Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 73
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 71 Flóttamenn til og frá Ísrael – íbúaskipti Arabar lutu í lægra haldi og margir þeirra flýðu. Fjöldinn er óljós. Folke Bernadotte, sendimaður SÞ, taldi að um 330.000 manns hefði verið að ræða. Enn hærri tölur hafa einnig verið nefndar – allt frá hálfri í eina milljón – vegna þess að Arabar í nágranna- löndunum skráðu sig einnig sem flóttamenn til að njóta stuðnings hjálparstofnana sem komið var á fót. Flóttinn hófst þegar í desember 1947 og oft er talað um 538.000 arabíska flóttamenn árin 1947 til 1948, sem ekki er ósennilegur fjöldi. Þeir Arabar – 160.000 – sem urðu eftir á yfir- ráðasvæði Ísrael héldu áfram að búa þar. Eftir sex daga stríðið árið 1967 flýði enn nokkur hópur Araba frá Vesturbakkanum. Þar var einkum um jórdanska innflytjendur að ræða eða fólk sem þá þegar hafði verið skráð sem flóttamenn í Jórdaníu. Til samanburðar ber að hafa í huga að á árunum 1948 til 1957 flúðu 567.000 Gyðingar til Ísraels frá Arabalöndunum og enn flúðu 250.000 Gyðingar til Ísraels á árunum 1958 til 1972. Þetta eru 817.000. Fjöldamorð í Írak í seinni heimsstyrjöldinni auk friðsam- legs flutnings fólks, einkum frá Marokkó og Líbanon, hækkar töluna í 873.000. Alls voru um 880.000 Gyðingar í Arabalönd- unum og Íran árið 1945 en nú eru þeir um að bil 7.000. Með öðrum orðum hafa langtum fleiri Gyðingar flúið frá Arabalöndunum en öfugt. Þótt tölurnar kunni að vera ólíkar hefur þarna orðið tilflutningur á fólki sem svipar til þess sem varð milli Grikklands og Tyrklands árið 1923 og Indlands og Pakistans árið 1947, í báðum tilvikum mátti rekja það til þess að stríðsátökum lauk. Þessi tilflutningur á fólki hefur hins vegar ekki leitt til friðar. Það má ekki síst rekja til SÞ, en allsherjarþingi þeirra er stjórnað af 48 músl ímskum ríkjum og olíuviðskiptavinum þeirra í hópi aðildarríkjanna (sjá einnig rök hér á eftir fyrir greinilegri slagsíðu innan SÞ). Fjölmiðlar hafa árum saman þagað um þessa atburði eða afflutt þá. Það hentar vinstri- sinnum að benda á hve margir Arabar flýðu árin 1947 og 1948 en þegja um fjöldamorð og þjóðernis hreinsanir á Gyðingum í flestum Araba löndum. Vinstrisinnar telja að Arabar/ múslimar séu fórnar lömb – að undanskildum kristnum Aröbum. Með goðsögninni um fórnarlömbin eru Ísraelar úthrópaðir sem heimsvaldasinnaðir skúrkar þótt hvað eftir annað hafi verið ákveðið að kalla ísraelska hermenn frá hersetnum svæðum – til dæmis Gaza árið 2005. SÞ hafa ályktað að Gaza og Vestur- bakkinn séu „hernumin svæði“ SÞ hafa ályktað að Gaza og Vesturbakkinn séu „hernumin svæði“. Sé grannt skoðað eru Gaza og Vesturbakkinn ekki frekar hersetin en 210.000 ferkílómetra svæðið sem Sovét- menn lögðu undir sig í síðari heimsstyrjöld- inni, af þeim ráða Rússar nú yfir 108.000 ferkílómetrum. Án minnsta hiks samþykktu SÞ að þessi svæði væru hluti af Rússlandi, þau eru þess vegna ekki hernumin. Hvers vegna gildir annað um þau en Vestur bakkann og Gaza? Hvers vegna eru til dæmis Suður- Slésvík, Elsass-Lothringen, Suður-Týról og Transsylvanía ekki hernumin? Ísraelar og Jórdanir sömdu um frið sín á milli árið 1994 og Jórdanir féllu frá öllu tilkalli til „Vesturbakkans“ (Júdeu og Samaríu). Það er himinn og haf milli þess hvernig Sovét menn gengu fram árið 1945 og Ísraelar árið 1948. Í báðum tilvikum leiddi stríð til flótta mannastraums, opinberar tölur segja nú að alls fjórar milljónir Araba komi þar við sögu. Líta ber á þetta í ljósi þess að á árunum 1944 til 1945 flæmdu Sovétmenn um það bil 15 milljónir Þjóðverja, Pólverja og Finna á brott. Af þeim eru ... já, einmitt: engir flóttamenn. Þeir settust að í öðrum löndum og urðu hluti íbúa þar sem þeir leituðu skjóls sem flóttamenn. Öðru máli gegnir um Arabana. Hvers vegna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.