Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 44

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 44
42 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Falsfréttir hafa áhrif Við vitum að hörðustu stuðningsmenn Trumps stimpla fjölmiðla og aðra gagnrýnendur sem vinstrimenn sem ekki sé hægt að taka mark á. En það verður varla sagt um þig, starfsmenn Cato og aðra frjálshyggjumenn sem hafa gagn- rýnt hann? „Þeir gera það samt,“ svarar Palmer að bragði. „Þeir kalla okkur kommaasna, sem er kurteisasta orðið sem mér dettur í hug en þau eru mörg verri. Þetta á þó rætur sínar að rekja til hinna svokölluðu falsfrétta sem er mikið fjallað um núna.“ Palmer segir að með tilkomu samfélagsmiðla sé orðið auðvelt að villa um fyrir fólki og nefnir dæmi. „Segjum að þú sért stuðningsmaður Trumps og þú sérð á Facebook tengil (e. link) á frétt frá Denver Guardian, þar sem fjallað er með slæmum hætti um Hillary Clinton. Þú hugsar; það var blað í Denver sem var að fjalla um þetta, og deilir fréttinni áfram á þinni síðu. Vandamálið er að það er ekkert blað sem heitir Denver Guardian. Þetta er samt raunverulegt dæmi því það var sett upp vefsíða með þessu nafni. Annað dæmi var síða sem hét Miami Tribune. Ef þú býrð ekki á svæðinu hljómar þetta eins og um alvöru fréttamiðla sé að ræða. Það er búið að afbaka vörumerkjavitund netnotenda, það er stutta skýringin.“ Og Palmer heldur áfram og segir að þessir falsfréttamiðlar hafi verið nýttir til að búa til smellibeitur. „Fólk áttaði sig á því að með því að búa til krassandi fyrirsagnir væri hægt að fá aukinn lestur og þar með auknar tekjur í gegnum Google,“ segir Palmer en bætir við að Google sé nú að vinna gegn þessu. „Annað dæmi er afskipti Rússa af samfélags- miðlum. Þeir hafa sett upp kerfi þar sem tugþúsundir falskra Twitter-notenda eru að deila fréttum hver frá öðrum. Ég sá dæmi um Twitter-aðgang sem skrifaði mörg þúsunda statusa á dag, marga daga í röð. Það er engin manneskja svo dugleg. Um þetta var fjallað og falsfréttir var orð sem mikið var fjallað um. Trump nýtti sér þetta og sagði allar þær fréttir sem fjölluðu um hann á gagn rýninn hátt vera falsfréttir. Hann reyndi að draga úr trúverðugleika hefð bundinna fjölmiðla og honum tókst það að hluta til því það er ekki hægt að eiga málefna legar umræður um stefnu Trumps. Hann og stuðningsmenn hans kalla það undir eins falsfrétt, jafnvel þó svo að um skoðanapistil eða ritstjórnargrein sé að ræða. Þar með lýkur umræðunum. Menn eru líka sakaðir um landráð og aðra sambærilega hluti, af því að þeir eru ósammála forseta- num. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Palmer hefur nokkrum sinnum komið til Íslands og haldið hér fyrirlestra. Hann hefur mikið dálæti á Íslendingasögunum og þá sérstaklega Brennu-Njáls sögu og Egils sögu Skallagrímssonar. Það þarf ekki langt samtal við Palmer til að sjá að hann þekkir nokkuð vel til sagnanna og þeirra persóna sem þar koma fram, um lýðveldistímann, stofnun Alþingis og Sturlungaöldina svo fátt eitt sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.