Þjóðmál - 01.03.2018, Side 23

Þjóðmál - 01.03.2018, Side 23
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 21 Þéttingarstefnan leiddi til fólksflótta úr Reykjavík Það er gömul saga og ný að leiðin til heljar er stundum byggð á góðum ásetningi. Sumir segja helvíti vera fullt af góðum ásetningi en himnaríki góðum verkum. Núverandi meiri- hluti taldi sjálfsagt að þétting byggðar myndi stytta ferðatíma fólks. Fleiri myndu búa á sama stað og minna þyrfti að fara á milli. Framkvæmdin misfórst hins vegar hrapallega og fáar íbúðir voru byggðar á kjörtíma- bilinu sem nú er að ljúka. Á sama tíma og uppsöfnuð þörf var mikil svaf Reykjavík á verðinum, með þeim afleiðingum að íbúðaverð hækkaði hratt í borginni. Önnur sveitarfélög sýndu meiri fyrirhyggju og skipu lögðu ný svæði til bygginga. Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Árborg hafa vaxið hratt á síðustu árum en Reykjavík vex á hraða snigilsins undir 1% á ári. Síðustu fimm ár hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um 4%. Á sama tíma hefur íbúum fjölgað um 11% í Kópavogi og Garðabæ, en heil 16% í Mosfellsbæ. Þéttingarstefnan skilaði allt öðru en að var stefnt. Fólk flutti annað. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni fjölgaði íbúum meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum: „Urbanisminn“ hopaði vegna þéttingarstefnu borgarinnar. Varla var það ætlunin. En svona geta góðar fyrirætlanir orðið að vondum útkomum. Það er sagt að Sovétmenn hafi ákveðið að góð leið til að fá fólk til að eignast börn væri að gefa barnaföt. Það sem gerðist er að leigu bílstjórar í Moskvu hættu að kaupa tvist og tuskur. Svona geta „góðar fyrirætlanir“ leitt okkur afvega. Það er líka athyglisvert að skoða samsetningu íbúa. Á síðasta ári fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 3.400 í Reykjavík en íslenskum ríkisborgurum fækkaði. Það er með eindæmum að á mesta hagvaxtarskeiði lýðveldisins skuli þróunin vera þessi í höfuð- borg landsins. Við höfum ekki efni á að halda áfram á þessari vegferð lengur. Umferðarteppa eins og í milljónaborg Það er sérstök sveitarstjórn sem ekki vill fá fé frá ríkinu í vegi. Sérstakt samkomulag var gert árið 2012 um að veita skyldi vegafé ríkisins í almenningssamgöngur. Samningur- inn var með mælanleg markmið um að hlut- fall almenningssamgangna (strætó) skyldi fara úr 4% í 8% á tíu árum. Fimm árum síðar hafði hlutfallið farið úr 4% í ... 4%. Þrátt fyrir engan mælanlegan árangur (og marga ferðamenn þó í vögnunum) er áfram tekinn milljarður á ári af vegafé sem annars hefði farið í að bæta vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu. Þessi ákvörðun, ásamt því að þrengja að vegum með sérstökum aðgerðum, hefur þyngt umferðina gríðarlega. Í stað þess að takast á við þennan vanda með raunsæjum hætti hafa ráðamenn Reykjavíkur lagt upp með samfélagslega tilraun sem byggir á þeirri kenningu að færri bílastæði og færri akreinar leysi umferðarvandann. Þessi tilraun hefur þegar afsannað kenning una ítrekað en áfram er haldið á sömu braut. Það sem þarf er átak í samgöngu málum. Það þarf að fara í miklar endurbætur á vega kerfinu í Reykjavík. Ljósastýrðum gatna mótum þarf að fækka og tengingar eins og Sundabraut og Skerjabraut eiga að fá athygli á ný. Allt eru þetta mannanna verk og allt er þetta leysanlegt. Reykjavík á ekki skilið umferðarteppu á við Los Angeles. Við eigum að geta notið þess að hér búa ekki milljónir manna. Þessu þarf að snúa í góðu samstarfi við Vegagerðina. Það eru til skynsamlegar lausnir og fátt er arðbærara en bætt vega kerfi í þéttbýli. Algengasta ráðið sem notað hefur verið í borgarstjórn síðustu fjögur árin er að skipa starfshóp. Þriðja hvern dag skipaði Dagur starfshóp. Á þremur árum tókst að setja á fót 351 starfshóp.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.