Þjóðmál - 01.03.2018, Page 10
8 ÞJÓÐMÁL Vor 2018
Því verður ekki trúað að Reykvíkingar telji
hag sínum best borgið áfram enn eitt
kjörtímabil undir svipaðri stjórn og verið
hefur í borginni undanfarin átta ár. Hér hefur
oftar en einu sinni verið áréttuð nauðsyn
flokkslegs átaks sjálfstæðismanna í Reykja-
vík. Forystumenn flokksins þar verða að
vera samstiga. Þeim er það skylt gagnvart
félögum sínum og borgar búum öllum, vilji
þeir endurvekja traust til flokksins.
Í Fréttablaðinu birtust miðvikudaginn 28.
febrúar niðurstöður í skoðanakönnun á fylgi
flokka í Reykjavík. Hún sýnir Sjálfstæðisflokkinn
í góðri sókn með 35% fylgi og níu borgarfull-
trúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn
með rúm 27% og sjö borgarfulltrúa.
II.
Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobs dóttur
var mynduð 1. desember 2017 hefur
verið gerð hörð hríð að Sigríði Á. Andersen
dóms málaráðherra. Stjórnarandstæðingar
litu strax á hana sem skotmark til að fella
ríkisstjórnina. Með því að varpa rýrð á skipun
hennar á dómurum í landsrétt vildu þeir
reka ríkisstjórninni náðarhöggið – þingmenn
Vinstri grænna (VG) mundu ekki þola álagið
og hlaupa frá stuðningi við stjórnina.
Árásir á dómsmálamálaráðherra mögnuðust
eftir dóma hæstaréttar 19. desember 2017 í
málum tveggja umsækjanda um embætti
landsréttardómara. Þeir voru í 15 manna
hópi útvalinna hjá nefndinni sem dæmdi
um hæfi umsækjenda en ekki á lista dóms-
málaráðherra sem var samþykktur á alþingi
í sumarbyrjun 2017. Hæstiréttur taldi að
ráðherrann hefði ekki lagst í nægilega mikla
rannsóknarvinnu í samræmi við 10. gr.
stjórn sýslulaga áður en hún tók fjóra af lista
dómnefndarinnar og setti aðra fjóra í staðinn
til að tryggja að þingmenn samþykktu
tillöguna með vísan til jafnræðis milli kynja.
Dæmdi hæstiréttur körlunum tveimur
miskabætur.
Eftir þetta báru andstæðingar dómsmála-
ráðherra henni á brýn að hún væri lögbrjótur.
Þeir nutu eindregins stuðnings vefmiðilsins
Stundarinnar. Annar vefmiðill, Kjarninn,
skipaði sér í andstöðu við ráðherrann
og sömu sögu má segja um fréttastofu
ríkisútvarpsins.
Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingu, var
kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar alþingis. Fór hún strax mikinn í
lands réttarmálinu í von um að koma höggi á
ráðherrann.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra óskaði sjálf eftir því að koma fram fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fjalla
um skipun dómara í Landsrétt. Hún óskaði jafnframt eftir því að fundurinn yrði sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis.