Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 17
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 15 Segja má að lífseig útgjöld séu enn varhuga- verðari en lífseigir skattar. Annars vegar vegna þess að almenningur verður almennt ekki eins mikið var við útgjöldin og skattana, veit varla af þeim og mótmælir þeim þess vegna síður en sköttunum. Hins vegar vegna þess að viðtakendur útgjaldanna munu að öllum líkindum berjast ötullega gegn niður- fellingu þeirra. Átak: fyrra dæmi Atvinnuleysi var ofarlega á baugi fyrir alþingis- kosningarnar 1995. Framsóknarflokkurinn skapaði sér ákveðna sérstöðu með því að lofa því að skapa tólf þúsund störf til aldamóta. Eftir kosningar lét nýr viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins hendur standa fram úr ermum og stofnaði verkefnið „Átak til atvin- nusköpunar“, væntanlega í því augnamiði að efna kosningaloforð flokksins um tólf þúsund ný störf til áramóta. Á vegum átaksins var tugum milljóna króna varið á hverju ári til að styrkja ýmis nýsköpunarverkefni og atvinnu- skapandi framtak. Aðstoðarmaður ráðherrans varð stjórnarformaður verkefnisins. Tíminn leið og aldamótaárið 2000 rann upp. Störfum fjölgaði um 14 þúsund, eða töluvert umfram þau 12 þúsund sem markið hafði verið sett á. (Látum liggja á milli hluta hverju eða hverjum það var að þakka.) Árið 2016 hafði störfum fjölgað um 34 þúsund til viðbótar. Alls hafa því orðið til um það bil 48 þúsund störf frá því að „Átaki til atvinnusköpunar“ var hleypt af stokkunum. Atvinnuleysi er hverfandi eins og kunnugt er. En þrátt fyrir það stendur átakið enn yfir. Á vegum þess er árlega úthlutað tæplega 70 milljónum króna til ýmissa verkefna. Tekið skal fram að þetta er ekki eins fráleitt og það hljómar. Þegar verkefnið var stofnað var það meðal annars gert með því að splæsa saman ýmsum eldri styrkjum sem áður hafði verið útdeilt undir öðrum formerkjum. Ekki er sjálfgefið að þeir hefðu allir átt að falla niður með minnkandi atvinnuleysi, þótt draga mætti þá ályktun af hinu nýja heiti „Átaki til atvinnusköpunar“. Á hinn bóginn þarf líka að horfa til þess að Tækniþróunarsjóður, sem er samkeppnis- sjóður sem hefur það hlutverk að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar, hefur verið efldur í millitíðinni, sem er afar jákvætt og á Ragnheiður Elín Árnadóttir þar heiður skilinn. Með eflingu sjóðsins og tilkomu nýrra styrkjaflokka á hans vegum er starfsemi hans farin að skarast tölu- vert við umrætt átak. Það er því ekki vegna þess að „Átak til atvinnusköpunar“ sé slæmt í eðli sínu sem ástæða er til að taka það til endurskoðunar, en sú endurskoðun er þó tímabær að mínu mati. Stundum er nánast eins og verið sé að beita klækjum, eins og þegar tímabundnir skattar öðlast dularfullt framhaldslíf. Eitt kyndugasta dæmið var Þjóðarbókhlöðuskatturinn, sem lagður var á til að fjármagna byggingu bókhlöðunnar en var svo engu að síður innheimtur í u.þ.b. áratug eftir að hún var tekin í notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.