Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 9
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 7
Í leiðtogaprófkjörinu 27. janúar 2018 greiddu
3.885 flokksfélagar atkvæði. Eyþór Arnalds
vann afgerandi sigur, 2.320 greiddu honum
atkvæði sitt (61%). Áslaug María Friðriksdóttir
borgarfulltrúi hlaut 788 atkvæði og Kjartan
Magnússon borgarfulltrúi 460 atkvæði.
Fimmtudaginn 22. febrúar samþykkti fundur
Varðar, fulltrúráðs Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, einróma tillögu kjörnefndar sem
starfaði undir formennsku Sveins H. Skúla-
sonar, gamalreynds innanbúðarmanns í
flokknum. Aðeins einn fyrrverandi borgar-
fulltrúi, Marta Guðjónsdóttir, er á listanum.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins létu fyrir
fund Varðar eins og þar mætti búast við
miklum átökum. Það reyndust draumórar.
Áslaugu Maríu Friðriksdóttur mislíkaði að
verða vikið af listanum á þennan hátt og
sagði að góður stuðningur í hefðbundnum
prófkjörum hefði litla þýðingu, þegar leik-
reglum væri breytt og uppstillingarvaldið
sett í fárra hendur. Á Facebook sagði hún:
„Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga
ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokk-
sins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Ég óskaði eftir að skipa 2. sæti listans, þrátt
fyrir að vita að ég hefði ekki stuðning meiri-
hluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi styddi
þá tillögu. Svo reyndist ekki vera og því fór
sem fór.“
Eyþór Arnalds staðfesti að þetta væri rétt hjá
Áslaugu. Annað hvort vildi hann ekki beita
sér innan kjörnefndarinnar eða hann vildi jafn
róttæka breytingu á listanum og við blasir.
Þá sagði Áslaug:
„Mér líst vel á nýju konurnar á framboðs-
listanum og hef reyndar heyrt að þær séu
skoðanasystur mínar í mörgum málum.
Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum
eftir og kanna öll mál með opnum huga.
Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir
séu steyptir í sama mót.“
Reynsla af prófkjörum innan Sjálfstæðis-
flokksins segir að draga megi í efa að konur
hefðu hlotið 2. og 3. sæti á listanum eins og
gerðist í uppstillingunni. Dæmi sanna að
prófkjör leiða ekki endilega til úrslita sem
gleðja sjálfstæðiskonur.
Þórdís Arnljótsdóttir frá fréttastofu ríkis-
útvarpsins beið tíðinda af Varðarfundinum
við höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í
Valhöll. Hún hóf samtal við Hildi Björnsdóttur
lögfræðing, í öðru sæti á D-listanum, með
þeim orðum að líklega næði Hildur kjöri í
borgarstjórn! Benti Sveinn H. Skúlason frétta-
konunni á að hún væri nú of svartsýn, hann
gerði sér vonir um 9 eða 10 fulltrúa D-listans
af 23 borgarstjórnarfulltrúum.
Þórdís vildi vita hvort Hildur sæi ekki eftir
borgarfulltrúunum Áslaugu og Kjartani á
listanum. Hildur svaraði: „Ég hef því miður
aldrei hitt Kjartan og Áslaugu.“ Þetta svar
segir í raun allt um þáttaskilin sem verða
innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með
nýja borgarstjórnarlistanum.
Í byrjun mars tilkynnti Eyþór Arnalds að
Kjartan Magnússon yrði sérlegur ráðgjafi sinn
í kosningabaráttunni. Verði sjálfstæðismenn
í meirihluta að kosningum loknum og Eyþór
borgarstjóri ætlar hann að ráða Kjartan sem
aðstoðarmann sinn.
Eyþór Arnalds vann afgerandi sigur í leiðtogaprófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.