Fuglakólera braust oft út við komu ákveðinna farfugla, einkum snjógæsa (Chen caerulescens), á far- stöðvar í Norður-Ameríku og fyrir vikið vaknaði grunur um að þær væru smitberar. Gerð var sermisrannsókn, sem er rannsókn á blóðvökva, á vetr- arstöðvunum á Playa Lakes-svæðinu (Leirutjarnarsvæðinub) í Bandaríkj- unum veturna 2000–2001 og 2001– 2002.8 Leirutjarnarsvæðið er mikilvæg vetrar- og farstöð andfugla í Norður- Ameríku og hundruð þúsunda farfugla fara þar um á hverju ári. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða hvort snjógæs og mjall- 2. mynd. Við krufningu koma í ljós ýmis einkenni sem benda til fuglakóleru. Þau þarf þó alltaf að staðfesta með því að rækta bakteríuna. Vinstri myndin sýnir punktblæðingar í lifur æðarkollu sem fannst dauð á hreiðri. Þær koma fram sem gulir og hvítir punktar í lifrarvefnum. Á hægri myndinni sést að fuglinn er með talsverða iðrafitu. Fuglar sem deyja af völdum fuglakóleru eru oftast í ágætu líkamlegu ástandi. Athugið að vefjaskemmdir á hjarta og lungum geta stafað af öðru en fuglakóleru, svo sem frystingu hræja. – Left photo shows the liver of a female eider, found dead on her nest. Numerous variously sized yellow to white necrotic foci (spots) are distributed throughout the hepatic parenchyma. Right photo shows the abundant pericardial fat reserve, characteristic of avian cholera, where dead birds usually are in favourable body condition. Note that tissue damage to lungs and heart can be explained by artefactual factors such as freezing of carcasses. Ljósm./Photos: Stephane Lair, Háskólanum í Montréal / Université de Montréal. b Playa Lakes-svæðið nær yfir norðvesturhluta Texasfylkis, austasta hluta Nýja-Mexíkós, vestasta hluta Oklahóma og suðvesturhorn Kansas- fylkis. Hér er miðað við skilgreiningu Samuel o.fl. frá 20058 en stundum er talað um stærra svæði sem nær þá líka inn í Nebraska og jafnvel Wyoming, sjá á vefsetri verndarsamtaka Leirutjarnarsvæðisins: https://pljv.org/about-us/our-location/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.