Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 75
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 73
Honum þótti það þó ekki vandamál vegna
þess að hann sagði „ekki alla Hamasmenn
vígamenn“. Samvinnan heldur því áfram,
sem er alls ekki saklaust.
UNRWA hefur ráðið hryðjuverkamenn
Nefna má Awad al-Qiq til sögunnar til að
sýna að hér er ekki um saklaust samstarf
að ræða. Hann var ráðinn sem efna- og
eðlisfræðikennari við UNRWA-skóla, eftir
margra ára starf var hann hækkaður í tign og
gerður að stjórnanda Rafah-drengjaskólans,
ekki léttvæg staða. Auk kennslustarfanna
var al-Qig í fremstu röð sprengjugerðar-
manna í þágu heilags stríðs íslamista, hann
var drepinn þegar farin var eftirlitsferð um
sprengjugerðarstöð skammt frá skólanum.
Með öðrum orðum vann hann nálægt
skólanum við að búa til sprengjur til árása
á almenna borgara í Ísrael á sama tíma og
hann innrætti nemendum sínum að gera
það sama. Hann þurfti engar greiðslur frá
íslamísku stríðsmönnunum af því að hann
var á launum hjá SÞ í gegnum UNRWA.
Ísraelar eiga þannig ekki aðeins í höggi
við Hamas. Þeir glíma einnig við falinn og
voldugan fjandmann í SÞ sem annaðhvort á
allsherjarþinginu eða í gegnum undirstofnanir
sínar svarar jafnan fullyrðingum Ísraela um
brot á öllum samþykktum með ásökunum
sem eiga mjög lítið skylt við raunveruleikann.
Þetta á ekki síst við um öryggisráð SÞ og
mannréttindaráð SÞ. Öryggisráðið hefur
samþykkt 131 ályktun, mannréttindaráðið 45
ádrepur. Hve oft hafa SÞ til dæmis fordæmt
valdhafana í Súdan, Sádi-Arabíu, Líbíu og
Alsír? Í þessum löndum hafa verið – og eru
enn – stunduð mikil fjöldamorð á Aröbum.
En uss,uss – ekki tala um það.
Hjálparstofnanir gagnrýnar á Ísrael
Flestar hjálparstofnanir í Danmörku eru gagn-
rýnar á Ísrael og neikvæðust er Hjálparstofnun
kirkjunnar. Stofnunin hefur oft sent frá sér
boðskap sem er tvímælalaust pólitískur. Þar
er ekki aðeins lýst efasemdum um tilverurétt
Ísraelsríkis heldur einnig um hlut Gyðinga
í sögu svæðisins með yfirlýsingum eins og
„fyrstu kristnu mennirnir voru Palestínumenn“
og um „fátæka Arabadrenginn Jesús“.
Gagnrýnin er alltaf skökk. Þegar Hamas-
liðar skjóta af ásetningi frá skólum, sjúkra-
húsum og moskum í von um að með því að
svara hitti Ísraelar almenna borgara setja
félagasamtök kíkinn á blinda augað svo að
sjaldan er minnst á þessi mannréttindabrot.
Þá láta helstu fjölmiðlar einnig hjá líða að
geta um raunverulega undirrót átakanna:
Ósk Arabanna um að ná fram hefndum á
þjóð sem þeir hafa í meira en 1.000 ár talið:
1. Óvini Guðs (trúarlega ástæðan).
2. Fyrirlitlegt undirmálsfólk (þjóðlega
ástæðan).
„Það nagar sálir okkar að svo lítið land sem
Ísrael með aðeins sjö milljónir íbúa geti
staðist 350 milljónum Araba snúning. Það
niðurlægir sameiginlegt egó okkar.“
– Ahmed Sheikh, ritstjóri Al Jazeera,
í Die Weltwoche, tilvitnun frá Thomas
Friedman í NY Times.
Það er með öðrum orðum óskin um hefnd
sem er raunverulegur aflvaki deilunnar og
þess vegna verður hún ekki leyst nema sigur
vinnist á Ísrael og landið verði upplausn
að bráð. Skoðanakannanir sýna að þetta er
viðhorf meirihluta Araba, án tillits til þess
hvar þeir búa. Þetta snýst um
arabísk/íslamska smán og heiður, þar er að
finna lykilinn að greiningunni.
Textinn er saminn á grunni framlags
frá Geoffrey Cain, Ole Groth-Andersen,
Bernard Gilland og Torben Snarup Hansen.