Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 5 Nú er að vísu margbúið að taka þessa umræðu, skipa vinnuhópa, gefa út skýrslur og þannig mætti áfram telja. Við vitum samt fyrir fram að ef niðurstaðan verður ekki eins og forsvarsmenn Viðreisnar vill að hún sé fer allt í háaloft. Þannig varð flokkurinn til. *** Annar innantómur frasi er að Viðreisn sé frjálslyndur flokkur. Því fer fjarri. Það eina sem flokkurinn skildi eftir sig í síðustu ríkisstjórn var jafnlaunavottun, sem er auðvitað ekkert annað en þvingunaraðgerð af hálfu ríkisins og kostar fyrirtækin í landinu talsvert fjármagn. Frjálslyndur flokkur hefði það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og minnka umsvif ríkisins. Í ræðu sinni minntist Þorgerður Katrín ekki einu orði á lækkun skatta en talaði aftur á móti fyrir því að hækka svokallaða græna skatta, skatta á ferðaþjónustu og að sjálfsögðu um hækkun veiðigjalda. *** Til að reyna að höfða til lægstu hvata sam- flokksmanna sinna sagði Þorgerður Katrín að hluti af þeim verðmætum sem skapast hefðu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum lægi nú í fjárfestingum í Korputorgi (eins og það sé slæmt). Þess í stað færi betur á að innheimta hærri veiðigjöld til að nýta í samfélagsupp- byggingu í Vestmannaeyjum. Hinn frjálslyndi flokkur vill með öðrum orðum að ríkið taki meira til sín til að dreifa verðmæt unum aftur til almennings. Af því að það gengur svo vel þar sem það hefur verið reynt? *** Sjálfsagt hefur enginn tölu á því hversu miklum verðmætum sjávarútvegsfyrirtæki, hvort sem er í Vestmannaeyjum eða annars staðar, hafa skilað til samfélagsins. Þó mætti ætla að sjávarútvegurinn í Vestmannaeyjum hafi skilað meiri verðmætum til samfélagsins þar en ríkið myndi nokkurn tímann gera í formi úthlutunar sem alltaf yrði á forræði stjórnmálamanna hverju sinni. *** Viðreisn er smáflokkur, minnsti flokkurinn á þingi, með tæplega 7% fylgi og fjóra þingmenn. Þorgerður Katrín er sjálf sjöundi þingmaðurinn í sínu kjördæmi. Og af hverju er þá verið að verja dýrmætu plássi á síðum Þjóðmála í að svara smáflokkum? Jú, það er af því að árásir Þorgerðar Katrínar og Viðreisnar munu halda áfram. Það eru bara örvæntingarfullir stjórnmálamenn sem tala með þeim hætti sem Þorgerður Katrín gerði og örvæntingarfullir stjórnmálamenn reyna ítrekað að höfða til lægstu hvata almennings. Það að tala í innan tómum frösum, segja sjálfan sig berjast fyrir almanna hagsmunum gegn sérhagsmunum í annarri hvorri setningu og ítreka í sífellu eigið frjálslyndi er popúlísk hegðun. Slíkri umræðu þarf að svara. Við eigum ekki að þurfa að vera í þeim sporum eftir nokkur ár að þurfa að líta til baka og hugsa, ef við hefðum bara svarað þessum popúlísku dylgjum miklu fyrr. Gísli Freyr Valdórsson Frjálslyndur flokkur hefði það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og minnka umsvif ríkisins. Í ræðu sinni minntist Þorgerður Katrín ekki einu orði á lækkun skatta en talaði aftur á móti fyrir því að hækka svokallaða græna skatta, skatta á ferðaþjónustu og að sjálfsögðu um hækkun veiðigjalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.