Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 50
Náttúrufræðingurinn 50 Ritrýnd grein / Peer reviewed ÆÐARFUGL OG FUGLAKÓLERA Fyrstu þekktu sjúkdómshrinur í æðar- vörpum urðu á sjöunda áratug 20. aldar í Québec- og Maine-fylkjum á norðaust- urströnd Norður-Ameríku.24,25 Aðrir þekktir smitstaðir fuglakóleru í æðar- vörpum erlendis eru við Kattegat og á Sjálandi í Danmörku,11,16,26 Gotlandi í Svíþjóð27 og Mitivik-eyju í East Bay við Southampton-eyju í Kanada, norður af Hudson-flóa (3. mynd).28–32 Þá fundust nokkrir æðarfuglar meðal 912 dauðra fugla í fyrstu þekktu sjúkdómshrinunni í Alaska í nóvember 2013.33 Fyrstu staðfestu tilfelli fuglakóleru í Evrópu voru í æðarvörpum, í Hollandi 198534 og Danmörku 1996.11,16 Fugla- kóleran barst til Svíþjóðar 1998 og féllu æðarfuglar, máfar (Larus spp.), helsingjar (Branta leucopsis) og lang- víur (Uuria aalge).27 Nokkur æðarvörp í Danmörku urðu illa úti 1996 (dánar- tölur 35–95% af varppörum ár hvert) en vægari sjúkdómshrinur urðu 2001, 2003, 2008 og 2009.11,16,26 Danskar rann- sóknir á merktum fuglum sýndu að lífslíkur æðarkollna lækkuðu um 14% í kóleruárum.26 Í Svíþjóð komust Öster- blom o.fl.27 að svipuðum niðurstöðum með merktar langvíur í varpi þar sem sjúkdómurinn var staðfestur í dauðum fuglum: Lífslíkur merktu fuglana lækk- uðu árið eftir sjúkdómshrinuna (79%) en náðu aftur fyrri gildum (90–95%) tveimur árum síðar. Æðarfuglar eru langlíf fuglategund (verða 16–25 ára) sem verpur einu sinni á ári. Æðarkollur eru almennt tryggar varpstöðum sínum þótt hreiðrið fær- ist til um nokkra metra milli ára.35 Kollurnar byggja upp næringarforða fyrir varp (þyngjast um u.þ.b. 20%), sjá einar um áleguna, éta yfirleitt ekki á varptíma og léttast á álegu um 30–40% af þyngd við upphaf varps.28 Þær verpa 2–6 eggjum og er fjöldi eggja hjá einstaklingum tengdur bæði líkamsá- standi og varptíma, þ.e. þær sem verpa fyrstar eru allajafna í góðu ástandi og verpa fleiri eggjum en hinar. Breytileiki í varpdagsetningu er almennt mikill, 40–45 dagar milli einstaklinga. Erfitt er að meta stofnstærð æðarfugla því að þeir verpa dreift í mörgum misstórum æðarvörpum og hafa vetursetu víða.36 Kollurnar er þó hægt að rannsaka á varptíma með föngun, merkingu, sýnatöku og mælingum, og þær svara streituvöldum á borð við fuglakóleru oftast með mælanlegum breytingum. Ónæmissvörun einstaklinga hefur áhrif á þol þeirra gagnvart sjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á tengsl ónæm- issvörunar og líkamsástands æðarkollna á álegu.37 Heilbrigt ónæmiskerfi er sér- staklega mikilvægt langlífri tegund eins og æðarfugli því að sýkingar geta dregið úr æxlunarárangri einstakling- anna til frambúðar.38 Æðarkollur með lítinn næringarforða í upphafi álegu sýndu frekar en aðrar merki um hindr- aða ónæmissvörun (þ.e. lítinn fjölda eitilfrumna seint á álegu) og aukin streituviðbrögð (aukið hlutfall marg- sækinna hvítfrumna á móti eitilfrumum seint á álegunni).38 Fasta æðarkollna á álegu getur hindrað ónæmissvörun ef varp eða álega reynist líkamlega krefj- andi fyrir einstaklinginn.37 Síðustu áratugi hefur þetta verið rannsakað með blóðsýnatökum þar sem mæld eru stresshormón (t.d. kortikosterón) og streituviðbragð með hlutfalli hvít- frumna og eitilfruma.32,37 Loks er rétt að gæta þess að þéttleiki í æðarvörpum er breytilegur, allt frá 0,8 til 250 hreiðra á hektara, og í þéttustu 3. mynd. Útbreiðslukort æðarfugls (rautt = varpstöðvar; grænt = vetrarstöðvar) og þekkt- ustu sjúkdómshrinur fuglakóleru í æðarvörp- um. Ártölin sýna fyrstu skráðu sjúkdómshrinu. Gul tákn sýna sjúkdómshrinur á varptíma en rautt tákn sýnir sjúkdómshrinu uppgötvað- aða að vetrarlagi. – Range map of common eider (red = breeding and green = wintering) and the well known avian cholera outbreaks thus far, along with year of occurence. Yel- low symbols show outbreaks during breed- ing season whereas a red symbol indicates a winter outbreak. 1963 – Isle Blanche 1964 – Maine 1985 – Holland 1996 – Danmörk 1998 – Svíþjóð 2005 – East Bay 2004 – Cape Ungava 2013 – Berings-sund 2018 – Hraun

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.