Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 32
Náttúrufræðingurinn 32 Ritrýnd grein / Peer reviewed verðri Bárðarbungu þar sem þeir fengu frábært útsýni áður þeir héldu niður af jöklinum við Kistufell.13 Um ferð þeirra félaga og tengsl Bárðarbungu við Gríms- vötn hefur Bryndís Brandsdóttir ritað afar fróðlega grein.25 Sigurður Þórarinsson telur auðsætt af ummælum nafna síns að hann hafi talið Grímsvötn vera eldstöðvar í Vatna- jökli.17 Einnig bera tilvitnuð ummæli með sér að menn hafi séð Grímsvötn í návígi, því að annars hefði vellandi hverum þar „alla tíð“ varla verið lýst. Svona nákvæm lýsing getur því vart verið einber tilgáta. Hafa ber í huga að Sigurður Gunnarsson þekkti hálendið manna best af eigin raun á sinni tíð, spurðist skipulega fyrir hjá mörgum þar sem eigin þekkingu þraut og hélt að auki til haga gömlum frásögnum. Önnur dæmi sem Sigurður Þórarins- son tilfærir, eins og áreiðanlegar mæl- ingar gerðar á Hallormsstað á gosmekki frá eldsuppkomu í Vatnajökli 1883, segir hann staðfesta að á seinni hluta 19. aldar hafi Skaftfellingar og Austfirðingar vitað gjörla um hvar Grímsvatna væri að leita í jöklinum. Um þetta tekur hann þannig til orða: Grímsvötn höfðu því verið nákvæm- lega staðsett hálfum fjórða áratug áður en Ygberg og Wadell komu að þeim, en um þessa staðsetningu mun þeim hafa verið ókunnugt, enda þótt hennar sé getið í eldfjallasögu Thoroddsens.17 Hann segir því með réttu um sænsku jarðfræðinemana Ygberg og Wadell að þeir „endurfundu þessar eldstöðvar“. LEIÐIR AUSTAN JÖKULS UM NORÐLINGAVÖÐ Eins og að framan greinir áttu Norð- lendingar og Fljótsdælingar leið suður yfir jökul til verstöðva í Hálsahöfn og víðar. Munnmæli herma jafnframt að þeir hafi róið frá Hvalnesi og Horni. Af örnefnunum Norðlingavað á Víðidalsá og Jökulsá í Lóni, sbr. 1. mynd í 2. grein, má marka að ein leið til verstöðvanna í Austur-Skaftafellssýslu hafi legið suður með austurrönd Vatnajökuls.2 „Suðvestan við Þrándarjökul, yfir Kollumúlaheiði, er mjög afleitur vegur úr Fljótsdal til SSA niður í Lónsveitina,“ segir Sveinn Pálsson í Jöklariti sínu frá 1794.6 Í ritgerð sinni „Örnefni frá Axar- firði að Skeiðará“26 minnir Sigurður Gunnarsson á þau orð Droplaugar- sona sögu sem vitnað var til í upphafi þessarar greinasyrpu, að Ingjaldur og Þorkell trani hafi farið heiman um vorið ið efra suður um jökla og komið ofan í Hornafjörð. Undir þau tekur Sigurður og segir að vel megi fara „bæði ofan við bygðina í Fljótsdal inn Fljótsdalsheiði, og svo yfir Vatnajökul austan til, fyrir ofan (ↄ: fyrir vestan) Álptafjörð og Lón, suðr í Hornafjörð. Þetta er vel fært enn, og ekki lángt.“ Þetta svæði þekkti Sigurður af eigin raun, meðal annars eftir ferð til Suður- fjarða um Hraun vestan Þrándarjökuls. Stuttu síðar, 1886, fór tengdasonur hans, séra Jón Jónsson prestur í Bjarnanesi og síðar á Stafafelli (11. mynd), fyrstur manna svo staðfest sé yfir Hraun úr Lóni austur í Fljótsdal.27 Þessari leið austan jökuls kynntist svo Þorvaldur Thoroddsen nokkru síðar og segir í ferðabók sinni: Austan jökla lá vegur niður um Kollumúla og Kjarrdalsheiði og yfir Víði- dalsá og Jökulsá á Norðlingavöðum, sem enn eru svo kölluð [sjá 12. og 13. mynd]. Hefir þessi leið verið farin af þeim, sem ætluðu í Lón, og eins af þeim, sem ætluðu í syðri verstöðvar, þegar vegur og færð hindruðu jök- ulferðir. Það er ekki óhugsanlegt að hinn mikli gangur, sem kom í Brúar- jökul og líklega í nálæga jökla 1625, hafi gert hina fornu leið ófæra vegna jökulsprungna, svo ferðir yfir jökulinn lögðust niður. Uppi á aðaljöklinum er enn bezti vegur, með góðri færð og björtu veðri.28 11. mynd. Jón Jónsson (1849–1920). Prestur, fræðimaður og alþingismaður 1885 og 1892– 1900. – Priest, scholar and parliamentarian. 12. mynd. Frá Kollumúla norðvestur yfir Hraun til Geldingafells og Snæfells. Tröllakrókahnaus ber undir Snæfell. Suðurtungnajökull vestan Jökulsár til vinstri. – A view from Kollumúli north- west over Hraun to Geldingafell and Snæfell. Tröllakrókahnaus. Suðurtungnajökull west of Jökulsá to the left. – Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson ágúst 1969.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.