Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 92
90 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Niðurstaða Samskipti Breta og Íslendinga hafa verið mikil að fornu og nýju, og hefur þar gengið á ýmsu. Eftir að verulega slettist upp á vinskapinn í stóratburðum alþjóðlegu fjármálakreppuna 2007-2009, var slétt úr fjöðrunum eftir úrskurð EFTA-dómstólsins í janúar 2013 í s.k. „Icesave-máli“. Með sögulegri útgöngu Breta úr ESB blasir við sú nýja staða, að þrír meginmarkaðir verða fyrir vöruviðskipti í Evrópu, sá brezki, Innri markaður EES og Evrópa austan ESB. Könnun Sentiomåling í nóvember 2017 sýndi, að um 70% aðspurðra Norðmanna, sem afstöðu tóku, vilja ekki afhenda ESB/ ESA úrslitavöld um orkumálefni Noregs. EES hefur tekið upp sameiginlega matvælastefnu og sameiginlegar reglur um fjármálaeftirlit. Ekki mun kostnaðurinn við matvælaeftirlit og fjármálaeftirlit á Íslandi minnka við þá skipan. Tilskipanaflóðið frá ESB hefur orðið íslenzku atvinnulífi verulega íþyngjandi, og hafa málsvarar fyrirtækjanna, einkum hinna minni, kvartað undan þessu. Um þverbak keyrir nú, þegar ESB, í viðleitni sinni til æ nánara samstarfs aðildarríkjanna, hefur ákveðið að láta EES-samninginn spanna frjálst flæði orku á milli landanna. Þar með getur ESB læst klónum í „græna“ orku Noregs og Íslands án þess lýðræðislega kjörin yfir- völd þessara landa fái rönd við reist. Þar með hefur skörin færzt svo mjög upp í bekkinn, að engan veginn verður við unað, heldur ættu Íslendingar og Norðmenn að segja upp EES-samninginum, ef sá vilji þjóðanna birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu, og stefna síðan eindregið að tvíhliða viðskipta- samningum við Bretland, ESB og fleiri ríki. Það er litlum vafa undirorpið, að hagsmunum þessara bræðraþjóða verður bezt borgið með slíku fyrirkomulagi, enda gerist þá engin þörf á hráskinnaleik með stjórnarskrár ríkjanna. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur. Heimildir: 1. Sviðsljósgrein Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu, 16.11.2017, „Segja að veikindaálagið muni aukast“, þar sem sérfræðingarnir Karl G. Kristinsson og Vilhjálmur Svansson rökstuddu, hvers vegna hættulegt er að auka á smithættu frá innfluttum matvælum í þá veru, sem ESA og EFTA-dómstóll hafa úrskurðað, að Íslendingum beri að gera til að uppfylla EES-samninginn. 2. Fyrirlestur Þorvaldar Friðrikssonar, fornleifafræðings og fréttamanns, á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, 14.04.2017, og væntanleg bók hans um gelísk áhrif á Íslandi að fornu. 3. Vefsetur norsku andófssamtakanna gegn ESB: http:// www.neitileu.no 4. Morgunblaðsgrein Mortens Harper, 25.11.2017, „Af hverju Norðmenn vilja atkvæðagreiðslu um uppsögn EES- samningsins“. Þetta er brautryðjandi heimild í seinni tíð á Íslandi um nauðsyn þess að segja skilið við EES. 5. Skýrsla Hjartar J. Guðmundssonar, alþjóðastjórnmála- fræðings, desember 2017: „The EEA is not the Way“ á vefsetrinu http://www.theredcell.co.uk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.