Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 78
76 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Bjarni sagði að mikilvægt væri að stoðirnar EFTA-megin sem EES hvíldi á væru ekki skildar eftir út undan og látið eins og þær væru aukaatriði. Benti hann þannig á að á sama tíma og Evrópusambandið væri að koma á fót nýjum stofnunum eða fela eldri stofnunum sínum aukin verkefni leyfði sambandið sér að beita því sjónarmiði gagnvart EFTA-ríkjunum að engin ástæða væri til þess að láta EFTA- stoðina takast á við sömu verkefni. Þetta eitt og sér væri gríðarlega alvarlegt. Sagði Bjarni íslenzk stjórnvöld verða vör við vaxandi tregðu hjá Evrópusambandinu í þessum efnum þar sem allir yrðu að falla í sama mótið. Tekið væri illa í óskir um sérlausnir og undanþágur.7 Þrátt fyrir tveggja stoða kerfið eru EFTA/ EES-ríkin þegar í raun óbeint undir yfirstjórn stofnana Evrópusambandsins sett. Einkum og sér lagi á það við um Evrópudómstólinn, æðsta dómstól sambandsins. Þannig er skýrt kveðið á um það í EES-samningnum að EFTA-dómstóllinn verði að taka mið af dómsúrlausnum Evrópudómstólsins en Evrópudómstólnum ber hins vegar engin lagaleg skylda til þess að fara að dómsúrlausnum EFTA-dómstólsins þótt hann kjósi annað slagið að gera það. Eins kemur skýrt fram í bókun 48 við samninginn að komi til ágreinings megi ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar ekki hafa áhrif á dómaniðurstöður Evrópu- dómstólsins. Ekkert er hins vegar minnzt á sambærilegt hlutverk fyrir EFTA-dómstólinn.8 Einnig má nefna að samkvæmt 111. grein EES-samningsins geta aðilar hans samþykkt að fela Evrópudómstólnum að úrskurða ef ágreiningur er um túlkun hans.9 Ekkert slíkt hlutverk er fyrir EFTA-dómstólinn. Þannig hefur Evrópudómstóllinn einnig stöðu gerðardóms samkvæmt samningnum. Þannig er ljóst að Evrópudómstóllinn er hugsaður sem æðri dómstóll en EFTA- dómstóllinn samkvæmt EES-samningnum. Stjórnsýslan ekki nógu stór fyrir EES-samninginn Talsvert hefur verið rætt í gegnum tíðina um löggjöf frá Evrópusambandinu sem Ísland þarf að taka upp einhliða vegna EES- samningsins. Þó að fullyrðingar um að Ísland hafi tekið yfir mikinn meirihluta regluverks sambandsins standist ekki nánari skoðun benda upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu til þess að sá hluti regluverksins sem tekinn er upp í EES-samninginn fari vaxandi. Þannig reyndist hlutfallið 6,5% á tímabilinu 1994-2004 samkvæmt svari þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi en var hins vegar komið í 16% þegar tímabilið 2005-2014 var skoðað.10 Fyrir liggur að regluverk Evrópusambandsins sem tekið hefur verið upp hér á landi hleypur á fleiri þúsundum gerða, stórum og smáum. Talað hefur verið um að gæta þurfi betur að hagsmunum Íslands í gegnum stjórnsýsluna en staðreyndin er hins vegar sú að hún hefur vart undan að afgreiða einungis það regluverk sem kemur frá sambandinu. Eins og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í febrúar 2016 er smæð stjórn- sýslunnar ein helzta ástæða þess að ekki hefur gengið nógu vel að innleiða regluverkið.11 Þetta þarf vart að koma á óvart, enda um að ræða regluverk sem hannað er fyrir margfalt stærri ríki en Ísland. Álagið í þessum efnum hefur færzt smám saman í aukana og litlar líkur eru á öðru en að svo verði áfram. EES- samningurinn er í raun eins og opinn tékki. Við höfum fallizt á að taka upp löggjöf Evrópusambandsins um innri markað þess sem á við hér á landi. Ólíklegt verður að teljast að það leggist að minnsta kosti vel í hægrimenn að þenja út stjórnsýsluna í vaxandi mæli á komandi árum til að innleiða regluverk sambandsins, svo ekki sé talað um framfylgja því. EES-samningurinn er einfaldlega barn síns tíma. Tímabært er í hans stað að horfa til þeirra leiða sem ríki heimsins eru að fara í milliríkjaviðskiptum í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.