Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 60

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 60
58 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Og það er fleira gagnrýnisvert við stigatöflu nefndarinnar. Í þremur flokkum, almenn starfshæfni, samning og ritun dóma og stjórn þinghalda, fengu allir umsækjendur fullt hús stiga, eða 10 í einkunn. Faglegt mat nefndarinnar hefur því líklega verið að allir 33 umsækjendur væru allir jafn fullkomlega hæfir í þessum þáttum, jafnvel þótt vitað sé að hluti umsækjenda hefur aldrei stjórnað þinghaldi né samið dóma. Þrír flokkar, reynsla af dómstörfum, lögmanns- reynsla og stjórnsýsla, fengu mesta vægið, eða 20%. Sá sem starfað hefur sem lögmaður allan sinn starfsferil fær því núll í hinum tveimur flokkunum og verður strax af 40% vægi í heildarmatinu (sem var sem fyrr segir 105%!). Það sama gildir ef einhver hefur starfað innan stjórnsýslunnar eða verið dómari til lengri tíma (margir dómarar koma úr akademíunni og starfa því aldrei sem lögmenn). Hversu fullkomin var niðurstaða nefndarinnar? Haukur Örn Birgisson hrl. fór meðal annars yfir þessi atriði og fleiri á hádegisfundi sem lagadeild Háskólans í Reykjavík (HR) stóð fyrir 24. janúar sl. Hann benti réttilega á að hægt væri að leika sér með tölurnar út í hið óendanlega og komast að ólíkum niðurstöðum. Þetta er réttmæt gagnrýni hjá Hauki Erni því allt byggist þetta á huglægu mati nefndarinnar og engu öðru. Það eru engin vísindi á bak við Excel-töfluna frægu og engar óhrekjanlegar kenningar. Það er látið að því liggja að þeir einstaklingar sem sitja í dómnefnd um skipan dómara séu allt að því haldnir ómannlegum hæfileikum og nefndin því svo fagleg að hún sé hafin yfir gagnrýni. Þannig tala þeir sem hvað harðast hafa sótt að dómsmálaráðherra, nú síðast í umræðu um vantrauststillögu sem tekin var fyrir (og felld) á Alþingi 6. mars sl. Nú vill svo til að Gunnlaugur Claessen hefur sjálfur viðurkennt, í skýrslutöku við héraðsdóm, að niðurstaða nefndarinnar kunni að vera annmörkum háð og mögulega ónákvæm! Svo virðist sem þessi orð Gunnlaugs hafi farið framhjá þingmönnum Pírata, Viðreisnar, og Samfylkingarinnar því pólitísk barátta þeirra byggir að miklu leyti á því að taflan sé fullkomin og upprunaleg tillaga nefndar- innar sé þannig eina rétta niðurstaðan í málinu. Það má þó öllum vera ljóst að allt tal um að niðurstaða nefndarinnar sé hin eina rétta er marklaust enda eru alltaf til staðar skekkjumörk. Það er því ekki til neinn stóri sannleikur í þessu máli frekar en öðrum. Haukur Örn komst ágætlega að orði þegar hann sagði á fyrrnefndum fundi að það hlyti að „teljast til ákveðinnar mikilmennsku […] að telja sjálfan sig svo færan um að meta annað fólk út frá ótal mismunandi þáttum með þeim hætti að það sé útilokað að viðkomandi hafi haft rangt fyrir sér.“ Það er látið að því liggja að þeir einstaklingar sem sitja í dómnefnd um skipan dómara séu allt að því haldnir ómannlegum hæfileikum og nefndin því svo fagleg að hún sé hafin yfir gagnrýni. Nú vill svo til að Gunnlaugur Claessen hefur sjálfur viðurkennt [...] að niðurstaða nefndarinnar kunni að vera annmörkum háð og mögulega ónákvæm!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.