Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2021, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 32 Ritrýnd grein / Peer reviewed verðri Bárðarbungu þar sem þeir fengu frábært útsýni áður þeir héldu niður af jöklinum við Kistufell.13 Um ferð þeirra félaga og tengsl Bárðarbungu við Gríms- vötn hefur Bryndís Brandsdóttir ritað afar fróðlega grein.25 Sigurður Þórarinsson telur auðsætt af ummælum nafna síns að hann hafi talið Grímsvötn vera eldstöðvar í Vatna- jökli.17 Einnig bera tilvitnuð ummæli með sér að menn hafi séð Grímsvötn í návígi, því að annars hefði vellandi hverum þar „alla tíð“ varla verið lýst. Svona nákvæm lýsing getur því vart verið einber tilgáta. Hafa ber í huga að Sigurður Gunnarsson þekkti hálendið manna best af eigin raun á sinni tíð, spurðist skipulega fyrir hjá mörgum þar sem eigin þekkingu þraut og hélt að auki til haga gömlum frásögnum. Önnur dæmi sem Sigurður Þórarins- son tilfærir, eins og áreiðanlegar mæl- ingar gerðar á Hallormsstað á gosmekki frá eldsuppkomu í Vatnajökli 1883, segir hann staðfesta að á seinni hluta 19. aldar hafi Skaftfellingar og Austfirðingar vitað gjörla um hvar Grímsvatna væri að leita í jöklinum. Um þetta tekur hann þannig til orða: Grímsvötn höfðu því verið nákvæm- lega staðsett hálfum fjórða áratug áður en Ygberg og Wadell komu að þeim, en um þessa staðsetningu mun þeim hafa verið ókunnugt, enda þótt hennar sé getið í eldfjallasögu Thoroddsens.17 Hann segir því með réttu um sænsku jarðfræðinemana Ygberg og Wadell að þeir „endurfundu þessar eldstöðvar“. LEIÐIR AUSTAN JÖKULS UM NORÐLINGAVÖÐ Eins og að framan greinir áttu Norð- lendingar og Fljótsdælingar leið suður yfir jökul til verstöðva í Hálsahöfn og víðar. Munnmæli herma jafnframt að þeir hafi róið frá Hvalnesi og Horni. Af örnefnunum Norðlingavað á Víðidalsá og Jökulsá í Lóni, sbr. 1. mynd í 2. grein, má marka að ein leið til verstöðvanna í Austur-Skaftafellssýslu hafi legið suður með austurrönd Vatnajökuls.2 „Suðvestan við Þrándarjökul, yfir Kollumúlaheiði, er mjög afleitur vegur úr Fljótsdal til SSA niður í Lónsveitina,“ segir Sveinn Pálsson í Jöklariti sínu frá 1794.6 Í ritgerð sinni „Örnefni frá Axar- firði að Skeiðará“26 minnir Sigurður Gunnarsson á þau orð Droplaugar- sona sögu sem vitnað var til í upphafi þessarar greinasyrpu, að Ingjaldur og Þorkell trani hafi farið heiman um vorið ið efra suður um jökla og komið ofan í Hornafjörð. Undir þau tekur Sigurður og segir að vel megi fara „bæði ofan við bygðina í Fljótsdal inn Fljótsdalsheiði, og svo yfir Vatnajökul austan til, fyrir ofan (ↄ: fyrir vestan) Álptafjörð og Lón, suðr í Hornafjörð. Þetta er vel fært enn, og ekki lángt.“ Þetta svæði þekkti Sigurður af eigin raun, meðal annars eftir ferð til Suður- fjarða um Hraun vestan Þrándarjökuls. Stuttu síðar, 1886, fór tengdasonur hans, séra Jón Jónsson prestur í Bjarnanesi og síðar á Stafafelli (11. mynd), fyrstur manna svo staðfest sé yfir Hraun úr Lóni austur í Fljótsdal.27 Þessari leið austan jökuls kynntist svo Þorvaldur Thoroddsen nokkru síðar og segir í ferðabók sinni: Austan jökla lá vegur niður um Kollumúla og Kjarrdalsheiði og yfir Víði- dalsá og Jökulsá á Norðlingavöðum, sem enn eru svo kölluð [sjá 12. og 13. mynd]. Hefir þessi leið verið farin af þeim, sem ætluðu í Lón, og eins af þeim, sem ætluðu í syðri verstöðvar, þegar vegur og færð hindruðu jök- ulferðir. Það er ekki óhugsanlegt að hinn mikli gangur, sem kom í Brúar- jökul og líklega í nálæga jökla 1625, hafi gert hina fornu leið ófæra vegna jökulsprungna, svo ferðir yfir jökulinn lögðust niður. Uppi á aðaljöklinum er enn bezti vegur, með góðri færð og björtu veðri.28 11. mynd. Jón Jónsson (1849–1920). Prestur, fræðimaður og alþingismaður 1885 og 1892– 1900. – Priest, scholar and parliamentarian. 12. mynd. Frá Kollumúla norðvestur yfir Hraun til Geldingafells og Snæfells. Tröllakrókahnaus ber undir Snæfell. Suðurtungnajökull vestan Jökulsár til vinstri. – A view from Kollumúli north- west over Hraun to Geldingafell and Snæfell. Tröllakrókahnaus. Suðurtungnajökull west of Jökulsá to the left. – Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson ágúst 1969.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.