Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 67
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 65 Giddens ræðir í bók sinni um að stjórnmála- menn hafi vaknað til meðvitundar um lofts lagsbreytingar og við séum nú stödd í fyrstu bylgju aðgerða, sem felist helst í því að málið sé sett á dagskrá stjórnmálanna. Stjórnvöld hafa sett sér loftslagsstefnu og málið er í opinberri umræðu. Önnur bylgja aðgerða, segir Giddens, er að flétta málinu inn í dagleg verkefni stofnana og fyrirtækja og almenning ur taki mið af því sem er að gerast í loftslagsbreytingum í daglegum venjum. Giddens vill nálgast lausn vanda- máls ins af raunhyggju. Hann bendir á að sumir telji að loftslagsbreytingarnar séu svo umfangsmikið og flókið vandamál að það verði hefð bundnum stjórnmálum ofviða að leysa það. Að vissu marki er Giddens sammála því, sérstaklega þar sem breyting þurfi að vera í mörgum grundvallaratriðum í pólitískri hugsun. Engu að síður telur Giddens að það sé nauð synlegt að vinna málið í gegnum þær stofnanir sem við höfum þegar sett á stofn og af virðingu fyrir þingbundnu lýðræði. Ríkið verður því langmikilvægasti gerandinn, þar sem mestu völdin eru á hendi þess, hvort sem horft er til þess sem þarf að gera á inn- lendum vettvangi eða í alþjóðlegu samhengi. Það er alltaf ríkið til dæmis sem gerir samn- inga við önnur ríki, undirgengst alþjóðlega skuldbindingar og ber ábyrgð á að innleiða þær. Stjórnvöld geta svo samanstaðið af ríkinu sjálfu, svæðisstjórnum og sveitastjórnum og við þurfum að horfa til marglaga stjórnar- hátta (e. multilayered governance) sem teygja sig upp á svið alþjóðastjórnmála og svo alla leið niður í sveitarstjórnir; hvort sem er í borgum, bæjum eða þorpum. Stjórnvöld á öllum stigum verða að vinna með stofnunum, fyrirtækjum og öðrum skipulagsheildum ef þau ætla að ná árangri. Og eins miklu máli og stjórnmál einstakra þjóðríkja skipta við lausn risastórra vanda mála, á borð við loftslags- breytingar og plast mengun hafsins, þarf skilvirkt viðbragð að vera marghliða og krefst samvinnu margra þjóða, jafnvel þjóða hverra hagsmunir stangast alla jafna á (Giddens, 2009). Að mínu mati hefur Giddens lög að mæla í öllum veigamestu atriðunum og yfirfæri ég röksemdafærslu hans um loftslags- breytingarnar á plastmengun í hafi. Þrátt fyrir að greina megi vitundarvakningu vítt og breitt um samfélagið þegar plastmengun hafsins er annars vegar eru viðbrögðin mjög staðbundin og afmörkuð. Heilt yfir er sam- félagið sem slíkt ekki að bregðast við nema í einstökum sveitarfélögum í ákveðnum atriðum, eins og með því að banna plastpoka í búðum. Nú hafa farið fram tvennar alþingis kosningar síðustu tvö ár á Íslandi þar sem hvorki loftslagsbreytingar né plastmengun hafsins voru meðal stóru kosningamálanna sem framboðin settu á oddinn. Þversögn Giddens skýrir það örugglega. Almenningur sér ekki daglega ofan í hafið eða þræðir fjörurnar þar sem plastmengunin blasir við, plast er ekki efni sem vekur beinlínis almennan viðbjóð, plastagnir greinum við ekki á matardisknum eða í drykkjarvatni, vandamálið er að því leyti hvorki áþreifanlegt né sýnilegt með berum augum. Hvernig getur stjórnmálamaður barist fyrir því að draga úr plastmengun hafsins þegar svo margt er enn á huldu um vandann og hvernig sýnir hann fram á árangur? Kjósendur finna engan mun á því að fjórum árum liðnum hvort dregið hefur úr plastmengun hafsins eða ekki. Hvatinn til að haga atkvæði sínu eftir slíkum málum er takmarkaður. Það breytir ekki því, eins og Giddens (2009) bendir á, að ríkið ber ábyrgðina og getur eitt leitt lausn vandans. Það hefur löggjafarvaldið, rétt til alþjóðlegra skuldbindinga og hefur samskipti við önnur ríki og á hendi ríkisins eru allar stofnanir sem skipta máli fyrir málaflokkinn. Hvorki einkafyrirtæki, jafnvel stærstu fyrirtæki heims, né grasrótarsamtök gætu tekið slíkt hlutverk að sér eða hafa yfir viðlíka björgum að ráða. Ríkið verður að leika lykilhlutverkið; kalla aðra til samstarfs og beita stjórntækjum sem bíta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.