Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 56
54 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Árið 1895 úrskurðaði Hæstiréttur Banda- ríkjanna þó að flatur tekjuskattur gengi gegn stjórnarskrá landsins. Tæpum 20 árum síðar, árið 1913, samþykktu báðar deildir Bandaríkjaþings hins vegar 16. viðauka stjórnarskrárinnar, sem heimilaði beina skatt heimtu, tekjuskatt. Tekjuskattur var lagður á einstaklinga sem þénuðu yfir 3.000 Bandaríkjadali á ári og snerti þannig aðeins 1% þjóðarinnar. Í framhjáhlaupi má nefna að upphaflega var skatturinn lagður á „löglegar tekjur“ en síðar var lögunum breytt og orðið „löglegar“ fjarlægt, sem gaf saksóknurum færi á að gera atlögu að þekktum glæpamönnum, t.d. Al Capone sem sakfelldur var fyrir skattsvik. Síðan þá hefur tekjuskattur vestanhafs hækkað smátt og smátt og viðmiðin að skattstofni lækkað. Tekjuskattur hækkaði strax í fyrri heimsstyrjöld, umtalsvert í kjölfar New Deal stefnu Roosevelts forseta og aftur í síðari heimsstyrjöldinni. Árið 1945 voru rúmlega 10% Bandaríkjamanna farin að greiða að meðaltali um 30% tekjuskatt. Líkt og í Bretlandi hefur hann hækkað jafnt og þétt síðan þá og ekkert vestrænt lýðræðisríki innheimtir minna en tveggja stafa prósentutölu af allri innkomu. Skattar hækka Þessi upprifjun á skattheimtu, bæði til forna og síðar í hinum vestræna heimi, hefur þann gegnum gangandi þráð að skattheimtu var oftast ætlað að standa undir kostnaði við hernað og eftir tilvikum grunnrekstur hins opinbera. Með rökum mætti halda því fram að skattar hafi átt að fjármagna nauð- synlegan rekstur ríkisins, þótt deila megi um hversu mikilvæg stríð og átök fyrir alda voru. Viðhorf stofnenda Bandaríkjanna gagnvart skattheimtu og þegnum landsins var að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það þótti ekki sjálfsagður hlutur að skattleggja tekjur manna. Það var í raun ekki fyrr en árið 1913, þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var sem fyrr segir breytt í þeim tilgangi að innheimta tekjuskatt, sem ríkið fór að innheimta aukinn skatt í þeim tilgangi að standa undir kostnaði við stækkandi ríkisvald sem ekki stóð í hernaði. Það var síðan í kjölfar fyrrnefndar New Deal stefnu Roosevelts forseta, sem ríkið fór að hækka skatta í þeim tilgangi að fjármagna einstaka verkefni stjórnmálamanna. Ekki hefur verið aftur snúið, hvorki í Bandaríkjunum né á Vesturlöndum öllum. Þessi þekkta mynd af viskíuppreisninni svokölluðu sýnir þegar uppreisnarmenn eru búnir að taka skattheimtumann og þekja hann í tjöru og fiðri. Hús hans brennur í bakgrunni. Bandarísk yfirvöld beittu síðar valdi gegn uppreisnar- mönnum og var það í fyrsta sinn sem lýðræðisríki beitti valdi gegn þegnum sínum í þeim tilgangi að innheimta skatta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.