Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 94
92 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Í nútímasamfélagi eru prófskírteini ríkjandi form merkja eða vísbendinga um þessa þrenns konar kosti sem flest fyrirtæki sækjast eftir. Þau eru það eins þótt ekkert af því sem einstaklingurinn lærði í skóla gagnist til að vinna starfið. Velgengni í skóla bendir til að einstaklingur hafi umrædda eiginleika, alveg óháð því hvort skólagangan gaf honum þá eða hvort hann fékk þá í vöggugjöf. Þess vegna fá þeir sem hafa útskrifast úr skóla aðgang að vinnumarkaði. Eftir að inn er komið veltur frami hvers og eins síðan meira á því hvernig hann stendur sig en á því hvaða prófgráðu hann hefur. Sitt er hvað gráða og gjörvileiki. Gráðan er aðeins ótraust vísbending, en samt nógu traust til að það borgi sig oftar en ekki að nota hana. Meginrökfærsla Caplans snýst um að sýna fram á að fylgni milli hærri launa og lengri skólagöngu skýrist að mestum hluta af því að námsferillinn sé vísbending um eigin- leika, sem stuðla að afköstum í vinnu, og einstaklingur hafði, áður en hann lagði í langt nám. Hann neitar því þó ekki að hluti af skýringunni sé að skólagangan auki starfs- hæfni. Að hans mati eru sjónarmið þeirra sem tala um „mannauð“ ekki alröng. Hann telur að aukin hæfni vegna menntunar skýri um fimmtung af launamun þeirra sem hafa langa skólagöngu og þeirra sem hafa stutta skólagöngu. Rök hans fyrir þessu eru allflókin og verða ekki endursögð hér. Þau byggja mest á tölfræðilegri greiningu gagna um menntun og vinnumarkað í Bandaríkjunum. Caplan segir að flestar prófgráður bæti tekjur manna einkum vegna þess að þær komi þeim fram fyrir aðra í biðröð ungs fólks eftir að komast á vinnumarkað. Hann bendir samt á ástæður til að ætla að sum skólaganga, t.d. nám í rafvirkjun, pípulögnum og fleiri verk- menntagreinum á framhaldsskólastigi, skili mönnum hærri ævitekjum einkum vegna þess að námið geri þá færari um að vinna verðmæt störf. Meðal þeirra röksemda sem Caplan notar eru að menntun eykur tekjur einstaklinga meira en þjóða. Sá sem bætir við skólagöngu sína fær forskot fram yfir aðra á vinnumarkaði og kemst í vinnu þar sem laun eru hærri. En þegar meðalskólaganga heillar þjóðar lengist aukast tekjur hennar ekki að sama skapi, eins og vænta mætti ef arður af vinnu væri í hlutfalli við lengd skólagöngu. Það að menn troðist hver fram fyrir annan bætir ekki hag heildar- innar. Í inngangi (bls. 6) skýrir Caplan þetta með líkingu: Ef ég stend upp á stólnum á tónleikum, í stað þess að sitja, þá sé ég hljóm- sveitina betur, þar sem hnakkinn á manninum fyrir framan mig skyggir ekki á. En það er ekki þar með sagt að við sjáum almennt betur ef allir standa uppi á stólnum sínum. Þegar ég las þetta varð mér hugsað til þess sem sagt hefur verið um brottfall úr fram- haldsskólum hér á landi. Ef kenning Caplans er rétt hafa menn þeim mun minni ástæðu til að ljúka formlegu námi, því auðveldara sem er að komast með lappirnar inn fyrir þröskuld á vinnumarkaði. Það ætti því að vera fylgni milli atvinnuleysis og þess hve margir kjósa að ljúka námi. Ég gramsaði í gögnum frá OECD og skoðaði löndin í Norður- og Vestur- Evrópu. Í þessum löndum er sterk fylgni (0,66) milli atvinnuleysis á árabilinu 2006 til 2015 og þess hve hátt hlutfall 25 til 34 ára höfðu lokið framhaldsskóla árið 2016. Er brotfall úr námi ef til vill bara það sem búast má við í hagkerfi sem einkennist af manneklu fremur en atvinnuleysi? Mér varð líka hugsað til þess að það eru vísbendingar um að með hverju ári sem líður verði auðveldara að ljúka formlegu námi án þess að sýna mikinn dugnað eða náms- hæfileika. Ef svona „einkunnaverðbólga“ er veruleiki má ætla að þar komi að próf- skírteini hætti að vera nógu traust vísbend- ing um kosti af þeim þrem gerðum sem Caplan lýsir. Ég spyr mig hvort það leiði til „hruns“ í menntakerfinu – hvort prófgráður hætti þá að gilda sem vísbendingar um eftirsóknarverðan starfskraft og aðsókn að langskólanámi dragist saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.