Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 38
36 ÞJÓÐMÁL Vor 2018
Önnur leið er náttúrupassi. Gestir sem fara í
þjóðgarða í Bandaríkjunum hafa lengi þurft
að kaupa náttúrupassa til að komast inn í þá.
Samanborin við skattlagningu ferðamanna
sem koma til landsins er þessi leið beintengd
náttúruskoðun og væri þess vegna skilvirkari.
Og á sama hátt og skattur leiðir þessi leið
til aukinna tekna ríkissjóðs, sem þýðir að
nægilegu fjármagni þyrfti að úthluta til land-
eigenda og einnig til verndaraðgerða á landi
í eigu ríkisins. Ekki er líklegt að stjórnmála-
menn geti aflað nauðsynlegra upplýsinga til
að útdeila tekjunum þangað sem þörfin er
mest eða að þeir séu fúsir að gera það þótt
þeir hefðu nauðsynlegar upplýsingar. Þvert á
móti er líklegt að þeir noti þær til að tryggja
eigið endurkjör og áframhaldandi völd.
Þriðja mögulega leiðin, sem tryggir í senn
að þeir sem vilja njóta náttúrunnar greiði
réttlátt gjald og að fénu sé varið til náttúru-
verndar þar sem þörfin er mest, er að úthluta
nýtingarrétti á náttúrunni. Þetta er auðvelt
að gera við land sem er í einkaeigu, með því
að leyfa landeigendum að innheimta gjald
af gestum, til dæmis með bílastæðagjaldi
eða aðgangseyri. Ef landeigendur geta sjálfir
krafist greiðslu er líklegra að þeir geri það
vegna þess að þeir eru þá að gæta eigin
hagsmuna með því að nota tekjurnar til að
viðhalda landinu og geta þannig laðað fleiri
ferðamenn til sín í framtíðinni.
Hvaða leið sem verður valin er það sann-
færing mín að íslenska náttúru þurfi að
vernda á einhvern hátt. Langskilvirkasta
leiðin til þess er að gefa greiðslufyrirkomu-
lagið frjálst og leyfa landeigendum að
taka það gjald sem þeir telja að dugi til að
draga úr álaginu á náttúruna og jafnframt
afla nægra tekna til náttúruverndar og
nauðsynlegra fjárfestinga. Ef ekkert er að
gert er hugsanlegt að ferðamönnum til
Íslands fækki, þar sem offjölgun veldur því að
náttúrupplifunin verður æ minna aðlaðandi
og eftirsóknarverð.
Höfundur er lektor í fasteignafræðum við
Háskólann í Lundi.
Þriðja mögulega leiðin, sem tryggir í senn að þeir sem vilja njóta náttúrunnar
greiði réttlátt gjald og að fénu sé varið til náttúruverndar þar sem þörfin er
mest, er að úthluta nýtingarrétti á náttúrunni. Þetta er auðvelt að gera við
land sem er í einkaeigu, með því að leyfa landeigendum að innheimta
gjald af gestum, til dæmis með bílastæðagjaldi eða aðgangseyri.