Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 9
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður alþingis,
var boðaður á fund þingnefndarinnar og
þótt hann segðist ekki rannsaka sömu atriði
og væru til athugunar hjá nefndinni ákvað
nefndin, að tillögu Helgu Völu, á fundi sínum
6. febrúar að gera hlé á rannsókn sinni „á
embættisfærslum Sigríðar Andersen dóms-
málaráðherra í tengslum við skipun dómara“
í Landsrétt á meðan málið væri til skoðunar
hjá umboðsmanni alþingis.
Umboðsmaður tilkynnti nefndinni um
fjórum vikum síðar að hann sæi ekki
ástæðu til að rannsaka neitt varðandi þátt
dómsmálaráðherra. Hann hefði fengið
fullnægjandi skýringar frá ráðherranum
varðandi ákvörðun hennar við skipun
landsréttardómaranna.
Landsfundi Samfylkingarinnar lauk
sunnudaginn 4. mars. Þar fluttu Jóhanna
Sigurðardóttir, fyrrverandi flokksformaður,
og Logi Einarsson, núverandi formaður,
ræður sem snerust um að leggja bæri
höfuðáherslu á að „bjarga“ vinstri grænum
úr stjórnarsamstarfinu við höfuðóvinina
sjálfstæðismenn og framsóknarmenn.
Björgunarstarf Loga hófst strax að kvöldi
mánudags 5. mars þegar hann lagði fram
tillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen
dómsmálaráðherra. Meðflutningsmaður var
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokks-
formaður Pírata. Tilgangur tillögunnar var að
sjálfsögðu ekki að bjarga neinum heldur að
valda VG sem mestum vandræðum. Jóhanna
og co. í Samfylkingunni hafa aldrei fyrirgefið
Steingrími J. Sigfússyni og félögum hans að
stofna VG þegar sameina átti alla vinstrisinna
í Samfylkingunni árið 2000.
Logi vissi að Katrín Jakobsdóttir stæði
vörð um ráðherra í stjórn sinni og þar með
stjórnar samstarfið. Atkvæði um tillöguna
féllu þannig þriðjudaginn 6. mars að 33 þing-
menn lýstu trausti á dómsmálaráðherra en
29 vantrausti, einn þingmaður Mið flokksins
greiddi ekki atkvæði.