Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 35

Þjóðmál - 01.03.2018, Síða 35
ÞJÓÐMÁL Vor 2018 33 Það er jafnvel búið að telja borgarbúum trú um að hæsta útsvar skili ekki betri þjónustu þar sem stærðin vinni á móti hagkvæmni. Í reynd virðist sem lögmál hagfræðinnar vinni á öfugan hátt í Reykjavík en víða annars staðar í hinum stóra heimi. Aukin notkun rafmagns leiði til hækkana, fleiri bílar þurfi þrengri götur og sameina þurfi skóla þó að börnum fjölgi. Kannski er staðan í Reykjavík eitt skýrasta dæmi um hversu áhrifarík umræða vinstri afla er. Eða kannski er það svo að Reykjavík þrífst í skjóli vel rekinna nágranna sveitarfélaga og þangað flytur ungt fólk og tekjuhærri fjölskyldur. Er það jöfnuðurinn sem vinstrimenn vilja? Samband við kjósendur þarf að styrkja Eitt sterkasta vopn Sjálfstæðisflokksins er hugmyndfræði flokksins, árangur hans og kjörnir fulltrúar hans sem tala fyrir frelsis- stefnunni. Flokkurinn býr við eitt besta skipu- lag stjórnmálaflokka á Íslandi, hefur skýrar reglur og marga flokksmenn. Starf og stærð landsfundarins undirstrikar styrk sjálfstæðis- manna. Niðurstaða kosninga um Icesave gaf einnig skýrt til kynna að landsmenn vilja sjálfstæði og kjósa að fara með sín mál sjálfir. Frelsisstefna Sjálfstæðisflokksins á því fullt erindi við landsmenn. Tæknivæðing hefur fært nýjar áskoranir í samskiptum. Í fyrstu varð hagræðing til þess að tækni leysti mannfólkið af og samskipti urðu ópersónulegri. Á árunum 2006 til 2008, þegar samfélagsmiðlar tókust á flug, breyttust þau á nýjan leik. Í grein sem birtist í Harvard Business Review fyrir tæpum þremur árum var fjallað um hvernig þróun heildar- verðmæta fyrirtækja sýnir svo ekki verður um villst að samband við viðskiptavini skiptir nú meira máli en fyrir tíu árum og trompar nú virði ímynd fyrirtækja. Fyrirtæki eru að setja aukinn kraft og mannauð í að styrkja sam- band við viðskiptavini. Þetta má heimfæra upp á stjórnmálin. Það eru ekki ný vísindi að það sé dýrara að afla nýrra viðskipta en að efla þau sem fyrir eru. Það sama á við um kjósendur. Við þurfum að efla tengsl og samskipti við flokksmenn og kjósendur okkar. Við þurfum að miðla árangri, vinnu og stefnu flokksins en ábyrgðin er líka hjá kjörnum fulltrúum og flokksmönnum öllum. Við höfum eignað okkur efnahagsmálin og árangur á því sviði en við eigum líka heilmikið inni í öðrum málaflokkum sem stundum má segja að aðrir hafi eignað sér óverðskuldað heiðurinn af. Við þurfum að taka umræðuna í okkar hendur og efla flokksmenn til þátttöku. Dreifileiðirnar eru til staðar en efnisveituna skortir. Stundum er talað um að hægrisinnað fólk forðist að stíga inn í þann forarpytt sem umræðan er á stundum. Við getum hins vegar verið stolt af verkum Sjálfstæðisflokksins og eigum að eigna okkur þau með afgerandi hætti. Breytum þessu og blásum til sóknar! Það er mikilvægt að umræður á opinberum vettvangi verði ekki eftirlátnar vinstri- mönnum og hægrimenn sitji hljóðir hjá. Eignum okkur umræðuna og stöðvum dylgjur og rætnar árásir. Höldum teinrétt til sigurs í sveitarstjórnarkosningum, stöðvum óstjórn Reykjavíkurborgar og tengjum starf okkar við árangur í þágu landsmanna. Allir vilja lægri skatta, frelsi til athafna og sjálf- stæði til ákvörðunartöku. Það eru fyrstu skrefin til að brjóta þrjátíu prósenta fylgis- múrinn á landsvísu. Höfundur er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Tæplega helmingur kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er konur, þar af eru 13 konur oddvitar í sveitarstjórnum og 19 karlmenn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.