Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 89
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 87 Íslendingar og Norðmenn líta á náttúruauð- lindir landa sinna sem sameign þjóðarinnar. Af þessu viðhorfi leiðir, að nýting þessara auðlinda er skilyrt þannig, að hún hámarki hag almennings af nýtingunni til lengdar og komi að sem mestu gagni við að bæta lífskjörin í dreifðum byggðum landanna og til uppbyggingar samfélagslegra innviða alls staðar á landinu. Við innleiðingu 5. frelsisins hefur ESB allt önnur sjónarmið í öndvegi, þ.e. hámarksnýtingu fjárfestinga í raforku- geiranum og skammtíma ávinning seljanda takmarkaðrar orku með ráðstöfun hennar, þangað sem kaupandinn er fús til að greiða hæsta verðið hverju sinni. Þessi söngur hefur svo sem heyrzt frá Landsvirkjun síðan 2010, en Alþingi hefur aldrei samþykkt slíka eigendastefnu. Ólíklegt verður að telja, að óreyndu, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé ginnkeypt fyrir því að leiða hér til öndvegis orkustefnu, sem á markaðslegum forsendum mun leiða til meiri verðmætasköpunar erlendis og minni innanlands úr íslenzkum orkulindum. Öfl á Alþingi höll undir ESB munu hér eftir sem hingað til ganga erinda þeirra, sem binda vilja Ísland sem nánustum böndum við fjölþjóðasamtök, sem breytast nú úr ríkjasambandi í sambandsríki á hverju sviðinu á fætur öðru. Að gera Ísland að taglhnýtingi ESB á raforku- sviðinu getur sett alvarlegt strik í reikning fyrirhugaðra orkuskipta á Íslandi. Sjálfbærar orkulindir Íslands duga einfaldlega ekki bæði til orkuskipta og eðlilegs viðgangs atvinnu veganna miðað við líklega fjölgun íbúa landsins fram um miðbik þessarar aldar annars vegar og hins vegar útflutnings á raforku, nema þá til Færeyja, ef gagnkvæmur vilji verður til slíkra viðskipta. Eigi orkulind- irnar að duga fyrir hvort tveggja, verður að bæta a.m.k. 10 TWh/ár við núverandi nýtingar flokk og biðflokk Rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkulinda. Áhrif útgöngu Breta úr ESB Mörgum komu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu Breta í júní 2016 á óvart, en þau voru ótvíræð, þrátt fyrir gegndarlausan hræðsluáróður hinna ráðandi afla („elítunnar“) á Bretlandi og í öðrum löndum, þ. á m. í höfuðstöðvum ESB, Berlaymont, í Brussel. Þessi hræðslu- áróður hefur hingað til orðið flestum talsmönnum sínum til minnkunar. Sterlings- pundið gaf reyndar talsvert eftir í kjölfar atkvæða greiðslunnar, en vegna öflugrar fjármálamiðstöðvar í Lundúnum var pundið ofmetið m.v. samkeppnishæfni landsins á öðrum sviðum, þar sem of lítil framleiðni er höfuðvandamálið. Vegna gengislækkunar pundsins hafa útflutningsgreinar eflzt á Bretlandi og hagvöxtur verið meiri en á evru- svæðinu, en á móti er verðbólgan tiltölulega há, t.d. 3,2% í nóvember 2017 á undanfarandi 12 mánaða tímabili. Forystu ESB virðist vera í mun að gera útgöngu Breta þyrnum stráða og gengur það til, að hún verði öðrum ESB-ríkjum víti til varnaðar. Í desember 2017 tókst samt að nafninu til að ljúka fyrri þætti útgöngusamninganna, þegar Bretar gengu að afarkostum um útgöngu- greiðslu upp á um ma. GBP 50, sem fært yfir á íslenzkan mælikvarða eftir íbúafjölda svarar til tæplega ma ISK 40. Fyrir aðþrengdan ríkissjóð Breta, sem rekinn hefur verið með halla frá hinni alþjóðlegu fjármálakreppu 2007-2009, eru þetta búsifjar. Seinni lotu útgöngusamninganna hlýtur fyrr eða seinna að ljúka með einhvers konar verzlunarsamningi, líklega fríverzlunar- samningi um allar vörur, í líkingu við nýgerðan samning ESB og Kanada, og frjálslegum samningi á sviðum þjónustu og fjármagns, en frjáls flutningur fólks verður ekki á dagskrá. Með slíkum „fríverzlunar- samningi“ verður brautin rudd fyrir Íslend- inga að gera fríverzlunarsamning við Breta. Það er margt, sem bendir til þess, að hags- munum Íslands muni verða betur borgið utan EES og með fríverzlunarsamning við ESB, eins og við Breta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.