Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 13

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 13
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 11 Logi og Helga Vala hafa líklega farið í smiðju til Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns. Hann krafðist þess fyrir landsrétti að einn dómara sem ekki var á lista dómnefndar en á lista ráðherrans lýsti sig vanhæfan til að dæma í máli sem sneri að umbjóðanda Vilhjálms H. Landsréttur úrskurðaði að dómarinn væri ekki vanhæfur. Hæstiréttur vísaði fimmtudaginn 8. mars vísaði frá kæru Vilhjálms H. og sagði í dóminum: „... snúa röksemdir varnaraðila [Vilhjálms H.] í hvívetna að því að ekki hafi verið farið að lögum við skipun þessa dómara. Jafnvel þótt á það yrði fallist gæti það .... aldrei orðið til þess að krafa varnaraðila yrði tekin til greina. Hefur hann því í málatilbúnaði sínum klætt það álitaefni, sem hann í raun leitar úrlausnar um, ranglega í búning kröfu um að dómarinn víki sæti í málinu. Úrskurður Landsréttar 22. febrúar 2018 snýr þannig ekki að réttu lagi að ágreiningi um það efni og getur hann af þeim sökum ekki átt undir kæruheimild til Hæstaréttar samkvæmt b. lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008. Máli þessu verður því án kröfu vísað frá Hæstarétti.“ Málatilbúnaður Vilhjálms H. Vilhjálmsson er í raun blekking að mati hæstaréttar. Kemur það í sjálfu sér ekki á óvart þegar hann á í hlut. Að lögmaðurinn sé síðasta haldreipi Samfylkingar og Pírata í þessu máli segir allt sem segja þarf um málstaðinn. Er nú mál að linni. III. Sumir telja að „mál málanna“ á því alþingi sem nú situr sé flutt af Silju Dögg Gunnars- dóttur, þingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Frumvarpið felur í sér breytingu á almennum hegningarlögum um að við því getið legið allt að sex ára fangelsi að umskera drengi. Með þessu er vegið að siðvenju gyðinga og múslima og hún „glæpa- vædd“ eins og það hefur verið orðað. Lögmennirnir Brynjar Níelsson alþingismaður og Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttar- dómari, hafa bent á að frumvarpið sé flutt af vanþekkingu, í íslenskum hegningarlögum séu þegar ákvæði sem banni mönnum að valda börnum líkamsmeiðslum. Í frumvarpi Silju Daggar segir: „Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu barns eða konu með því að fjarlægja kynfæri að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Flutningsmenn nýja frumvarpsins grafa með því undan almenna ákvæðinu um bann við líkamsmeiðslum á börnum. Þeir vilja greinilega sérgreina refsiverða verknaði í stað þess að treysta almenna ákvæðið í sessi. Nokkur hundruð íslenskir læknar hafa ritað undir yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallar- viðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis.“ Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð 1. desember 2017 hefur verið gerð hörð hríð að Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Stjórnar- andstæðingar litu strax á hana sem skotmark til að fella ríkisstjórnina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.