Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 88
86 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Téð grein Mortens Harper bar fyrirsögnina: „Af hverju Norðmenn vilja atkvæðagreiðslu um uppsögn EES-samningsins“, og þar sagði um ofangreint efni: „Nánast ekkert hefur meiri þýðingu fyrir norskan iðnað en langtíma aðgengi að raforku á samkeppnishæfu verði. Sífellt meiri útflutningur rafmagns til megin- lands ins og Bretlands getur leitt til þess, að Noregur þurfi að greiða hærra raforkuverð fyrir sín not. Aðeins við þjóðarorkukreppu getur Noregur komið í veg fyrir útflutning raforku. Að öðru leyti stjórnast allt af sam- keppnisreglum ESB/EES.“ Hagsmunum Íslands og Noregs m.t.t. Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB svipar mjög saman og væru nú eins, ef áhugamönnum um lagningu sæstrengs á milli Íslands og Bretlands hefði orðið að ósk sinni nú þegar. Eftir samþykkt Alþingis á innleiðingu þessa lagabálks getur ESB/ACER stuðlað að aukinni hlutdeild raforku úr endurnýjanlegum orku- lindum á yfirráðasvæði sínu, eins og mikill áhugi er fyrir þar á bæ, með því að hvetja til sæstrengslagnar frá Íslandi til meginlandsins, hugsanlega með viðkomu á Bretlandseyjum, án þess að spyrja kóng eða prest á Íslandi. Leyfið verður auðfengið hjá OS, af því að OSS mun semja reglurnar, sem strengeigandinn og Landsnet þurfa að hlíta. Hugmyndafræði ESB varðandi raforkuflutn- inga er sú, að aukin flutningsgeta á milli landa bæti nýtingu rafstöðvanna alls staðar á samtengisvæðinu. Jafnframt verði mest verðmætasköpun hjá notanda, sem vill og getur greitt hæst verð fyrir raforkuna. Til þess að örva þessa millilandaflutninga getur ACER ráðstafað fé til framkvæmda og þannig niður- greitt flutningskostnaðinn. Slíkt yrði vafalaust nauðsynlegt í tilviki sæstrengs frá Íslandi, og það er ekki hægt að útiloka, að einkafram- kvæmd slíks sæstrengsverkefnis yrði gerð raunhæf með greiðslum úr sjóðum ESB/ACER. Í vefgrein3 hefur Norðmaðurinn Arne Byrkje- flot gert grein fyrir mati sínu á því, hverjar verða nokkrar afleiðingar af samþykki Stórþingsins á Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB og lögleiðingu hans í Noregi. Þar sem keimlíkar aðstæður eru á Íslandi og í Noregi og hættan á sæstrengslögn yfirvofandi hérlendis eftir slíka lagasetningu, er ekki úr vegi að birta hér fjögur þessara atriða um leið og alþingismönnum er tekinn eindreginn vari við að samþykkja þetta 5. frelsi ESB inn í íslenzka lagasafnið, þar sem mikilvægur þáttur fullveldis Íslands yrði þar með færður til Orkusamstarfsstofnunar ESB – ACER: 1. Næst stærsta útflutningsgrein Noregs, stóriðjan, mun missa mikilvægt samkeppnis- forskot sitt [sá hluti, sem er án langtíma orkusamninga – innsk. höf.]. Fjárfestingar í greininni munu stöðvast innanlands og flytjast utan vegna óhagræðis staðsetningar- innar. Við fáum stýrðan fjármagnsflótta. 2. Á hálendinu verða reistar enn fleiri vind- myllur, vegslóðar lagðir ásamt orkuflutnings- mannvirkjum. [Niðurgreiðslur úr norska ríkissjóðinum til vindmyllueigenda nema nú um 10 ma. NOK/ár – innsk. höf.] 3. Virkjunum okkar verður breytt, svo að þær geti gefið af sér meira afl um skamma hríð, toppafl, með meiri og sneggri breytingum á vatnsrennsli í ám og á yfirborðsstöðu miðlunarlóna en nú þekkist. 4. Það verður ómögulegt að breyta orku- stefnunni á lýðræðislegan hátt með Stór- þingskosningum, því að ESB/ACER ákvarðar stefnuna án þess að Noregur eða Ísland fái rönd við reist. Þessi orkumarkaðsstefna ESB er í andstöðu við hefðbundið viðhorf Norðmanna og Íslend- inga til rafmagns. Þjóðirnar hafa hvor um sig í takmörkuðum mæli litið á rafmagnið sem markaðsvöru, en í meiri mæli sem samfélags- legt tæki til að byggja land sitt allt, iðnvæða það og mynda velferðarþjóðfélag á grund- velli dreifðrar verðmætasköpunar um allt land. Þegar ESB ætlar nú að fella Noreg og Ísland undir orkustefnu sína, mætir ríkjasam- bandið öndverðum grundvallarviðhorfum í þessum löndum, sem falla ekki að áformum ESB. Lýkur þar endursögn og aðlögun á útdrætti úr grein Arne Byrkjeflot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.