Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 33
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 31 Þrátt fyrir jákvæðari efnahagshorfur og upptakt í þjóðfélaginu eimir enn sterklega eftir af röddum sem vilja halda íslenskri þjóð í greipum óánægju og efa. Það virðist eins og stór hópur sem er virkur í opinberri umræðu vilji hafa umræðuna sem neikvæðasta. Það skiptir engu þó að þessir sömu aðilar hafi vikist undan ábyrgð og bent á einn ein stakl ing innan stjórnsýslunnar og sótt hann til saka eftir hrun. Það reyndist sneypu- för þegar upp var staðið. Þeir sömu vildu leggja skuldir einkafyrirtækja á íslenska skattgreiðendur til að greiða fyrir inngöngu í hnignandi samband Evrópu- ríkja. Um leið létu þeir eins og Icesave væri Sjálfstæðisflokknum að kenna. Aðgerðir og athafnir þeirra eru þeim til skammar. Þeir sömu segja nú að Ísland þurfi frjálslyndari stjórn og verkmeiri. Í ljósi alls er vert að spyrja, hvað lögðu þeir til á síðasta áratug svo að almenningur nyti meira frelsis og velsældar? Ógnin við lýðræði Ef horft er til breytinga á opinberri umræðu síðustu tíu ár er oft sagt að hún einkennist af glundroða og upphrópunum. Tilkoma samfélagsmiðla hefur ráðið þar mestu um. Ný tækni hefur breytt þjóðfélagsumræðu og opnað hana. Fleiri geta tekið þátt og virðast sumir líta svo á að þátttaka sé mikilvægari en að hafa eitthvað fram að færa. Þó að ný tækni og samskiptatól séu líklega eitt stærsta framfaraskref upplýsingarinnar hefur hún að sama skapi búið samfélaginu nýja ógn. Auðveldara er orðið að afla og dreifa efni, en uppruni þess er orðinn óljósari. Framboð er mikið og áreiðanleiki óvís. Það er vatn á myllu þeirra sem vilja ata umræðuna auri í stað þess að ræða málsatvik á rökstudd- um grundvelli. Ágæti samfélagsmiðla er jafnan gott en að sama skapi eru þeir ógn við lýðræðið. Í ofanálag getur enginn lokað augum fyrir þeirri staðreynd að Rússland og líklega fleiri lönd hafa með notkun sam- félagsmiðla reynt að hafa áhrif á kosningar, m.a. í Bandaríkjunum, Frakklandi, Spáni og víðar. Fyrir suma er ávinningur af því að stjórnmála- legur efi og vantraust ríki þótt ekki sé ástæða til. Umræða úr takti við árangur Í kosningunum vorið 2009 minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn stóð frammi fyrir uppgjöri og þeirri áskorun að endur vinna traust kjósenda; fyrst á meðan hann var í stjórnarandstöðu en svo í ríkisstjórn. Það tók flokkinn eitt kjörtímabil að endur- heimta fyrri stöðu sína sem stærsti flokkur á landsvísu og hann hefur setið í stjórn síðan. Fyrst máttu landsmenn glíma við aukna skatta og höft undir máttleysis legum aðgerðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar dóttur. Það skilaði veikri krónu, verðbólgu og hægfara uppbyggingu fyrstu árin eftir hrun fjármála- kerfisins. Ekki var tilefni til bjartsýni þegar þjóðin gekk að kjörborðinu vorið 2013 en fólk vildi breytingar, fleiri tækifæri og lægri skatta. Sá viðsnúningur sem hefur orðið í íslensku efnahagslífi á einungis rétt tæpum fimm árum er hraður og það mætti jafnvel segja undraverður. Þó að stjórnarskipti hafi verið óvenju tíð hefur það ekki hamlað uppgangi íslensks efnahagslífs. Mörg framfaraskref hafa verið tekin og hagur Íslands vænkast. Aflétting hafta, sigur í Icesave fyrir EFTA- dómstólnum, uppgjör þrotabúa bankanna, lækkun ríkisskulda og þá hefur atvinnulífinu verið blásinn aukinn kraftur í brjóst, m.a. með niðurfellingu á vörugjöldum. Ef horft er til Evrópu er ljóst að árangurinn á Íslandi er einstakur. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur alltaf setið í ríkisstjórn síðustu fimm ár en þrátt fyrir það hefur fylgi hans ekki aukist að ráði. Sá viðsnúningur sem hefur orðið í íslensku efnahagslífi á einungis rétt tæpum fimm árum er hraður og það mætti jafnvel segja undraverður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.