Þjóðmál - 01.03.2018, Page 93

Þjóðmál - 01.03.2018, Page 93
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 91 Bókarýni Í bók sem kom út í janúar á þessu ári fjallar Bryan Caplan, prófessor í hagfræði við George Mason University, um gagnsemi, eða öllu heldur gagnsleysi, skólagöngu. Niðurstaða hans er í stuttu máli að langskóla- nám bæti oftast efnaleg kjör einstaklinga en það sé í meirihluta tilvika á annarra kostnað og þjóni ekki hag heildarinnar. Bókin heitir The Case against Education: Why the Education System Is a Waste of Time and Money og er gefin út af Princeton University Press. Rökum Caplans er einkum beint gegn þeim sem skoða formlega menntun svo að hún auki mannauð („human capital“) og álíta að hærri laun langskólagenginna skýrist af því að vinna þeirra skapi meiri verðmæti. Gegn þessum mannauðsfræðum teflir Caplan merkjakenningu („signaling theory“), sem sækir innblástur í skrif þekktra hagfræðinga á borð við Michael Spence, Kenneth Arrow og Joseph Stiglitz. Merkjakenningar snúast um að skýra hegðun fólks á markaði þegar það hefur takmarkaðar upplýsingar og lætur því duga að nota vísbendingar um líkur á að þetta eða hitt beri með sér þau gæði sem sóst er eftir. Hugsum okkur fyrirtæki sem þarf að ráða margt fólk í vinnu. Fyrirtækið vill helst starfsmenn sem a) geta lært til verka, b) eru iðjusamir og c) þægir og láta vel að stjórn. Það er of mikil fyrirhöfn að kynnast öllum umsækjendum og kanna kosti hvers og eins. Hvað gerir fyrirtækið? Það á varla annars úrkosta en að kanna vísbendingar um að umsækjendur hafi þessa þrjá kosti – velja þá sem sýna sterkustu vísbendingarnar og taka í viðtöl, en synja hinum um möguleika á að koma inn fyrir dyr og sýna hvað í þeim býr. Atli Harðarson Getur gagnslaus skólaganga verið eftirsóknarverð? The Case against Education: Why the Education System Is a Waste of Time and Money Höfundur: Bryan Caplan Útgefandi: Princeton University Press, 2018 416 bls.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.