Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 83
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 81 Hér var að dómi virtra og reyndra íslenzkra sérfræðinga á sviði sýkla- og veirufræði um heilsufar manna og dýra á Íslandi að tefla, svo að ekki fór á milli mála, að svo mikið vald framsal ríkisins til fjölþjóðlegrar stofnun- ar hafði átt sér stað 12. janúar 1994, þegar samningurinn um aðild Íslands að EES var samþykktur á Alþingi, að jafngilti því, að lífshagsmunum landsmanna hefði verið teflt í tvísýnu. Þetta kom berlega fram í sviðsljós- grein1, sem hófst þannig: „Innflutningur á hráu, ófrystu kjöti og öðrum búvörum, er miklu alvarlegra mál en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Geta orðið óafturkræfar breytingar á sjúkdóma stöðu landsins, vegna þess að tíðni sýkinga í mönnum og dýrum eykst. Þetta er mat tveggja sérfræðinga á áhrifum niðurstöðu EFTA-dómstólsins, sem telur, að innflutnings takmarkanir íslenzkra stjórn- valda standist ekki EES-reglur, þeirra Karls G. Kristinssonar, prófessors og yfirlæknis á Sýkla- og veirufræðideild Landsspítalans, og Vilhjálms Svanssonar, dýralæknis og veirufræðings á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum.“ Hitt málið, sem nú er komið í sviðsljósið og veldur því að mati höfundar, að hvorki Íslandi né Noregi verður vært innan vébanda EES, er Þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB frá 2009, sem felur í sér að ryðja úr vegi öllum hindrun um „fimmta frelsisins“ á Innri markaði ESB, þ.e. frjálsu flæði hvers konar orku á milli landa ESB. Um þetta fyrirbrigði verður nánar fjallað síðar í þessari grein. Hvað sem í mun skerast á milli Íslands og ESB, blasir við, hversu þýðingarmikil viðskipta tengslin á milli Íslands og Bret- lands munu verða fyrir hagsmuni Íslendinga eftir út göngu Bretlands úr ESB, „Brexit“, árið 2019, e.t.v. með aðlögunartíma. Bretland er og hefur lengi verið eitt aðalviðskiptaland Íslands og aðalkaupandi íslenzkra sjávar- afurða. Bretar hafa lengi þurft á íslenzku fisk- meti að halda, ekki sízt eftir 1973, þegar þeir misstu stjórn á fiskveiðilögsögu sinni utan 12 sjómílna, við inngöngu landsins í Efna- hagsbandalag Evrópu, forvera ESB, og líklegt er, að þörf verði áfram mikil fyrir fiskmeti frá Íslandi, þótt nú séu umskipti að verða um nýtingu brezku landhelginnar, er Bretar endurheimta umráðarétt yfir henni. Í kjölfarið kann framboð á brezkum fiskmörkuðum að aukast, þegar Bretar sjálfir fara að veiða meira á heimamiðum sínum. Ljóst er, að Ísland hefur í sögulegu samhengi lengi verið á áhrifasvæði Breta, þótt þeim þætti ekki henta að taka hér völdin fyrr en í óefni var komið fyrir þeim, og þeir urðu að skáka Þriðja ríkinu með flotaveldi sínu vorið 1940 og girða fyrir valdatöku þýzka her aflans á Norður-Atlantshafi frá og með Noregi að Grænlandi og suður fyrir Færeyjar. Við hernám Íslands varð hernaðarlegt mikilvægi legu Íslands deginum ljósara, og frá þessum tíma hefur Ísland þjónað hlutverki fyrir varnar línu Vesturveldanna um s.k. „GIUK“-hlið á milli Grænlands, Íslands og Bretlands. Segja má Bretum til hróss, að hernámið hafi yfirleitt farizt þeim þokkalega úr hendi. Í þessari grein verður leitazt við að athuga, einnig með skírskotun til sögunnar, hvort Íslendingar eigi meiri samleið með megin- landsríkjum Evrópu innan vébanda EES eða utan EES og með fríverzlunarsamning við ESB og Bretland. Í samskiptum Íslands og ESB hafa orðið atburðir, sem að mati höfundar sýna það svart á hvítu, að samþykki Alþingis á samninginum um EES samræmist ekki óskoruðu valdi Alþingis til ákvarðanatöku um mikilvæg stjórnarfarsleg málefni, er varða bæði hagsmuni íslenzkra ríkisborgara og ríkisins sjálfs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.