Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 24

Þjóðmál - 01.03.2018, Blaðsíða 24
22 ÞJÓÐMÁL Vor 2018 Stjórnkerfi sem enginn skilur Algengasta ráðið sem notað hefur verið í borgarstjórn síðustu fjögur árin er að skipa starfshóp. Þriðja hvern dag skipaði Dagur starfshóp. Á þremur árum tókst að setja á fót 351 starfshóp. Og nú í febrúar var settur á nýr hópur: „Starfs- hópur um miðlæga stefnumótun.“ Í erindis- bréfi starfshópsins segir um hlutverk hans: „Hlutverk starfshópsins er að vinna að umbótum og samræmdri framkvæmd í stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í miðlægri stjórnsýslu og miðlægri stefnumótun. Að fá bætta yfirsýn yfir þær miðlægu stefnur og stefnumarkandi skjöl sem eru fyrir hendi og tengingu við undirstefnur og áætlanir málaflokka. Jafnframt fá yfirsýn yfir þær aðferðir sem notaðar eru við miðlæga stefnumótun. Á grundvelli greiningarvinnu setji starfs- hópur fram viðmið um bestu framkvæmd við stefnumótun.“ Monty Python hefði ekki getað orðað þetta betur. Umboðsmaður borgarbúa er eitt af mörgum embættum sem stofnuð hafa verið á síðustu árum. Þangað geta borgarbúar leitað og þá um leið trufla þeir ekki borgarfulltrúa eða borgarstjóra með kvabbi sínu. Aragrúi kvartana kemur á borð skrifstofu Umboðs- manns borgarbúa ár hvert. Þar sem Umboðs- maður hefur ekki úrskurðarvald skilar hann áliti eða frávísun til fólks sem leitar til embættisins. Umboðsmaður hefur þurft að leita til Reykjavíkurborgar um upplýsingar. Fram hefur komið að um 80 daga tekur fyrir Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar að svara spurningum Umboðsmanns. Það má segja að kerfið finni þarna á eigin skinni það sem íbúar þurfa að búa við, enda er algengasta niðurlag fundargerða í borginni eitt orð; frestað. Hvernig endurheimtum við forystuhlutverk Reykjavíkur? Í vor, þann 26. maí næstkomandi, gefst íbúum tækifæri til að breyta um stefnu í borginni. Þá biður núverandi borgarstjóri um áframhaldandi umboð til 2022. Hann hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Fyrst í samstarfi við Jón Gnarr og „Besta flokkinn“ en síðan með Bjartri framtíð, Pírötum og VG. Kjósendur munu spyrja sig hvort umferðin hafi batnað eða versnað á síðustu fjórum árum. Þeir munu hugsa hvort húsnæðisverð hafi hækkað verulega og hvernig sé að leigja nú. Þá munu þeir velta fyrir sér árangri í skólamálum, skuldsetningu borgarsjóðs og hirðu borgarinnar. Ef þeir eru sáttir við stöðu borgarinnar í þessum málaflokkum mun núverandi borgarstjóri sitja áfram. Ef þeir vilja gera betur og endurheimta forystuhlutverk Reykjavíkur hafa þeir einn kost: Sjálfstæðisflokkinn. Hann er eini flokkur- inn sem hefur styrk og trúverðugleika til að takast á við þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað í borginni. X við D þýðir ekki bara líkur á stjórnarskiptum, heldur enn fremur og umfram allt; X við kjark til að taka til í kerfinu og leyfa fólki að eiga val. Að eiga val um búsetu. Að eiga val um fararmáta. Að eiga val í skólamálum. Forræðishyggja eða sjálfstæðisstefnan. Um það snúast þessar kosningar. Valkostirnir eru skýrir. Valið á að vera auðvelt. Reykjavík þarf að vera raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. Reykjavík á að vera sam- keppnishæf við þær bestu borgir sem við keppum við. Borgin á að vera nútímaleg, hagkvæm, umferðarvæn, öflug nýsköpunar- borg og hrein. Reykjavík getur verið frábær borg fyrir okkur öll, í öllum hverfum. Þannig Reykjavík vil ég sjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.