Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 87

Þjóðmál - 01.03.2018, Qupperneq 87
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 85 orkuflutninga landanna til að auka skilvirkni ákvarðanatöku, einkum um raforkuflutninga á milli landanna. Mun ACER hafa úrslitaáhrif um þróun raforkuinnviða aðildarlandanna með útibúi sínu í hverju landi, sem verður sjálfstæð deild innan orkustofnunar hvers lands og mun starfa algerlega óháð stjórn- völdum og hagsmunaaðilum með fram- kvæmdastjóra, skipuðum til sex ára í senn, sem einvörðungu tekur við fyrirmælum frá ESB/ACER. Hjá ACER ræður einfaldur meirihluti ESB-ríkjanna ákvarðanatökunni, en EFTA-ríkin fá aðeins áheyrnarfulltrúa. Frá ACER er ákvörðun um beina hagsmuni EFTA- ríkjanna send til ESA, sem framsendir hana til RME, sem kalla má Orkustjórnsýslustofnun, OSS, á Íslandi. Að nota ESA sem millilið fyrir EFTA-ríkin er aðeins tilraun til að dylja stór- lega aukið framsal ríkisvalds til yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER. Á vettvangi ACER munu verða teknar ákvarðanir um að reisa og reka tengimannvirki á milli landa á borð við loftlínur, sæstrengi og gasrör ásamt endamannvirkjum, og engin ríkisstjórn eða þjóðþing, sem undirgengizt hefur vald ACER, mun geta stöðvað slíka framkvæmd. Ef ágreiningur rís á milli ríkjanna um kostnaðarskiptingu slíkra mannvirkja, úrskurðar ACER um hana, og sá úrskurður er endanlegur. Þannig verður á vettvangi ACER hægt að taka ákvörðun um lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands, eða til meginlandsins með viðkomu í Skotlandi, og fyrirskipa Landsneti að greiða tiltekið hlutfall af kostnaðinum. OSS mun ná tangarhaldi á stjórn Landsnets, og hin lýðræðislega yfirstjórn þessa mikil- væga þáttar orkumálanna verður í raun afnumin til að tryggja, að ná megi markmiði ESB um tvöföldun orkuflutninga á milli landa EES upp í 20% af orkunotkun landanna árið 2030. Allar fjárfestingar og rekstur stofnkerfa raforku í Noregi hafa verið á vegum ríkis- fyrirtækisins Statnett og á Íslandi á vegum Landsnets, sem er í eigu nokkurra innlendra orkufyrirtækja, sem óbeint er þannig að mestu í opinberri eigu, en verður að kröfu ESB að verða óháð öðrum fyrirtækjum, óháð Orkustofnun (OS) og óháð ráðuneyti orkumála, en lúta aftur á móti boðvaldi OSS. OSS mun geta stofnað til raforkumarkaðar í landinu, þar sem öll sú raforka, sem ekki er bundin í langtímasamningum, mun ganga kaupum og sölum og verða flutt hvert sem er innan EES, eftir að sæstrengur hefur verið lagður. Í augum leikmanns á sviði lögfræði er hér um fullveldisframsal að ræða á málefna- sviði, er varðar hagsmuni ríkisins, flestra fyrirtækja í landinu og allra íbúa þess, eða m.ö.o. stórfellt fullveldisframsal. Afleiðing þess að flytja ráðstöfunarrétt íslenzkrar raforku frá þjóðkjörnum fulltrúum til yfirþjóðlegs valds kann að verða hækkun raforkuverðs upp í verðlag meginlandsins, sem jafngildir tvö- til þreföldun raforkuverðs ársins 2018. Í Noregi hefur frá 2017 verið mikil umræða um það á meðal lögfræðinga, hvort Stórþingið hafi stjórnskipulega heimild til að samþykkja innleiðingu Þriðja orkumarkaðs- lagabálks ESB með einföldum meirihluta, eða hvort krefjast eigi aukins meirihluta, 75% viðstaddra Stórþingsmanna, sem að lágmarki nái 2/3 af heildarfjölda þeirra, fyrir samþykki á lögleiðingu þessa lagabálks frá ESB. Um fjöllun Stórþingsins hefur frá því haustið 2017 verið áformuð í febrúar-marz 2018, og í Noregi hefur frá árinu 2017 risið mikil and- staða gegn þessum orkulagabálki frá Brussel. Vilja andófssamtökin „Nei til EU“, að norska þjóðin fái að tjá hug sinn til þessa stórmáls áður en Stórþingið tekur endanlega afstöðu. Hvers vegna þessu stórmáli fyrir Íslendinga voru ekki gerð nein skil opinberlega fyrr en 25. nóvember 2017, að grein eftir Morten Harper, rannsóknarstjóra „Nei til EU“, birtist í Morgun- blaðinu, er einkennilegt og áhyggjuefni fyrir opna, vitræna og lýðræðislega umræðu um stórmál. Það er líka eðlileg krafa á Íslandi, að haldin verði ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla áður en Alþingi afgreiðir frumvarp ríkisstjórnarinnar um þá innleiðingu, sem hér er til umfjöllunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.