Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Því verður ekki trúað að Reykvíkingar telji hag sínum best borgið áfram enn eitt kjörtímabil undir svipaðri stjórn og verið hefur í borginni undanfarin átta ár. Hér hefur oftar en einu sinni verið áréttuð nauðsyn flokkslegs átaks sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Forystumenn flokksins þar verða að vera samstiga. Þeim er það skylt gagnvart félögum sínum og borgar búum öllum, vilji þeir endurvekja traust til flokksins. Í Fréttablaðinu birtust miðvikudaginn 28. febrúar niðurstöður í skoðanakönnun á fylgi flokka í Reykjavík. Hún sýnir Sjálfstæðisflokkinn í góðri sókn með 35% fylgi og níu borgarfull- trúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með rúm 27% og sjö borgarfulltrúa. II. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobs dóttur var mynduð 1. desember 2017 hefur verið gerð hörð hríð að Sigríði Á. Andersen dóms málaráðherra. Stjórnarandstæðingar litu strax á hana sem skotmark til að fella ríkisstjórnina. Með því að varpa rýrð á skipun hennar á dómurum í landsrétt vildu þeir reka ríkisstjórninni náðarhöggið – þingmenn Vinstri grænna (VG) mundu ekki þola álagið og hlaupa frá stuðningi við stjórnina. Árásir á dómsmálamálaráðherra mögnuðust eftir dóma hæstaréttar 19. desember 2017 í málum tveggja umsækjanda um embætti landsréttardómara. Þeir voru í 15 manna hópi útvalinna hjá nefndinni sem dæmdi um hæfi umsækjenda en ekki á lista dóms- málaráðherra sem var samþykktur á alþingi í sumarbyrjun 2017. Hæstiréttur taldi að ráðherrann hefði ekki lagst í nægilega mikla rannsóknarvinnu í samræmi við 10. gr. stjórn sýslulaga áður en hún tók fjóra af lista dómnefndarinnar og setti aðra fjóra í staðinn til að tryggja að þingmenn samþykktu tillöguna með vísan til jafnræðis milli kynja. Dæmdi hæstiréttur körlunum tveimur miskabætur. Eftir þetta báru andstæðingar dómsmála- ráðherra henni á brýn að hún væri lögbrjótur. Þeir nutu eindregins stuðnings vefmiðilsins Stundarinnar. Annar vefmiðill, Kjarninn, skipaði sér í andstöðu við ráðherrann og sömu sögu má segja um fréttastofu ríkisútvarpsins. Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingu, var kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar alþingis. Fór hún strax mikinn í lands réttarmálinu í von um að koma höggi á ráðherrann. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra óskaði sjálf eftir því að koma fram fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fjalla um skipun dómara í Landsrétt. Hún óskaði jafnframt eftir því að fundurinn yrði sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.