Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 46 Ritrýnd grein / Peer reviewed Fuglakólera í villtum fuglum og áhrif hennar á æðarvörp Jón Einar Jónsson FYRSTU ÞEKKTU sjúkdómshrinur fuglakóleru í villtum fuglum á Íslandi leiddu til fjöldadauða í æðarvarpinu á Hrauni á Skaga 2018 og 2019. Fuglakólera er bakteríusýking af völdum Pasteurella multocida og sjúkdómurinn er einn af þeim skæðustu sem herjar á villta fugla. Oftast drepast margir fuglar skyndilega án sýnilegra ytri einkenna, enda erfitt að greina slík einkenni þegar sýktir fuglar deyja eftir nokkurra daga veikindi. Talið er að heilbrigðir einstaklingar séu smitberar. Þrátt fyrir takmarkaðan líftíma bakteríunnar í vatni hafa menn ekki kom- ist að niðurstöðu um hvort útbreiðsla sýkingarinnar stafi fremur frá lifandi fuglum sem smitberum eða getu bakt- eríunnar til að varðveitast í umhverfinu. Erfitt er að útloka að bakterían varðveitist í umhverfinu vegna endurtekinna, árvissra sjúkdómshrina á mörgum svæðum. Fuglakólera hefur valdið dauðsföllum í æðarvörpum í Norður- Ameríku síðan um 1960 og í Evrópu síðan 1991. Á bilinu 30–90% æðarfugla í varpi geta drepist í sömu sjúkdómshrinu. Rannsóknir hafa sýnt að sjúkdómurinn hefur áhrif á lífslíkur, á árlegan breytileika í varpárangri og á heilsufar æðarkollna. Oftast gengur sjúkdómurinn yfir á nokkrum árum. Þekktar mótvægisaðgerðir eru fáar en brýnast er að hindra að sýktir fuglar beri sjúkdóminn víðar. Gæta þarf að smitvörnum og koma hræjum til greiningar með aðstoð dýralæknis. Las- burða fuglar eða dauðir eru líklegasta uppspretta frekara smits og því er æskilegt að fjarlægja þá og farga jafnóðum og þeir finnast. Þá er ráðlagt að leita hræja helst daglega á meðan sjúkdómshrina stendur yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.