Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 18
16 ÞJÓÐMÁL Vor 2018
Átak: seinna dæmi
Eldgosið í Eyjafjallajökli í apríl 2010 dró tíma-
bundið úr áhuga fólks á að ferðast til Íslands
og óttuðust stjórnvöld og ferðaþjónustan að
afleiðingin yrði hrun í íslenskri ferðaþjónustu.
Stjórnvöld brugðust við með því að reiða
fram 350 milljónir króna í sérstakt átak til
að markaðssetja Ísland á árinu 2010 undir
slagorðinu „Inspired by Iceland“. Flugfélög,
Samtök ferðaþjónustunnar, Reykjavíkurborg
og Íslandsstofa hétu framlögum upp á annað
eins. Alls hafði átakið því úr 700 milljónum að
spila, sem nýttar voru fram á vorið 2011.
Markmiðin náðust. Hruni í ferðaþjónustu
var afstýrt. Í stað þess að ferðamönnum
fækkaði um 20% á milli ára, eins og sagt er að
hagsmunaaðilar hafi óttast, fjölgaði þeim um
0,2%, samkvæmt lokaskýrslu átaksins.
Nú er þess að geta að átakið var viðbót við
hefðbundin framlög ríkisins til markaðs-
setningar ferðaþjónustunnar erlendis, sem
námu 200 milljónum árið 2011. Þrátt fyrir það
var ákveðið að gefa hinu sérstaka átaks-
verkefni framhaldslíf með eilítið breyttum
áherslum. Sú ákvörðun var tekin í tengslum
við gerð kjarasamninga og var þannig að
einhverju leyti hluti af samkomulagi á vinnu-
markaði. Haustið 2011 samdi ríkið þannig
til þriggja ára um 300 milljóna króna árlegt
framlag í markaðsstarf ferðaþjónustunnar, og
því alls 900 milljónir, gegn jafnháu framlagi
fyrirtækja og sveitarfélaga. Íslandsstofu var
falin framkvæmd samningsins og var sú
stofnun þar með komin með tvo samninga
um markaðsstarf ferðaþjónustu; þennan og
ofangreindan samning um hið hefðbundna
framlag. Báðir gilda enn í dag þótt annar eigi
sannarlega rætur í tímabundnu átaki.
Íslandsstofa vinnur öflugt starf í þágu ferða-
þjónustunnar og landsins alls og vinna
hennar hefur tvímælalaust skilað miklum
árangri. Og hér er ekki kveðinn upp dómur
um hið fullkomna fyrirkomulag. En ljóst er að
samningarnir tveir skarast að verulegu leyti.
Átak er átak og að mínu mati er ástæða til að
endurmeta hversu skynsamlegt er að ríkið sé
með tvo samninga um áþekka hluti.
Ég er ekki að fella neina palladóma hér
heldur eingöngu vekja athygli á því að rætur
þessarar sérkennilegu stöðu liggja í tregðu
hins opinbera til að setja punkt aftan við
tímabundin átaksverkefni. Og ég skil mjög
vel af hverju sú tregða stafar. Ég finn fyrir
henni sjálf.
Í kjölfar eldsumbrota í Eyjafjallajökli vorið 2010
dró brugðust íslensk stjórnvöld við með því að
reiða fram 350 milljónir króna í sérstakt átak
til að markaðssetja Ísland á árinu 2010 undir
slagorðinu „Inspired by Iceland“. Aðrir aðilar
létu sambærilega upphæð inn í verkefnið. Með
átakinu tókst að afstýra hruni í ferðaþjónustu, en
átakið stendur enn yfir.
Rætur þessarar sérkennilegu stöðu liggja í tregðu hins opinbera
til að setja punkt aftan við tímabundin átaksverkefni.