Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 63
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 61
Nefndin, sem þá var undir forystu Jakobs R.
Möller hrl., skilaði tillögum sínum þar sem
akkúrat átta umsækjendur voru metnir
hæfastir. Settur dómsmálaráðherra óskaði
eftir frekari skýringum og gögnum um
málið en fékk þau svör að nefndin lyti ekki
boðvaldi ráðherra. Í svo mörgum orðum
var honum sagt að honum kæmi það ekki
við hvernig nefndin hefði komist að þeirri
niðurstöðu að einungir átta umsækjendur
væru hæfir til að gegna embætti dómara.
Þessi vinnubrögð Möller-nefndarinnar ríma
mjög við vinnubrögð Claessen-nefndarinnar
(ættarnöfn þeirra Gunnlaugs og Jakobs
eru aðeins notuð hér til að greina á milli
nefndanna).
Það sem er hins vegar merkilegt í þessu
máli er að það hefur komið fram að Möller-
nefndin viðhafði önnur vinnubrögð en
Claessen-nefndin þegar kom að því að
meta hæfni umsækjenda. Á því hafa ekki
fengist neinar haldbærar skýringar en það
vekur eðlilega upp margar spurningar um
vinnubrögð og mat þeirra nefnda sem meta
hæfni dómara hverju sinni ef ekkert samræmi
er í því hvernig þær starfa eftir reglunum sem
um þær gilda.
Jakob R. Möller hélt einnig erindi á
fyrrnefndum hádegisfundi lagadeildar HR.
Þar sagði hann í lok erindis síns að dóms-
málaráðherrum í gegnum tíðina væri ekki
treystandi til að fara eftir þeim lögum sem í
gildi eru um skipun dómara. Þá sagði hann
berum orðum að skipunarvald ráðherra væri
„fyrst og fremst formlegt“.
Það er ekki hægt að túlka þessi orð lög-
mannsins öðruvísi en svo að hann telji dóm-
nefndina eina eiga að ráða því hverjir verði
dómarar við dómstóla hér á landi. Fyrr í erindi
sínu hafði hann blásið á og raunar gert lítið
úr öllum kenningum um klíkuskap í íslensku
réttarkerfi. Sem fyrr segir snýst þetta mál í
grunninn um það hverjir skipa eigi dómara.
Ljóst er á orðum Jakobs að ráðherra eigi lítið
annað að gera en að skrifa athugasemdalaust
upp á tillögur dómnefnda hverju sinni.
Klíkuskapur?
Að ráðherra dómsmála sé eingöngu ætlað að
vera upp á punt við skipun dómara gengur
ekki upp. Skipan dómara er stjórnarathöfn
og því ber ráðherra bæði pólitíska og
stjórn sýslulega ábyrgð á skipun dómara.
Í núverandi fyrirkomulagi skipa sitjandi
dómarar meirihluta í þeim dómnefndum sem
meta hæfni annarra dómara. Með öðrum
orðum; dómarar velja samstarfsmenn sína.
Samkvæmt lögum er skipunarvaldið þó ekki
hjá dómnefndum, en þannig hefur það þó
verið í framkvæmd. Dómsmálaráðherra benti
á það í ræðu sinni á Alþingi við meðferð
vantrauststillögu á hendur henni að það
væri ekki hægt að færa fram vantraust á
andlitslausa dómnefnd um hæfni á Alþingi
en það væri vissulega hægt gagnvart ráð-
herranum sem bæri ábyrgð á skipan dómara
í landinu. Þannig að, ef draga má ráðherrann
til ábyrgðar um skipan dómara er eðlilegt
að hann eigi þá raunverulegt val um hæfa
einstaklinga til að skipa sem dómara í landinu.
Í Hæstarétti sitja nú átta dómarar. Fimm þeirra
luku embættisprófi í lögfræði frá lagadeild
Háskóla Íslands á árunum 1978-1980, einn árið
1987 og tveir árið 1990. Það verður ekki sagt
að lagður hafi verið rauður dregill fyrir þennan
eina sem lauk prófi árið 1987.
Hér verður frekara tal um klíkuskap og
dómaraelítu látið liggja á milli hluta. En það
er rannsóknarefni hversu oft dómnefnd um
hæfni umsækjenda um dómaraembætti – en
fram til ársins 2010 lagði Hæstiréttur mat
á umsækjendur um dómara við réttinn –
breytti forsendum sínum um hæfni dómara
á milli skipana og að sama skapi hversu
tilviljanakennt starf nefndarinnar hefur verið
frá árinu 2010.
Sá sem vill verða dómari á Íslandi vill þó
örugglega ekki taka þá rannsókn að sér.