Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 65
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 63 Greinin er samantekt úr meistararitgerð minni Plastmengun í hafi – Hvað er til ráða? sem er nú aðgengileg á Skemmu og var lokaverkefni mitt í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hér verður stiklað á stóru, en markmið rannsóknarinnar var að kanna hvað íslensk stjórnvöld geta gert til að draga úr plastmengun hafsins og hvernig þau geta virkjað aðra til samstarfs um verkefnið. Dregin var upp mynd af því hvernig plast- mengun í hafi birtist í íslensku samfélagi, skoðað til hvaða stjórntækja íslensk stjórn- völd geta gripið hér og nú og hvernig þau virka við þær aðstæður sem við blasa í samtímanum. Þar horfði ég fyrst og fremst til tveggja stjórntækja; opinberra upplýsinga og reglna. Samhliða voru önnur stjórntæki nefnd; svo sem styrkir og skattar. Um er ræða eigindlega rannsóknarritgerð, en gögnum var safnað úr áður birtu efni, fjallað um kenningar og viðtöl tekin við fólk sem starfar í tengslum við viðfangsefnið og ólík sjónarhorn dregin fram. Plastmengun í hafi hefur verið afar lítið rannsökuð á Íslandi og sáralítið skrifað um efnið í tengslum við stjórnvöld. Vonandi getur rannsóknin orðið til þess að opna betur umræðuna um þann vanda sem við er að etja enda eiga Íslendingar mikið undir sjávarútvegi, auk þess sem vandinn ógnar almennt afkomu okkar og velferð. Mögulega getur verkefnið hjálpað til við að opna augu stjórnvalda fyrir þeirra ábyrgð að fyrirbyggja meiri skaða af völdum plasts í hafinu. Loftslagsbreytingar eina hliðstæðan Með plastmengun hafsins stendur mann- kynið frammi fyrir risavaxinni áskorun á sviði umhverfismála og er ljóst að frekari aðgerða er þörf. Eins þarf að styrkja grundvöll slíkra aðgerða með betri upplýsingum. Með einfaldri leit á netinu finnst urmull alls kyns upplýsinga um plastmengun í hafi en greina má klifun í upplýsingaflæðinu sem bendir til að hver étur upp eftir öðrum sömu upplýsingarnar og enn er of margt sem við getum ekki slegið föstu. Við vitum til dæmis ekki fyrir víst hver full áhrif eru af plastögnum sem klífa upp fæðukeðjuna. Leiða má líkur að því að áhrifin séu neikvæð en hver þau eru nákvæmlega á mismunandi lífverur er enn nokkur ráðgáta. Við vitum þó að efnið plast er hormónatruflandi, það hefur áhrif á vöxt og frumur. Við vitum líka að lífverur í hafinu borða plast í stað fæðu og rýrna fyrir vikið eða deyja. Einnig geta þær flækst í því. Þær upplýsingar sem við höfum fyrir víst, s.s. um framleiðslu plasts, segja okkur þó að efnið er ekki náttúrulegt, það er að megin- uppistöðu unnið úr olíu og öðrum mengandi efnum og þar af leiðandi á plast ekki heima í náttúrunni, hvort sem er til lands eða sjós. Markmið stjórnvalda samtímans getur aldrei orðið að útrýma plasti með öllu úr heiminum. Það er óraunhæft. Þrátt fyrir að efnið sé aðeins um aldargamalt og hafi ekki komist í almennt notkun fyrr en um miðja síðustu öld hefur öll tækniþróun, vörufram- boð, nýsköpun og lifnaðarhættir manna almennt þróast með þeim hætti að vandséð er hvernig snúið verður alfarið frá því að plast sé í notkun. Því ber að halda til haga að efnið kom í stað ýmissa efna sem áður voru unnin úr dýrum eða gróðri sem varast ber að ganga of nærri. Efnið er einnig sterkt, getur flotið og hefur mikið geymsluþol. Vandinn er hins vegar sá að plast er ofnotað og það í einnota óþarfa, til dæmis við framleiðslu leikfanga og burðarplastpoka sem fæstir nota oftar einu sinni. Óábyrg plastnotkun og sóun er vanda- málið sem nauðsynlegt er að ná tökum á. Markmið stjórnvalda samtímans getur aldrei orðið að útrýma plasti með öllu úr heiminum. Það er óraunhæft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.