Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 46
Náttúrufræðingurinn 46 Ritrýnd grein / Peer reviewed Fuglakólera í villtum fuglum og áhrif hennar á æðarvörp Jón Einar Jónsson FYRSTU ÞEKKTU sjúkdómshrinur fuglakóleru í villtum fuglum á Íslandi leiddu til fjöldadauða í æðarvarpinu á Hrauni á Skaga 2018 og 2019. Fuglakólera er bakteríusýking af völdum Pasteurella multocida og sjúkdómurinn er einn af þeim skæðustu sem herjar á villta fugla. Oftast drepast margir fuglar skyndilega án sýnilegra ytri einkenna, enda erfitt að greina slík einkenni þegar sýktir fuglar deyja eftir nokkurra daga veikindi. Talið er að heilbrigðir einstaklingar séu smitberar. Þrátt fyrir takmarkaðan líftíma bakteríunnar í vatni hafa menn ekki kom- ist að niðurstöðu um hvort útbreiðsla sýkingarinnar stafi fremur frá lifandi fuglum sem smitberum eða getu bakt- eríunnar til að varðveitast í umhverfinu. Erfitt er að útloka að bakterían varðveitist í umhverfinu vegna endurtekinna, árvissra sjúkdómshrina á mörgum svæðum. Fuglakólera hefur valdið dauðsföllum í æðarvörpum í Norður- Ameríku síðan um 1960 og í Evrópu síðan 1991. Á bilinu 30–90% æðarfugla í varpi geta drepist í sömu sjúkdómshrinu. Rannsóknir hafa sýnt að sjúkdómurinn hefur áhrif á lífslíkur, á árlegan breytileika í varpárangri og á heilsufar æðarkollna. Oftast gengur sjúkdómurinn yfir á nokkrum árum. Þekktar mótvægisaðgerðir eru fáar en brýnast er að hindra að sýktir fuglar beri sjúkdóminn víðar. Gæta þarf að smitvörnum og koma hræjum til greiningar með aðstoð dýralæknis. Las- burða fuglar eða dauðir eru líklegasta uppspretta frekara smits og því er æskilegt að fjarlægja þá og farga jafnóðum og þeir finnast. Þá er ráðlagt að leita hræja helst daglega á meðan sjúkdómshrina stendur yfir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.