Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Upplýsingar forsenda aðgerða Upplýsingar eru í augum margra milt stjórntæki en ég er því ósammála og bendi á fordæmi fyrir virkni þeirra, vísa t.d. í frétt þar sem Pokasjóður greindi frá því að dregið hefði úr plastpokasölu um 20%, eða heilan fimmtung, í sumum verslunum eftir um fjöllun um skaðsemi plastpoka. Í byrjun þessa árs staðfesta verslanir Samkaupa þessa þróun og að samhliða rjúki sala á fjölnota pokum upp. Þetta er breyting sem fólk er tilbúið að gera á neysluvenjum sínum á grundvelli opinberra upplýsinga. Þessi dæmi sýna að margt fólk er skynsamt og vill tileinka sér góðar upplýsingar og bregðast við ástandinu sem hefur teiknað sig upp í hafinu. Íslendingar hafa sterka tengingu við hafið, en hagsmunir hafsins eru hagsmunir þjóðarinnar, þar sem afkoma hennar hefur um aldir byggst á sjávarútvegi. Hvati Íslendinga til að gera eitthvað á grundvelli upplýsinga ætti að vera meiri en ýmissa annarra þjóða. Að minnsta kosti verður með því að velja stjórntækið opinberar upp lýsing ar hægt að virkja umtalsverðan fjölda fólks; almenning, félaga- og grasrótarsamtök, samfélagsábyrg fyrirtæki og fleiri. Slíkt hreyfing er þegar hafin, dæmi um það er Blái herinn, Bylting gegn umbúðum, Plastlaus september og áfram mætti telja. Með haldbærum opin- berum upplýsingum getur slíkum hreyfingum aðeins vaxið fiskur um hrygg og barátta þeirra orðið markvissari. Skortur á opinberum upplýsingum væri að sama skapi leiðin niður á við. Nauðsynlegt að setja reglur Þrátt fyrir að upplýsinga og rannsókna sé þörf vitum við nú þegar um helstu upp- sprettur plastmengunar í hafi. Við vitum um óhóflega notkun burðarplastpoka, við vitum af viðbættu örplasti í snyrtivörum og tann- kremum og við vitum af örplasti í dekkjum, flíspeysum og svo lengi mætti telja. Við vitum líka að skólpmál hér á landi eru í ólagi og að við þyrftum tveggja þrepa hreinsun, ef vel ætti að vera. Hér er ekki eftir neinu að bíða. Margt af því sem hér er upptalið er óþarfi sem fólk getur vel verið án. Þversögn Giddens og of mikið vöruúrval þvælist fyrir neytendum og sé undirbyggt með góðri upplýsingagjöf að tiltekinna aðgerða sé þörf gætum við hratt og örugglega náð miklum árangri í baráttunni gegn plastmengun hafsins með því að velja stjórntækið reglur. Plastiðnaðurinn hefur enga hagsmuni af því að pakka saman framleiðslutækjum sínum, þótt mengun greinist í hafi. Þvert á móti eru það hagsmunir iðnaðarins að plast sé áfram framleitt í sem mestum mæli. Maíspokar hafa skotið upp kollinum sem staðgönguvara burðarplastpoka en aldrei náð yfirhöndinni. Takmarkaður hluti neytenda venur sig á að nota fjölnota burðarpoka. Með reglum er einfaldlega hægt að banna almenna notkun burðarplastpoka og það sama má segja um snyrtivörur og tannkrem sem innihalda örplast, alveg sérstaklega þeirra vara þar sem örplasti er vísvitandi bætt við innihaldið. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með vörum sem innihalda óæskileg efni og bannar innflutning og dreifingu efna sem talin eru skaðleg. Hér er ekki eftir neinu að bíða, það þarf að endurskoða allar reglugerðir í þessu tilliti og taka mið af plastmengun hafsins til jafns við annars konar skaðsemi. Þrátt fyrir að upp- lýsingar megi bæta og þær skorti vitum við nóg, eins og rakið hefur verið, til að gera þetta hér og nú. Íslendingar hafa sterka tengingu við hafið, en hagsmunir hafsins eru hagsmunir þjóðarinnar, þar sem afkoma hennar hefur um aldir byggst á sjávarútvegi. Hvati Íslendinga til að gera eitthvað á grundvelli upplýsinga ætti að vera meiri en ýmissa annarra þjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.