Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 22
Náttúrufræðingurinn 22 Ritrýnd grein / Peer reviewed 8. mynd. Súlan á hreiðrinu á Langakambi sumarið 2020. – Adult Gannet standing on its nest at Langikambur in summer 2020. Ljósm./Photo: Charla J. Basran, 1.6. 2020. 1509.31-33 Stapinn virðist því hafa verið til hlunninda og í eigu kirkjunnar í Vatns- firði í Ísafjarðardjúpi þótt ekki sé nefnt hver hlunnindin hafi verið. Vitað er að þarna verpa núna svartfuglar, en einnig fýll Fulmarus glacialis og rita Rissa tri- dactyla. Freistandi er að álykta að súlur hafi orpið þarna jafnvel svo snemma sem á 14. öld. Aðrir horfnir varpstaðir Nú á tímum verpa súlur á níu stöðum við Ísland.5 Þrjú þessara varpa eru fremur nýleg. Varp myndaðist í Skrúði 1943,34 1944–45 í Rauðanúpi á Melrakkasléttu35 og 1954–55 í Stóra-Karli við Skoruvíkur- bjarg á Langanesi.36 Síðan hefur varpið á síðastnefnda staðnum einnig færst upp í sjálft bjargið við aukningu varppara.3-4 Fyrrum urpu súlur á fleiri stöðum en ofangreindum níu. Auk Súlnastapa er kunnugt um fjóra fyrri varpstaði að minnsta kosti, Geirfuglasker við Reykjanes,37 Kerlingu við Drangey á Skagafirði,38-39 Grímsey undan Norð- urlandi6,40 og Máfadrang við Dyr- hólaey.1,10,12,41 Einhver vafi leikur á því að súlur hafi orpið í Geirfugladrangi undan Reykjanesi eins og Arnþór Garðarsson1 bendir á og vitnar í Faber.37 Síðsumars árið 1971 sigldi þýski fiski- fræðingurinn Reinsch13 meðfram suður- strönd Íslands. Sá hann ungar súlur sitja uppi í Reynisdröngum undan Reynisfjalli (um 50 fugla) og í Dyrhólaey (um 20). Taldi hann hugsanlegt að þarna væru súluvörp en minnist ekki á hreiður. Þar eð þetta voru allt ungsúlur er líklegast að þær hafi aðeins setið þarna, nýkomnar úr einhverju varpi, svo sem frá Vestmanna- eyjum, enda komið fram í ágúst-septem- ber. Árið 1971 hugði Reinsch einnig að súluvarpi í Máfadrangi og Lundadrangi undan Dyrhólaey.13 Ekki getur hann hreiðra en kveðst oft hafa séð súlur þar á vorin og hefur haft einhvern grun um að súlur yrpu í Dyrhóladröngum.42 Þegar hann var á ferðinni hafði varpið í Máfa- drangi þegar liðið undir lok1,10-11 en ekki er vitað til að súlur hafi nokkurn tímann orpið í Lundadrangi. Þessir staðir hafa margoft verið skoðaðir eftir þetta án nokkurra vísbendinga um varp. Súlusetstaðir Súlur sjást stundum sitjandi á ýmsum stöðum í grennd við þekkta varpstaði, jafnvel langt frá þeim. Setstaðir sem fuglar nota mikið verða gjarnan hvítir af driti og því stundum álitnir varp- staðir. Slíkt á oft við um setstaði skarfa sem margir eru hefðbundnir og hvítna af driti. Slíkir súlusetstaðir eru meðal annars í Ingólfshöfða í Öræfum, Karl- inum við Reykjanes og Svörtuloftum á Snæfellsnesi.1,11 Engar vísbendingar eru um súluvarp á þessum stöðum. Það er þó hugsanlegt þegar fram líða stundir, ekki síst ef súlustofninn heldur áfram að vaxa. Full ástæða er að hafa þann möguleika í huga og skoða þessa staði við og við.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.