Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Side 12

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Side 12
10 frá Nefbjarnarstöðum með þessum leiðréttindum, og á sama hátt eru fylltar eyður í hitaskýrslunum frá Eiðum á tímabilinu 1924—1932. Allar þessar reiknuðu hitatölur eru settar á töfluna hér á eftir með skáletri. Sá ljóður er á veðurathugununum frá Eiðum, að þær eru í nokkrum molum. Hitamælingarnar eru fyllstar, og má telja þær nokkuð óslitnar frá árunum 1910—1918. Þó fæst ekki alltaf rétt dagatala úr mánuðunum síðustu árin, og getur þetta valdið nokkurri skekkju. Þannig er þetta í maí 1917 og 1918, og fyrir ágúst og september 1917 hefur orðið að nota meðaltöl hinna átta áranna, því þennan mánuð höfðu hitamælingar alveg fallið niður. Þrátt fyrir þetta mun taflan um hitann á Eiðum sumarmán- uðina apríl—sept. 1911—41 fara nærri réttu lagi. Meðalhitinn er aðeins reiknaður út fyrir mánuðina maí—september, sem er það tímabil ársins, er mestu ræður um gróðurfar og uppskeru. Ekki hefur verið lagt í að reikna meðalhita fyrir allt árið. Bæði skiptir hann ekki svo miklu máli í þessu sambandi, og svo er grundvöllurinn helzt til veikur, einkum er þess er gætt, að mælingarnar vetrarmánuðina 1924—1932 eru ennþá glopp- óttari heldur en sumarmælingarnar. Sá útreikningur hefði líka orðið mjög tímafrekur, en vafamál, að árangurinn hefði svarað kostnaði og fyrirhöfn. Hitasumman er summan af meðalhita mánaðanna margfölduð með dagafjölda þeirra. Hún gefur nokkra hugmynd um ræktunarmörkin, hvað hitamagnið áhrærir. Þannig telur Klemenz Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámsstöðum, að sexraða bygg þurfi að meðaltali hitamagn um 1240 á 123 dögum til þess að þroskast hér. Hitamagnið, sem þarf, getur sveiflazt frá 1110—1370 og tíminn frá 102—144 dögum, því aðrir gerendur heldur en hitamagnið hafa áhrif, svo sem úrkoma, sáðtími og skipting hitans á mán- uði. Hitasumman er ekki eins takmarkandi, þegar í hlut á gróður, sem eigi þarf að ná ákveðnu þroskastigi til þess að verða nothæfur, en þannig er það með gras, grænfóður, kartöflur o. fl. Þó hefur hitamagnið auðvitað mjög mikil áhrif á uppskeruna, eigi sízt hér, þar sem hitinn er venjulega sá gerandi, sem er mest takmarkandi. Hitamagnið um vaxtartímann hefur mikil áhrif á gerlagróður jarðvegsins og öll efnaskipti, nýtingu áburðar og margt fleira. Telja má, að hitasumman maí—sept. þurfi að vera um 1300 að meðaltali til þess að byggrækt sé líkleg og sæmilega árviss, en 1350—1400, eigi að rækta hafra til þroskunar. Kartöflur geta náð nokkr- um þroska, þótt hitasumma þessara mánaða sé ekki nema 1200, ef eigi koma frostdagar, sem hafa úrslitaáhrif. Þegar hitasumma þessara fimm mánaða er orðin undir 1100 má gera ráð fyrir, að jafnvel grasspretta verði rýr. Frá þessu eru þó auðvitað undantekningar, og eins geta aðrar orsakir heldur en lítið hitamagn valdið uppskerubresti. i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.