Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 93

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 93
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 91 Bókarýni Í bók sem kom út í janúar á þessu ári fjallar Bryan Caplan, prófessor í hagfræði við George Mason University, um gagnsemi, eða öllu heldur gagnsleysi, skólagöngu. Niðurstaða hans er í stuttu máli að langskóla- nám bæti oftast efnaleg kjör einstaklinga en það sé í meirihluta tilvika á annarra kostnað og þjóni ekki hag heildarinnar. Bókin heitir The Case against Education: Why the Education System Is a Waste of Time and Money og er gefin út af Princeton University Press. Rökum Caplans er einkum beint gegn þeim sem skoða formlega menntun svo að hún auki mannauð („human capital“) og álíta að hærri laun langskólagenginna skýrist af því að vinna þeirra skapi meiri verðmæti. Gegn þessum mannauðsfræðum teflir Caplan merkjakenningu („signaling theory“), sem sækir innblástur í skrif þekktra hagfræðinga á borð við Michael Spence, Kenneth Arrow og Joseph Stiglitz. Merkjakenningar snúast um að skýra hegðun fólks á markaði þegar það hefur takmarkaðar upplýsingar og lætur því duga að nota vísbendingar um líkur á að þetta eða hitt beri með sér þau gæði sem sóst er eftir. Hugsum okkur fyrirtæki sem þarf að ráða margt fólk í vinnu. Fyrirtækið vill helst starfsmenn sem a) geta lært til verka, b) eru iðjusamir og c) þægir og láta vel að stjórn. Það er of mikil fyrirhöfn að kynnast öllum umsækjendum og kanna kosti hvers og eins. Hvað gerir fyrirtækið? Það á varla annars úrkosta en að kanna vísbendingar um að umsækjendur hafi þessa þrjá kosti – velja þá sem sýna sterkustu vísbendingarnar og taka í viðtöl, en synja hinum um möguleika á að koma inn fyrir dyr og sýna hvað í þeim býr. Atli Harðarson Getur gagnslaus skólaganga verið eftirsóknarverð? The Case against Education: Why the Education System Is a Waste of Time and Money Höfundur: Bryan Caplan Útgefandi: Princeton University Press, 2018 416 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.